18.000 manns atvinnulausir og ekkert gert?

Það er ekki hátt risið á Alþingi Íslendinga í dag. Virðing þess fer óðum þverrandi, ekki aðeins hjá almenningi heldur telur meirihluti þingsins sig ekki bæran til að setja landinu stjórnskipunarlög heldur ætlar að framselja þennan böggul til annars þings.

Hvað er að gerast í landinu í dag? Jú, meira en 18.000 manns eru atvinnulausir.

Átján þúsund Íslendingar eru án atvinnu.

Átján þúsund!

Skilst þetta ekki? Skilur meirihlutinn á Alþingi ekki alvöru málsins?

Hvers vegna í ósköpunum er hann þá ekki að vinna að atvinnumálum landsmanna? Heldur meirihluti þingsins að þetta lagist bara að sjálfum sér með tíð og tíma? Jú, eflaust mun fækka á atvinnuleysisskrá en við höfum ekki tíma til að bíða.

Hvers vegna er þá verið að eyða tímanum á Alþingi Íslendinga í að ræða breytingar á stjórnarskrá? Ríkisstjórnin er ekki að redda neinum málum, hún er ekkert að gera, ekki frekar en aðrir í meirihlutanum.

Eini flokkurinn sem krefst tafarlausra aðgerða í atvinnumálum er Sjálfstæðisflokkurinn. Skömm hinna flokkanna mun lengi uppi.


mbl.is Dagskrártillaga felld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Offari

Ég er því miður hræddur um að ríkisstjórnin geti ekkert gert jafnvel þótt hún hefði til þess vilja.

Offari, 6.4.2009 kl. 13:48

2 Smámynd: ThoR-E

Furðulegt að sjá hvað ríkisstjórnin er að eyða tímanum í.

Það þarf að gera eitthvað fyrir heimilin í landinu, atvinnulausum fjölgar um tugi ef ekki hundruð á dag ...

Vinstri stjórn ... 

ThoR-E, 6.4.2009 kl. 13:48

3 Smámynd: Erla J. Steingrímsdóttir

Ég er sammála Ágústi.  Álver er ekki svarið hér.  Og Sjálfstæðisflokkurinn á að skammast sín fyrir að vilja ekki breytingar á stjórnarskránni sem fela í sér meiri völd til þjóðarinnar og þjóðareign á auðlindum. 

Erla J. Steingrímsdóttir, 6.4.2009 kl. 13:54

4 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Ágúst, þú ættir að skoða umsagnirnar sem þetta frumvarp um stjórnarskrárfrumarpið fær frá fjölda aðila, lögmönnum sem öðrum. Frumvarpið skilst hreinlega ekki, tæknilegt bull.

18.000 manns á atvinnuleysisskrá. Áttarðu þig á því, Ágúst eða Erla?

FÓLK HRÓPAR Á ATVINNU OG MEIRIHLUTI ALÞINGIS ER Í EINHVERJUM HEIMSKULEGUM STJÓRNARSKRÁRLEIK. Þvílíkur fíflaskapur.

Hvers vegna eruð þið VG með þessar „frjóu hugmyndir“ í felum, af hveru ekki að koma þeim í gagnið? Þjóðin biður ekki um annað.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 6.4.2009 kl. 13:58

5 identicon

Ég er enginn aðdáandi núverandi stjórnarherra en  þér þykir það sjálfsagt merkilegur fjandi að þeir nái ekki að skeina upp allan skítinn eftir sjálfstæðisflokkinn svona hviss bang.

Eða hvað!!!!!
Enda ekki svo lítið sem þessi flokkur þinn hefur afrekað á undanförnum 2 áratugum.

Svo held ég að þú ættir að kynna þér hvað er að gerast í sambandi við álmálin.

Þeir hafa lýst því yfir að þeir séu hættir við allar framkvæmdir í bili og eru að loka álverum erlendis og minnka umsvif. 

Eða er það furða? Er ekki kreppa?

Eggert Vébjörnsson (IP-tala skráð) 6.4.2009 kl. 14:14

6 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Eggert, þú veist betur en að kenna Sjálfstæðisflokknum um stöðu mála í dag. Þú ert of greindur til að halda svona vitleysu fram.

18.000 manns eru atvinnulausir í dag. Er eitthvað verðugra viðfangsefni fyrir stjórnmálamenn en að leysa úr því, Eggert?

Gunnar, ég var búinn að gleyma þessu með stjórnarskránna. Samkvæmt henni skal rjúfa þing „þá þegar“ að samþykkt hefur verið breyting á stjórnarskránni. Þetta er ekki samningsbundið hvort farið sé eftir því heldur skylda.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 6.4.2009 kl. 14:28

7 identicon

Sjálfstæðisflokkurinn ber að lágmarki 50% ábyrgð á því hversu alvarlegt ástandið er hér á landi umfram önnur lönd.

Ef atvinnumálin eru í ólestri þá ber að taka á þeim með festu og alvöru. Ég get alveg fallist á að núverandi stjórn hafi ekki gert það en tel litlar sem engar líkur á að sjálfstæðisflokkurinn hefði gert betur.

Þessutan vita allir sem eitthvað vita í dag að lausnin fellst ekki í því að byggja álver með takmarkaðri þjóðhagslegri hagkvæmni.

Hvernig er statusinn á landsvirkjunn eftir "rífandi uppgang" síðustu ára í stóriðju og virkunarmálum þar sem þeir þora ekki að gefa uppi hvað þeir séu að selja orkuna á.

Trúlega mjög gáfulegir samningar þar á ferðinni.

Svo hafa þessutan átt sér stað margar umræður hér á netinu um það að hvert starf í álveri sé mjög dýrt og skili litlu til þjóðarbúsins.
Þarf ég að grafa upp frekari upplýsingar fyrir þig hér á netinu?

Eggert Vébjörnsson (IP-tala skráð) 6.4.2009 kl. 14:38

8 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Nei, Eggert. Ekki bera á borð fyrir mig svona vitleysu. Hvernig í ósköpunum hefur þú reikningskunnáttu til að halda svona fram. Og af hverju ætti efnahagur Landsvirkjunar að vera öðru vísi en annarra fyrirtækja? Við horfumst í augu við heimskreppu og hún kom fyrst niður á Íslandi með þessum mikla þunga. Írar, Spánverjar, Bretar, Þjóðverjar, Frakkar, Bandaríkjamenn og fleiri og fleiri eru að lenda í æ verri málum. Ekki láta sem svo að það sem gerist fyrir utan landsteinanna komi ekki við efnahag Íslands og íslenskra fyrirtækja.

Og haltu bara áfram að rifja upp einhverjar umræður á netinu um álver. Það gerir þér örugglega ekkert nema gott að afla upplýsinga. Ég veit ekki hvað ég á að gera með þær, sé aðeins álver sem vinnustað og allir þeir sem starfa á slíkum eru mjög ánægðir og öll launþegafélögin. Staðan er einfaldlega sú að laun í álveri eru með þeim bestu sem í boði er á landinu.

Mundu bara eitt, fjöldinn á atvinnuleysisskrá er ekki Sjálfstæðisflokknum að kenna. Sá munur er hins vegar á þeim flokki og öðrum að hann er tilbúinn til að leysa úr málunum. Hinir flokkarnir vilja stunda umræðupólitík um stjórnarskránna. Ég veit að þú ert ekki svo vitlaus að vera þeim sammála.

Mundu 18.000 manns, ÁTJÁN ÞÚSUND MANNS, líklega fimmtíu þúsund heimili. Mundu það.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 6.4.2009 kl. 14:49

9 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Bull er þetta í þér maður.

En hvað ætlar VG að gera í málunum.

Jú, ræða stjórnarskrárbreytingar fram í rauðan dauðann. Ert viss um að þú hafir tekið eftir því hvað flokkurinn þinn er að gera, Ágúst Valves Jóhannesson?

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 6.4.2009 kl. 16:49

10 Smámynd: kallpungur

Stjórnarskrárfrumvarpið er tilvalin gríma fyrir ráðþrota ríkisstjórn. Eins og þú bendir á verður þing rofið um leið og frumvarpið hefur verið troðið ofan í kokið á þingheimi. Þetta fólk sem núna rífst og skammast hér að ofan, heimtaði aðgerðir og barði á götótta potta og pönnur. Gott og vel hvar eru aðgerðir í þágu þeirra sem núna sitja heima í atvinnuleysi og skuldafeni. Það sér hver maður sem vill á annaðborð opna augun, að hér er á ferðinni blekkingaleikur hins örvæntingarfulla lýðskrumara. 

Hér skal tekið fram strax að inn fyrir dyr Valhallar hef ég ekki komið Ódrukkinn svo ekki byrja þann söng.

Kveðja 

kallpungur, 7.4.2009 kl. 17:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband