Hryðjuverkalögin; réttmæt og nauðsynleg aðgerð
4.4.2009 | 11:09
Þrátt fyrir gagnrýni fjárlaganefndar breska þingisins um beitingu hryðjuverkalaga gagn Landsbankanum þá er nauðsynlegt að Íslendingar geri sér grein fyrir því að þessum aðgerðum verður ekki aflétt. Ástæðan er einfaldlega sú að þau náðu tilgangi sínum jafnvel þó deila megi um beitingu þeirra.
Í ofanálag kemur fram í fréttinni að ekki er talið að aðgerðin gagnvart Landsbankanum hafi haft nein áhrif á Kaupþing annað en að flýta því óumflýjanlega.
Niðurstaðan er engin gagnrýni heldur létt áminning á fjármálaráðherrann og mun ekki hafa neinar pólitískar áhrif á hann eða ríkisstjórn Bretlands.
Staðan í Bretalndi er einfaldlega sú að þar taka menn fjármálin alvarlega og eflaust mun skýrslan sem birt verður í dag benda á ýmislegt í rekstri Landsbankans og Kaupþingi sem Bretum mislíkar og líklega verður þá um harða gagnrýni að ræða.
Sættum okkur við það, Íslendingar. Bretar tóku á málunum að festu, jafnvel offorsi, raunar alltof seint, en stjórnvöld hér heima höfðu sáralítið gert.
Hér heima þurfum við að einbeita okkur að því að byggja upp ákveðnara stjórnkerfi sem tekur fjármálalífið alvarlega og setur rekstri fjármálafyrirtækja skilyrði sem ætlast er til að farið sé eftir.
Hryðjuverkalög of harkaleg | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ég á afar erfitt með að skilja jákvæðni þína í garð Breta Sigurður. Aðgerðir voru líklega nauðsynlegar en hryðuverkalög á hendur vinveittri þjóð og bandalagsþjóð í NATO? Engu skiptir þótt um einkafyrirtæki hafi verið að ræða. AÐgerð Breta hefur dóminóáhrif á allt íslensks efnahagslíf til hins verra. Aðgerð þeirra var allt of harkaleg og mun bitna á komandi kynslóðum, börnum þínum og barnabörnum.
Ertu nokkuð flugumaður úr MI5?
Guðmundur St Ragnarsson, 4.4.2009 kl. 14:50
Guðmundur, ég er ekki „jákvæður í garð Breta“. Bara raunsær. Sá sem vill skilja andstæðing sinn verður að geta sett sig í spor hans og áttað sig á því hvað hann er að gera og hvers vegna. Gerðu það, Guðmundur, og þá kemur hið óvænta í ljós. Bretum er andsk... sama um allt annað en sína eigin hagsmuni. Furðulegt en satt, þannig erum við Íslendingar.
Í fyrsta lagi þá hef ég aldrei unnið fyrir MI5, í öðru lagi þá ætla ég aldrei að gera það aftur og í þriðja lagi launin er slök ... ;-)
S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 5.4.2009 kl. 09:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.