Pressa á að Seðlabankinn lækki allhressilega

Pólitísk pressa er orðin svo mikil á Seðlabankann og svokallaða peningamálstefnunefndar hans (fjórsamsett orð!) að búast má við tíðindum þann 8. apríl.

Lítum aðeins á stöðuna.

Heilli ríkisstjórn var slitið og önnur sett á laggirnar til þess eins að koma einum manni úr embætti bankastjóra Seðlabankans. Verkefnið tók einn mánuð. Á meðan gerði ríkisstjórnin ekkert annað enda varla hægt að ætlast til þess. Ráðherrarnir gátu vart á sér heilum tekið meðan þessi óvættur var í embætti.

Nú, eftir að lög voru sett á manninn og hann hvarf á braut, náði minnihlutaríkisstjórnin heilsu og tóktil við að starfa eftir stjórnarsáttmálanum. Unnið var að mikilvægum tillögum í atvinnumálum sem enn bíða þess að líta dagsins ljós enda hafa æfingar í stjórnarskrármálinu forgang og hljóta allir að skilja það.

Svo gerist það í millitíðinni að fjallið tók jóðsótt ..., það er vaxtaákvörðunardagur Seðlabankans rann upp og ... stýrivextir lækkuðu um 1%, hvorki meira né minni.

Ráðherrar minnihlutastjórnarinnar ærðust, ekki af fögnuði heldur reiði. Allt þeirra starf hafði miðast við að halda áfram verkefnum fyrri ríkisstjórnar og stefnumiði fyrri stjórnar í Seðlabankanum enda allt of skammur tími til að fatta upp á einhverju nýju. Vonast var til að vaxtalækkunin yrði svo vel útilátin að jafnvel búsáhaldabyltingarmenn myndu skilja að stórmenni ríktu í stjórnarráði Íslands. Það gekk nú ekki eftir og sem betur fer er aðeins vika næsta vaxtaákvörðunardag. 

Hin pólitíska pressa á Seðlabankann felst nú í heilagri reiði Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra gagnvart Seðlabankanum og nefndinni með fjórsamsetta nafnið. Steingrímur J. Sigfússona fjármálalandbúnaðarogsjávarútvegsyfirráðherra er líka voða reiður.

Samtök atvinnulífsins fóru að sjálfstögðu næstum því á límingunum við hina nánasalegu lækkun stýrivaxta og börðu á ríkisstjórninni sem hefði alveg áttað sig á vandamálinu jafnvel þó SA hefðu verið víðs fjarri.

Bloggarar vinstri flokkana misstu málið um stund en hafa nú fengið það aftur og beina athygli sinni að hinni „ólýðræðislegu“ afstöðu Sjálfstæðisflokksins sem ekki vill þýðast meirihlutann á Alþingi. 

Stjórnarþingmennirnir og stuðningsmenn þeirra úr hinum feiga Framsóknarflokki leggja nú ofuráherslu á að stýrivextir lækki nú niður í 7% hið minnsta. Mannorð þeirra er að veði enda töldu þeir flestir að fyrrum Seðlabankastjóri stæði einn gegn lýðræðislegri og sjálfsagðri kröfu þjóðarinnar um lægri stýrivexti. Hins vegar hefur það komið á daginn að önnur öfl en stjórnarþingmannavilji og líklega hagfræðilegri ráða för í þessu máli.

Um daginn mátti glöggt heyra á máli stjórnarþingmanna sem talaði hátt í farsíma að annað hvort færi nú Norðmaðurinn í Seðlabankanum og nefndin með langa nafninu að vinna vinnuna sína eða skipt verði aftur um sérfræðinga í bankanum. Það sé nú aldeilis komin hefð á slík mál ef menn makka ekki rétt.

Lendingin verður áreiðanlega sú að stýrivextirnir verða lækkaði í 12% því Seðlabankinn ræður í þessum málum og hann er sjálfstæði stofnun ... það er ef forsætisráðherra er ekkert voða mikið á móti því - eða þannig, ha ...


mbl.is Voru sammála um að lækka vexti um 1 prósentu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband