Pressa á ađ Seđlabankinn lćkki allhressilega
2.4.2009 | 23:16
Pólitísk pressa er orđin svo mikil á Seđlabankann og svokallađa peningamálstefnunefndar hans (fjórsamsett orđ!) ađ búast má viđ tíđindum ţann 8. apríl.
Lítum ađeins á stöđuna.
Heilli ríkisstjórn var slitiđ og önnur sett á laggirnar til ţess eins ađ koma einum manni úr embćtti bankastjóra Seđlabankans. Verkefniđ tók einn mánuđ. Á međan gerđi ríkisstjórnin ekkert annađ enda varla hćgt ađ ćtlast til ţess. Ráđherrarnir gátu vart á sér heilum tekiđ međan ţessi óvćttur var í embćtti.
Nú, eftir ađ lög voru sett á manninn og hann hvarf á braut, náđi minnihlutaríkisstjórnin heilsu og tóktil viđ ađ starfa eftir stjórnarsáttmálanum. Unniđ var ađ mikilvćgum tillögum í atvinnumálum sem enn bíđa ţess ađ líta dagsins ljós enda hafa ćfingar í stjórnarskrármálinu forgang og hljóta allir ađ skilja ţađ.
Svo gerist ţađ í millitíđinni ađ fjalliđ tók jóđsótt ..., ţađ er vaxtaákvörđunardagur Seđlabankans rann upp og ... stýrivextir lćkkuđu um 1%, hvorki meira né minni.
Ráđherrar minnihlutastjórnarinnar ćrđust, ekki af fögnuđi heldur reiđi. Allt ţeirra starf hafđi miđast viđ ađ halda áfram verkefnum fyrri ríkisstjórnar og stefnumiđi fyrri stjórnar í Seđlabankanum enda allt of skammur tími til ađ fatta upp á einhverju nýju. Vonast var til ađ vaxtalćkkunin yrđi svo vel útilátin ađ jafnvel búsáhaldabyltingarmenn myndu skilja ađ stórmenni ríktu í stjórnarráđi Íslands. Ţađ gekk nú ekki eftir og sem betur fer er ađeins vika nćsta vaxtaákvörđunardag.
Hin pólitíska pressa á Seđlabankann felst nú í heilagri reiđi Jóhönnu Sigurđardóttur, forsćtisráđherra gagnvart Seđlabankanum og nefndinni međ fjórsamsetta nafniđ. Steingrímur J. Sigfússona fjármálalandbúnađarogsjávarútvegsyfirráđherra er líka vođa reiđur.
Samtök atvinnulífsins fóru ađ sjálfstögđu nćstum ţví á límingunum viđ hina nánasalegu lćkkun stýrivaxta og börđu á ríkisstjórninni sem hefđi alveg áttađ sig á vandamálinu jafnvel ţó SA hefđu veriđ víđs fjarri.
Bloggarar vinstri flokkana misstu máliđ um stund en hafa nú fengiđ ţađ aftur og beina athygli sinni ađ hinni ólýđrćđislegu afstöđu Sjálfstćđisflokksins sem ekki vill ţýđast meirihlutann á Alţingi.
Stjórnarţingmennirnir og stuđningsmenn ţeirra úr hinum feiga Framsóknarflokki leggja nú ofuráherslu á ađ stýrivextir lćkki nú niđur í 7% hiđ minnsta. Mannorđ ţeirra er ađ veđi enda töldu ţeir flestir ađ fyrrum Seđlabankastjóri stćđi einn gegn lýđrćđislegri og sjálfsagđri kröfu ţjóđarinnar um lćgri stýrivexti. Hins vegar hefur ţađ komiđ á daginn ađ önnur öfl en stjórnarţingmannavilji og líklega hagfrćđilegri ráđa för í ţessu máli.
Um daginn mátti glöggt heyra á máli stjórnarţingmanna sem talađi hátt í farsíma ađ annađ hvort fćri nú Norđmađurinn í Seđlabankanum og nefndin međ langa nafninu ađ vinna vinnuna sína eđa skipt verđi aftur um sérfrćđinga í bankanum. Ţađ sé nú aldeilis komin hefđ á slík mál ef menn makka ekki rétt.
Lendingin verđur áreiđanlega sú ađ stýrivextirnir verđa lćkkađi í 12% ţví Seđlabankinn rćđur í ţessum málum og hann er sjálfstćđi stofnun ... ţađ er ef forsćtisráđherra er ekkert vođa mikiđ á móti ţví - eđa ţannig, ha ...
Voru sammála um ađ lćkka vexti um 1 prósentu | |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.