Hver konar orðalag er þetta?
31.3.2009 | 14:08
Tökum eftir orðalaginu í þessari fréttatilkynningu frá ríkisstjórninni: ...eða nauðsynlegar umbætur lýðræðismála.
Orðalaginu er ætlað að breiða yfir vitleysuna. Minnihlutastjórnin er ekki að vinna vinnuna sína. Hún veit að hún hefur takmarkaðan tíma og þess vegna á að gera allt.
Fyrir mitt leyti er engin ástæða fyrir stjórnina að sinna neinu öðru en efnahags og atvinnumálum. Allt annað er tómt bull og fyrirsláttur.
Hafi stjórnarskráin verið vandamál síðustu sextíu árin þá getur varla skipt neinu máli þó verkefnið færist yfir til næstu ríkisstjórnar, þ.e. eftir kosningar.
Nákvæmlega á þessari stundu er þær umbætur lýðræðismála nauðsynlegastar að gefa stjórnmálaflokkunum tækifæri til að kynna stefnu sína fyrir kjósendum. Hins vegar er það öllum ljóst að því lengur sem dregst að fresta þingfundum þeim mun meiri athygli njóta vinstri flokkarnir. Sá er líka tilgangurinn enda hefur lítið gerst í málum sem snerta efnahag- og atvinnumál á síðustu tveimur vikum. Það litla sem komið hefur frá ríkisstjórninni hefði fyrir löngu átt að vera komið fram. Vinnubrögðin sýna bara og sanna að hér er um að ræða vanhæfa ríkisstjórn.
Nú er Austurvallakórinn kominn í langþráð sumarfrí og þar af leiðandi má minnihlutastjórnin leika lausum hala.
Óljóst um þinglok | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Sammála þér.
Það er sömuleiðis kúnstugt að skeyta þessu tvennu saman í eina frétt..., að skýrsla finnans fer í nefnd þriggja ráðuneyta ..., og svo þinglok.
Undarleg fréttamennska.
Marta B Helgadóttir, 31.3.2009 kl. 18:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.