Gott íþróttalið er styrkur hvers sveitarfélags

Árangur íþróttafólks frá Vestmanneyjum er einstakur. Þaðan hafa löngum komið afar góð lið í fótbolta og handbolta. Þessi lið hafa unnið fjölda titla og munu án efa halda því áfram. Það vekur eiginlega nokkra furðu hversu duglegir Eyjamenn hafa verið að „framleiða“ íþróttafólk. Greinilegt að grunnurinn er lagður mjög snemma í lífi hvers einstaklings.

Hagur sveitarfélags á því að eiga gott íþróttalið er gríðarlegur. Ekki þarf að tíunda uppeldislegt gildi, börn og unglingar eignast góðar fyrirmyndir. Hinu má ekki heldur gleyma að sveitarfélagið kemst inn i „umræðuna“, eftir því er tekið. Það álit skapast ósjálfrátt að t.d. í Vestmannaeyjum sé gott að búa, þangað sé gaman að koma í heimsókn og kannski fá landsmenn það á tilfinninguna að Eyjamenn séu fínt og flott fólk.

Íþróttastarfið er án efa fyrst og fremst unnið í þröngum skilningi, þ.e. íþróttin eer stunduð íþróttarinnar vegna og ástundunin dugnaðurinn skapar árangurinn. Í víðari merkingu á allt þetta þátt í því að markaðssetja sveitarfélagið meðal landsmanna, afla því velvildar og áhuga. Þá erum við komin að almannatengslum og getum endalaust bent á jákvæðar afleiðingar umfjöllunar í fjölmiðlum og meðal almennings um árangur íþróttaliðsins.

Vestmannaeyjar eru tiltölulega lítið sveitarfélag. Þar búa tæplega fimm þúsund manns en íbúarnir eru sannarlega fremri mörgum fjölmennari sveitarfélögum á íþróttasviðinu.

Vestmannaeyjar eru í umræðunni vegna knattspyrnuliða og handboltaliða. Í Stykkishólmi, rétt um 1200 manna sveitarfélag, hefur körfuboltaliðið Snæfell náð góðum árangri í nokkur ár. Ekki þarf að fjölyrða um þátt knattspyrnunnar í samfélaginu á Akranesi, en þar búa um fimm þúsund manns. Á sauðárkróki hefur í mörg ár verið starfandi körfuboltalið en árangurinn hefur verið sveiflukenndur. Í Fjarðarbyggð er vaxandi kraftur hjá knattspyrnumönnum. Lengi var gott fótboltalið á Siglufirði en árangurinn hefur verið sveiflukenndur.

Grundvallaatriðið er ekki árangur liða í meistaraflokkum heldur sá grunnur sem byggður er fyrir yngri flokkanna. Því verður þó síst af öllu neitað að gott keppnislið í elstu flokkunum hefur gríðarleg góð áhrif á umræðuna um sveitarfélagið. 

 


mbl.is Mikill hagnaður hjá handboltanum í Eyjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband