Blaðamenn standast ekki freistinguna
25.3.2009 | 18:21
Ruddaskapur ýmissra blaðamanna ríður ekki við einteyming. Á visir.is lýtur blaðamaður svo lágt að nota fyrirsögnina Svanasöngur Geirs á Alþingi með fréttinni um síðasta dag Geirs H. Haarde á Alþingi. Blaðamaðurinn getur ekki staðist freistinguna að hnýta í Geir. Gera verður ráð fyrir að hann viti merkingu orðsins svanasöngur.
Kveðjan frá mbl.is er ekki betri. Þar hnýtir blaðamaðurinn saman frétt af síðasta vinnudegi Geirs og hjálparhundi þingmanns. Til verður sú ósmekklega fyrirsögn Geir kveður og X heilsar.
Gat blaðamaðurinn ekki staðist freistinguna og eyðileggja tvær ágætar fréttir eða var hann kannski að spara pláss ...?
Hlutverk blaðamanna er að upplýsa. Stjórnmálaskoðanir þeirra eiga ekki að blandast inn í fréttaflutninginn. Sami hundur er hins vegar í blaðamanni mbl.is og blaðamanni visir.is.
Geir H. Haarde er vandaður maður og heiðarlegur. Enginn, ekki nokkur maður, hvorki í hópi samherja eða andstæðinga á þingi hefur nokkurn tímann dregið það í efa. Hann hefur unnið lengi fyrir þjóðina og menn mega svo sem hafa sínar skoðanir á árangrinum. Það ber hins vegar vott um skítlegt innræti, svo gripið sé til kunnuglegs orðalags, þegar blaðamenn haga sér með þeim hætti sem að ofan greinir. Maðurinn á betra skilið af hálfu þessara fjölmiðla.
Geir kveður og X heilsar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.