Tvöfaldur Suðurlandsvegur eða tvöfalt löggjafarþing?

Einn milljarður fer í breikkun Suðurlandsvegar í ár, segir í mbl.is. Hvernig væri nú að hætta við þetta stjórnlagaþing og leggja fram 2,1 milljarð í veginn til viðbótar?

Hvort viljum við, hin blanka þjóð, leggja fé í að halda úti tvöföldu löggjafarþingi eða leggja fé í vegaframkvæmdir sem geta hreinlega bjargað mannslífum?

Suðurlandsvegur er afar mikilvæg framkvæmd. Hins vegar vekur það furðu mína að enginn stjórnmálamaður skuli finna þá róttæku þörf hjá sér að krefjast þess að hringvegurinn verði tvöfaldaður.

Á ferðum mínum um landið hef ég oft undrast þá staðreynd að vegirnir virðast mjókka eftir því sem lengra dregur frá Reykjavík. Þetta er víst staðreynd sem ég fékk staðfesta með því að mæla breiddina hér og þar.

Einhverju sinni hringdi ég í Vegagerðina og spurði hver ástæðan væri. Sá sem svaraði mér fullyrti að þetta væri vegna þess að umferðin minnkaði eftir því sem fjær drægi Reykjavík.

Þesis ágæti maður gat þó ekki með vissu svarað þeirri spurningu hvort bílarnir mjókkuðu eftir því sem þeir fjarlægðust höfuðborgina. 


mbl.is Breikkun kostar 15,9 milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steinmar Gunnarsson

Kannski væri bara nóg að aðskilja akstursstefnur, án þess að breyta vegum í 2+1 eða 2+2. Það sem mér hefur fundist vanta á í vegagerð á Íslandi er að það eru engin öryggissvæði á vegöxlunum, þannig að ef eitthvað ber út af, er hreinlega ekki pláss til að bregðast við. Vegaxlir eru mjög háar og malbikið nær ekki lengra en svo að stórir bílar eru hreinlega í vandræðum með að færa sig til á veginum ef eitthvað kemur upp á, en það á reyndar við alla umferð. Malbikið nær út á axlirnar og þar af leiðandi rifnar það upp undan umferð þyngri ökutækja.

Það er engu líkara en þessir sérfræðingar sem hanna vegina, hafi aldrei komið út fyrir landsteinana og kynnst því hvernig vegir eru byggðir hjá þjóðum Evrópu, eða svo maður tali ekki um hvernig þetta er gert vestur í Ameríkuhreppi.

Það er ekki bara nóg að kalla eftir breiðari vegum, það verða að vera öryggissvæði til beggja hliða. Kannski er bara nóg að breikka vegaxlirnar til að auka öryggið ?

Steinmar Gunnarsson, 25.3.2009 kl. 20:27

2 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Gott innlegg hjá þér Steinmar. Sammála.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 25.3.2009 kl. 21:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband