AFSAKIÐ HLÉ (meðan VG er í ríkisstjórn)
20.3.2009 | 23:00
Ern okkuð að marka hann Hörð Torfason? Um það veit ég ekki. Hins vegar er komin ný ríkisstjórn, nýr forsætisráðherra, nýr fjármálaráðherra, nýr Seðlabankastjóri, splúnkunýtt mynteitthvaðráð ... og niðurstaðan ... eins prósent lækkun stýrivaxta.
Er nú öllu náð, er markmiðið komið. Ný ríkisstjórn! Er það nóg fyrir Hörð? Nýr forsætisráðherra! Er það nóg fyrir Hörð? Nýr fjármálaráðherra! Er það nóg fyrir Hörð? Eins prósent lækkun stýrivaxta! Er það nóg fyrir Hörð? Nýr maður í Seðlabankanum? Er það nóg fyrir Hörð? VG í ríkisstjórnina! Er það nóg fyrir Hörð?
Hvað vantar? Engin peningastefna, sama stefna og áður! Er það nóg fyrir Hörð? Sama efnahagstefna og áður! Er það nóg fyrir Hörð? Engin stefna í skuldamálum fjölskyldnanna í landinu! Er það í lagið fyrir Hörð? Engin stefna í aðstoð við fyrirtækin í landinu! Er Herði bara sama? 17.000 atvinnulausir og þeim fjölgar! Er Hörður bara sáttur við það?
Mér er svo sem andskotans sama um þennan Hörð en hitt er vandamál að allir halda að það nægi að skipta um nafn og númer og þá verði sjórinn sjálfkrafa lygn.
En trúið mér. Það er ekkert að gerast nema það eitt að núverandi minnihlutaríkisstjórn heldur uppi stefnu fyrrverandi ríkisstjórnar. Við erum enn í ólgusjó, en Hörður veit ekki af því né heldur restin af VG.
Hlé á fundum Radda fólksins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Hvað segirðu, var VG að komast í ríkisstjórn í vikunni? Ég sem hélt að það væri þónokkuð síðan nýja ríkisstjórnin tók við. Jafnvel hátt í tveir mánuðir. Eða gleymdist kannski að segja Herði frá því.
Þessi VG stimpill á Hörð Torfa er að verða ansi þreyttur hjá ykkur sjálfstæðismönnum. Mótmælin hafa haldið áfram þrátt fyrir að VG hafi komist í stjórn. Mætingin hefur reyndar snarminnkað en ætli það sé ekki einna helst af því að fólk er farið að bíða eftir kosningunum og vilja sjá hvort að eitthvað breytist eftir þær. Það má kannski orða það sem svo að menn séu að safna kröftum fyrir næstu lotu.
Hvað sem öðru líður þá þarf sjálfstæðisflokkurinn langt frí.
Neddi, 20.3.2009 kl. 23:12
Radda hvaða fólks?
Hörður Einarsson, 20.3.2009 kl. 23:27
Þetta var allt í boði vinstri grænna. Hörður eineltisforingi fékk biturleikakast eftir að kærastinn dömpaði honum og flutti þangað sem grasið er grænna! Allt Davíð Oddssyni að kenna.
Æji, aumkunnarverður fýr, þessi Hörður!
Byltingarforinginn, 20.3.2009 kl. 23:28
Æji, aumkunnarverður fýr, þessi Byltingarforinginn.
VG var s.s. að mótmæla sjálfum sér þessa síðustu tvo mánuði eða svo.
Neddi, 21.3.2009 kl. 09:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.