Eykst núna trúin á opinberan rekstur?

Fyrst stjórn HB Granda var svo dómgreindarlaus að samþykkja tillögur um hundruð milljón króna arðgreiðslur þá vekur það furðu að enginn skyldi hafa bent henni á þversögnina sem núna blasir við öllum. Vitandi vits eða óafvitandi hefur fyrirtækið skemmt það ágæta orðspor sem það hefur áunnið sér undanfarin ár.

Hins vegar rifjast nú upp alls kyns mál sem fyrirtækið hefur verið svo „óheppið að lenda í“. Sameiningin fyrirtækja á Akranesi og Reykjavík, niðurlagning vinnslustöðva, uppsagnir og fleira og fleira. Maður hefði nú haldið að stjórnendurnir kynnu núna dálítið á almennatengslin og reyndu að forðast pyttina

Svo er það hitt og það er miklu alvarlegra. Allt bendir hreinlega til þess að menn séu orðnir svo gírugir í kapítalið og greddan það mikil að dómgreindin víkur til hliðar. Þetta leiðir einfaldlega til þess að almenningur missir trúna á einkaframtakið og trúir því að opinber rekstur sér farsælastur. Þegar dæmin blasa við er erfitt að rökræða þvert á þau.


mbl.is „Hreinlega siðlaust“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband