Tryggvi kemur sterkur inn í stjórnmálin
16.3.2009 | 16:37
Það er engin framsóknarlykt af tillögu Tryggva Þórs Herbertssonar um flata 20% niðurfellingu af skuldum heimila. Hugmyndi kom frá honum sjálfum í október á síðasta ári. Og nú er hann líklega á leiðinni á þing og getur barist þar fyrir málinu.
Framsóknarmenn hafa tekið upp tillögu Tryggva og gert hana að sinni. Það er fínt. Hins vegar hefur þeim ekki tekist sem skyldi að gera grein fyrir henni á sannfærandi hátt. Þetta er hins vegar svo mikilvægt mál að það skiptir engu hver á það. Aðalatriði er það hverjir eru tilbúnir í baráttuna. Samfylkingin og VG hafa hafnað þessari leið.
Grundvallaratriðið er þetta. Nýju bankarnir fengu verulegan afslátt af íbúðarlánunum frá því sem var í þeim gömlu. Tryggvi lætur í það skína að þeir hafi fengið 50% afslátt eða hátt í það. Gott og vel.
Ekkert er ókeypis. Hvað verður þá um 20% niðurfellinguna? Hver tapar?
Enginn tapar. Ríkissjóður hefur þegar veitt afslátt af íbúðalánunum í bönkunum nýju. Í upphafi var gert ráð fyrir því að þetta væru vandamálalán. Þess vegar voru lánin staðsett í nýju bönkunum með afslætti til að mæta fyrirsjáanlegum afföllum.
Hvað þýðir svo 20% afslátturinn? Hann þýðir það einfaldlega að þúsundir manna munu geta greitt húsnæðislánin. Hann þýðir það líka að. Og ennfremur verða miklu meiri líkur á því að bankarnir geti komið til móts við þá sem verst standa. Þarna verður til borð fyrir báru.
En hvað með þá sem ekki þurfa á aðstoð að halda? Tryggvi orðað það þannig að við getum ekki öll sokkið þó hætta sé á því að einn fái husganlega meira en annar.
Hins vegar er ekkert stórmál að búa svo um hnútanna að aðeins þeir sem þurfa á aðstoð að halda fái úrlausn vandans. Það er hins vegar örlítið tímafrekara verkefni.
Hvað er nú með stjórnmálmenn, eru þeir menn eða mús?
Tryggvi Þór: 20% af skuldum heimilanna verði felldar niður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Segir meira um VG og Samfylkinguna en margt annað.
S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 16.3.2009 kl. 17:03
Ég tel þessa hugmynd um 20% niðurfellingu skulda vera afspyrnu slæma. Þeir sem borga þessa niðurfellingu er væntanlega almenningur í gegn um ríkissjóð, eða bankana. Þá er enn eina ferðina verið að verðlauna stærstu skuldarana. Þar að auki er Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) búinn að hafna þessu.
Til er mikið betri lausn , sem kemur öllu hagkerfinu til góða. Þetta er upptaka nýs innlends gjaldmiðils undir myntráði. Ef US Dollar er metinn á 90 Krónur í stað 112 Krónur, sem er núverandi gengi, erum við að keyra verðbólguna til baka um 20% (90/112= 80%).
Með þessu móti erum við að lækka um 20% allar skuldir sem eru gengistryggðar og vísitölutryggðar skuldir um eitthvað í áttina að 20%. Að auki getum við skilað mestu af lánum AGS og losnað við þann gríðarlega vaxtakosnað sem þau munu valda okkur.
Loftur Altice Þorsteinsson, 16.3.2009 kl. 20:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.