Kristján sem formann Sjálfstæðisflokksins

Kristán Þór Júlíusson verður aftur oddviti Sjálfstæðismanna í Norðausturkjördæmi. Hann er margreyndur í sveitarstjórnum, verið forystumaður á Akureyri og Ísafirði og hefur áunnið sér mikið traust, ekki síst sem þingmaður undanfarin tæp tvö ár.

Það er kominn tími til að skora á Kristján að gefa kost á sér sem formaður Sjálfstæðisflokksins. Ég er sannfærður um að hann fengi víðtækan stuðning, ekki aðeins á landsbyggðinni heldur einnig í þéttbýlinu á suðvesturlandi.

Kosturinn við Kristján er sá að hann er léttur og kátur maður, ekki með þessar þungu brúnir sem virðist vera einkenni svo margra stjórnmálamanna, sérstaklega af yngri kynslóðinni. Það hlýtur að vera kostur ef maðurinn breytist ekki við það eitt að losað sé um bindið eða það hreinlega hverfi. Margir karlar virðast einhvern veginn treyst á að trúverðugleikinn byggist á hvítri skyrtu, bindi og þungum brúnum. Það er mikill misskilningur. Hann byggir miklu frekar af því reynslu, þekkingu og orðspori sem af mönnum fer, m.a. í opinberum störfum. Ekki spillir það heldur fyrir ef menn sýna af og til að þeir hafi einhvern húmor. Mikilvægast er þó skilningur á þörfum almennings og stefnufesta og eldmóður.

Ég þekki Kristján lítið, en mér virðist sem hann sé sá maður sem Sjálfstæðisflokkurinn þurfi í formannsembættið. Hann þykist ekki meiri en hann er, heiðarlegur og blátt áfram.

Ég er tilbúinn til að leggja lóð mitt á vogarskálarnar fyrir mann á borð við Kristján.


mbl.is Kristján leiðir í NA-kjördæmi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband