Viltu axtabætur eða stjórnlagaþing?

Tvö þúsund milljónir króna eru talsvert mikill peningur sem verja skal í vaxtabætur á árinu. Ekki skal hér dregið úr mikilvægi fjárveitingarinnar en samt er nauðsynlegt að setja hana í skiljanlegt samhengi.

Gerir fólk sér grein fyrir því að sá kostnaður sem talinn er muni falla á ríkissjóðs vegna stjórnlagaþings er eitt þúsund og fimm hundruð millljónir króna.

Hagsýna fjölskyldan þarf að velta hverjum pening fyrir sér og þess vegna er ekki furða þó spurt sé hvort útgjöld úr ríkissjóði séu öll jafn brýn.

Þurfum við hvort tveggja, hækkun vaxtabóta og stjórnlagaþing?

Er ekki staðan sú að hið dýra stjórnlagaþing sé óþarft? Þjóðin hefur löggjafarþing og ekki vorkenni ég þingmönnum að taka að sér verkefni stjórnlagaþings. Staðreyndin er nefnilega sú að löggjafarþing og stjórnlagaþing er eitt og hið sama Alþingið.

Samþykkjum vaxtabótahækkunina en höfnum tveimur löggjafaþingum.


mbl.is Hækkun vaxtabóta kostar tvo milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband