Óskaplega spennandi sápuópera í nokkrum þáttum

Það verður að segjast eins og er að leikritshöfundar Samfylkingarinnar eru afar hugmyndaríkir. Euðvitað sáu flestir strax í gegnum þennan farsa. konan sem sagði að sinn tími myndi koma ætti ekki að hika. Hvers vegna skyldi hún hika?

Ástæðan er einföld. Í fyrsta lagi er tilgangurinn að dreifa athyglinni frá umræðunni um þann endemisfund sem flokksmenn Jóhönnu reiddust henni ákaflega fyrir, er hún, Ingibjörg og Össur tilkynntu um sjálftöku sína á þremur efstu sætunum í prófkjörinu. Í öðru lagi er um að ræða afsögn Ingibjargar, sem þó kom fólki ekki svo í opna skjöldu enda flokksmenn búnir að baktala hana líkt og hún væri sjálfur Davíð Oddson.

Mig grunaði þó aldrei hversu ferskir og raunar óforskammaðir leikritshöfundarnir eru. Nú bjóða þeir upp á blysför heim til Jóhönnu og má vera að hún verði næst tekin í heilagra manna og kvenna tölu og verði hér eftir nefnd heilög Jóhanna. Þetta er orðin sápuópera í nokkrum þáttum sem hver og einn vekur athygli langt út fyrir raðir Samfylkingarinnar. Nefna má að sjálfur Ómar Ragnarsson er kominn á þá skoðun að þjóðin öll þurfi að velja formann þessa flokks. Svo stórt er nú málið að Samfylingarfélögum er ekki lengur treyst fyrir þjóðardýrgripnum Jóhönnu.

Nei, persónudýrkun hefur aldrei verið í Samfylkingunni og má minna á hversu þeir átöldu okkur Sjálfstæðismenn forðum daga fyrir ánægju okkar með hann Davið. En á sama hátt og efnahgaur landsins hlýtur að hafa batna um leið og áðurnefndur Davíð gekk út úr Seðlabankanum þá má gera ráð fyrir því að efnahagur þjóðarinnar batni á þeirri stundu sem heilög Jóhanna samþykkir áskorunina um að verða formaður. Þannig endar leikritið enda hanritið skrifað á þann veg fyrir viku.


mbl.is Beðið eftir Jóhönnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband