Hönnuð atburðarás

Innanbúðar í Samfylkingunni kunna menn að hanna atburðarás og það jafnvel þótt óvænt áföll verði eins og þetta með ákvörðun Ingibjargar Sólrúnar. Allir vissu að innan Samfylkingarinnar var mikil óánægja með forystuleysi flokksins og ekki síður endemisfund Ingibjargar þegar hún tilkynnti um yfirtöku hennar, Jóhönnu og Össurar á þremur efstu sætunum í prófkjörinu í Reykjavík. Það hleypti illu blóði í enn fleiri.

Áróðurinn gegn Ingibjörgu hefur verið þungur síðustu viku. Þar kom að konan ákvað að stíga til hliðar, hún sá ekki fram á að hafa heilsu í prófkjörsbaráttu við stjórnarandstöðuna í flokknum, þá sömu og krafðist slita á stjórnarsamstarfinu við Sjálfstæðisflokkinn. Vandi þessarar stjórnarandstöðu er hins vegar sá að hún hefur ekki neitt formannsefni á takteiknum.

Jóhanna Sigurðardóttir kvaðst að sjálfsögðu tilbúin til að gefa kost á sér sem formaður. Það var hins vegar ekki hægt að ganga hreint til verks. Menn voru minnugir á óánægju flokksmanna með sjálftökuna á þremur efstu sætunum í prófkjörinu. Í ljósi þess segist Jóhanna ekki ætla í framboð. Fæstir skilja þá afstöðu. Var ekki hennar tími kominn?

Fyrir þá sem ekki vita er nú verið að vinna að viðgerðum á flokknum innanverðum, einkum þó að tvennu. Annars vegar að þurrka út sjálftöku Jóhönnu á efsta sætinu í prófkjörinu í Reykjavík sem þykir við nánari athugun aldeilis ferleg ávirðing. Hins vegar þykir nauðsynlegt að búa til eftirspurn eftir konunni, gera hana að ótvíræðum arftaka Ingibjargar.

Hugmyndin er snilld. Hvers vegna? Jú, vegna þess að viðgerðina og eftirspurnarmálið er hægt að laga með einni einfaldri aðgerð. Þó hin beri fingraför hins vana almannatengils og auglýsingamanns þá eru þau ekki greinileg, skárra væri það nú.

Nú verður tuðað í Jóhönnu og spekúlerað alla vikuna. allir fjölmiðlar og stjórnmálafræðingar verða virkjaðir. Þetta endur svo með því að Jóhanna nær efsta sætinu í Reykjavík með glæsibrag.

Hvað skyldi svo gerast?

Jú, með með semingi mun hún samþykkja að verða formaður næstu árin.


mbl.is Þrýstingur á Jóhönnu vex
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Villi Asgeirsson

Hljómar eins og skemmtilegt pólitískt plott. Sennilega óþægilega nálægt sannleikanum.

Villi Asgeirsson, 9.3.2009 kl. 12:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband