Endurreisnarnefnd Sjálfstæðisflokksins á réttri leið
2.3.2009 | 08:27
Sjálfstæðisflokkurinn þarf að skoða og greina bankahrunið. Hvað gerðist, er einhver sök og hverra er hún? Þetta eru aðeins sjálfsagt verkefni og hluti af þeirri endurreisn sem verið er að vinna að.
Það er vinsæll frasi og oft notaður að hrunið hafi átt sér stað á vakt Sjálfstæðisflokksins og Samfylkingarinnar. Vaktin er þó snöggtum fjölmennari en nemur ráðherrum, hún er 63 manna og tengist Alþingi órjúfanlegum böndum. ýmsir minni spámenn hafa haldið því fram, svona eftirá, að þeir hafi varað við hruninu. Auðvitað er það tóm vitleysa. Sá sem sér hættumerki framundan unnir sér ekki hvíldar fyrr en allir hafa teki eftir þeim. Þannig er varað við slysum og ekki síður hamförum í efnahagsmálum. Spádómar aftur í tímann eru ekki gildir.
Sjálfstæðisflokkurinn þolir vel svona naflaskoðun. Hann þolir einnig að gefa út yfirlýsingu asökunarbeiðni. Hann getur og á að biðja þjóðina afsökunar á að hafa ekki verið betur á verði en aðrir stjórnmálaflokkar og séð fyrir bankahrunið. Í því er fólgin auðmýkt sem stjórnmálaflokkar eiga að hafa í sér. Sjálfstæðisflokkurinn á að hafa frumkvæði að þessu fyrir mig og aðra flokksmenn sem enn höldum því fram að sjálfstæðisstefnan hafi ekki brugðist. Þess vegna er endurreisnarnefndin á réttri leið og þetta er ástæðan fyrir nafni hennar.
Flokkurinn þoli stór orð" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Frábær færsla!
Guðbjörn Guðbjörnsson, 2.3.2009 kl. 10:13
Það er margt gott í þessari grein þinni Sigurður.
Að mínu mati er hægt að líkja leikvelli efnahagsmálanna við skíðabrekku. Hættur eru víða í brekkunni og sumar eru merktar en aðrar ekki. Til að búa skíðamennina undir brunið er hægt að þjálfa þá í skíðafimi og útlista hvar hætturnar leynast í brekkunni. Samt munu einhverjir fara sér að voða.
Er framangreind útlistum nægileg úttekt á aðstæðum ? Ég held ekki, því að ekki hefur verið nefnd sú ábyrgð sem hönnuður brekkunnar hefur. Sá sem lagði brautina ber höfuð-ábyrgð á öryggi hennar. Verk hönnuðarins samsvarar lagasetningum og samningum sem efnahagskerfið lýtur. Ef leikreglurnar hefðu lítil áhrif á framvindu leiksins, væri þá ástæða til að setja þær ?
Hægt er að nefna þrjár leikreglur, að minnsta kosti, sem afgerandi áhrif höfðu á framvindu mála sem síðan leiddu til efnahagshrunsins.
Alþjóðleg efnahagsmál verða menn að greina í víðu samhengi. Svo framarlega sem menn hafa ekki sýnt vítavert gáleysi, eða beinlínis glæpsamlega hegðun, verða menn að líta til leikreglna ekki síður en til frammistöðu einstakra leikmanna. Ef menn gera það ekki, eru menn að dæma sig frá vitrænni umræðu.
Loftur Altice Þorsteinsson, 2.3.2009 kl. 14:41
Bestu þakkir Guðbjörn og ekki síður Loftur.
Ég skil dæmin sem þú tekur samkvæmt því sem þú segir í niðurlaginu, að það séu ekki aðeins hinar almennu leikreglur sem að gæta að heldur líka frammistöðu leikmannanna. Sé svo erum við sammála. Maður hefur hins vegar lært það að fara varlega í því að dæma fólk, samherja í stjórnmálum sem og aðra. Flestir hafa ýmislegt til síns ágætis. Gallinn er hins vegar sjónarhornið, sumir eru víðsýnir aðrir síður.
Ég fer oft á fjöll. Samferðamennirnir hafa í gegnum tíðina verið margir. Oft er það þannig að frásagnir úr sömu ferðinni eru afar mismunandi, ekki vegna þess að fólk hafi ekki tekið eftir heldur er ástæðan miklu frekar þannig að áhugi, hugsun og eftirtektin er ekki eins hjá hverjum og einum. Og það er sko alls ekkert að því. Það má svo nærri geta að sjónarhornið og áherslurnar í stjórnmálum séu líka mismunandi.
S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 2.3.2009 kl. 17:27
Sigurður, ég hafna ekki, að frammistaða leikmannanna er mikilvæg og flestir horfa mest eða eingöngu til þess. Hins vegar tel ég ekki síður mikilvægt að horfa til leikreglanna, sérstaklega ef eitthvað á að gera til að laga aðstæður.
Það sem við raunverulega getum lagað til framtíðar, eru leikreglurnar. Við munum eiga í basli með að breyta stórlega mannlegu eðli !
Loftur Altice Þorsteinsson, 2.3.2009 kl. 18:17
Auðvitað þurfa leikreglurnar að vera traustar, einfaldlega vegna þess að mennirnir eru breyskir.
S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 2.3.2009 kl. 20:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.