Taktu hann hálstaki, Nonni
27.2.2009 | 20:28
Dettur mönnum í hug að það sé hægt að gefa öðrum þjóðum fingurinn, veiða hvali af því að staðan hér heima sé svo slæm? Flögrar það að einhverjum að önnur ríki láti nægja að mótmæla hvalveiðum Íslendinga? Heldur einhver að refsiaðgerðir fylgi ekki ítrekuðum mótmælum? Hefur einhverjum dottið í hug að viðskiptavinir Íslendinga í Evrópu og Ameríku muni láta eins og ekkert sé?
Fólki er árans sama þótt hér sé atvinnuleysi.
Nákvæmlega á sama hátt og Bretar töldu sig þess geta beitt hryðjuverkalögum á Ísland og komast upp með það munu æ fleiri ríki gera það sama eða beita okkur einhvers konar refsiaðgerðum. Þetta er ekki staðreynd heldur loforð.
Hundruðum milljónum manna er nákvæmlega sama hvað Íslendingar segja, skiptir engu máli þó allt sé heilagur sannleikur, runninn upp úr heilagri Jóhönnu, Maríu mey, páfanum eða spámanninum eina og sanna. Hvalir eru í útrýmingarhættu. Milljónirnar trúa þessu.
Svo þykjumst við geta ráðist gegn almenningsálitinum í heiminum. Þvílíkir hrokagikkir sem við erum.
Við erum engu betri en maurarnir í brandaranum sem fylgdust með félaga sínum sem klifraði upp eftir fílnum; Taktu helvítið hálstaki, Nonni, taktu hann hálstaki, hrópuðu þeir.
Enginn skyldi ekki vanmeta skoðanir milljónanna, sérstaklega þegar það beinist gegn agnarsmárri þjóð sem er þegar með allt niðrum sig í augum annarra.
Bandaríkin fordæma hvalveiðar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:12 | Facebook
Athugasemdir
Er ekki alltaf sammála þér, en núna erum við sammála..
Við þurfum að fara að læra að við erum ekki on top of the world.
Kreppan og afleiðingar hennar, verður okkur væntanlega kröpp áminning um það.
hilmar jónsson, 27.2.2009 kl. 20:49
Algerlega sammála Hilmari hér að ofan - er sjaldan sammála skoðunum þínum en nú er ég það fullkomnlega.
Bendi á grein á bloggi mínu: helgafell.blog.is sem hetir Bjartur tröllríður til heljar.
Alma Jenny Guðmundsdóttir, 27.2.2009 kl. 22:31
Bestu þakkir Hilmar fyrir innlitið. Menn þurfa ekkert alltaf að vera sammála, en gleður mig að það skuli vera um þetta mikilvæga mál.
Alma, þakka þér líka fyrir innlitið. Las greinina þína og líka hina: „Þess vegna veiðum við ekki hval“. Gaman væri að lesa þessa skýrslu sem þú gerðir 2006.
Sko, aðalatriðið er staða okkar í samfélagi þjóðanna. Við megum ekki við öðrum efnahagsáföllum vegna rangrar ákvörðunar í hvalveiðimálum. Þau eru hins vegar yfirvofandi.
S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 27.2.2009 kl. 23:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.