Hafi einhver verið í vafa þá er kreppan alþjóðleg

Dæmið um Royal Bank of Scotland, RBS, sýnir og sannar að alþjóðlega bankahrunið kom flestum í opna skjöldi. Eflaust hafa einhverjir verið svo naskir að sjá vandamál framundan en ljóst er að fæstum grunaði að umbreytingin yrði svona skörp.

Í júní 2008 var RBS talinn flottasti bankinn. Aðeins nokkrum mánuðum síðar hafði hann tapað nærri fjórum þúsund milljörðum íslenkra króna.

Allir hljóta að sjá að hrun bankanna hér á Íslandi var ekki nein tilviljun. Út um allan heim hrundum bankar og aðrir lentu í gríðarlegum vanda.

Munurinn var hins vegar sá að einhver maðkur virðist hafa verið í rekstri íslensku bankanna, útlán hafi verið ógætileg og fjármagnsþörfin gríðarleg. Þegar kreppan skall svo á lækkaði markaðsvirði eigna en skuldirnar stóðu óbreyttar eftir.

Það varð sína þjóðinni að fótakefli að bankarnir voru orðnir allt of stórir til að ríkissjóður gæti ábyrgst innlánin. Og því fór sem fór.

Ljóst er hins vegar að útilokað er að einfalda málin þannig að bankahrunið eða þau vandamál sem fylgdu sé hægt að kenna einum hérlendum manni um. Það er ber einfaldlega vott um dómgreindarskort.


mbl.is Mesta tap bresks fyrirtækis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eirikur

You hit the nail on the head.....The UK are in debt........ 1.5 times their GNP..... As you say, over here it was taken too far. I belive the Icelandic debt is 12.5 times the GNP.....

Good luck...

Eirikur , 26.2.2009 kl. 10:07

2 Smámynd: Offari

Davíð kemur víða við sögu.

Offari, 26.2.2009 kl. 10:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband