Vörum okkur á æsingamönnum eins og Atla
22.2.2009 | 15:44
Svona talsmáli er dæmigerð hræsni. Bara innantómt tal sem engu skiptir nema í augnabliks ánægju yfir því að geta kennt einhverjum um, barið á einhverjum. Rétt eins og þegar illa gefinn unglingur lemur annan vegna þess að hann fékk ekki sæti í sófanum svo gripið sé til kunnuglegrar líkingar.
Hvað tóku þessir útrásarvíkingar, hverju hafa þeir skilað til þjóðarinnar? Hvernig á að komast að því og hverjir fengu eitthvað og hverjir fengu ekki? Ég fékk ekkert, svo dæmi sé tekið. En hvað átti ég svo sem að fá?
Talsmáti Atla Gíslasonar er hræsni vegna þess að hafi þessir svokölluðu útrásarvíkingar gert eitthvað glæpsamlegt þá á að sækja mál gegn þeim að lögum.
Þetta veit Atli. Engu að síður froðar hann svona. Ég trúi ekki öðru en fólk sjái í gegnum svona málflutning.
Svo er það annað sem er miklu verra og alvarlegra við þessar skoðanir. Atli er hluti af stuðningsmönnum minnihlutaríkisstjórnarinnar og hefur mikil áhrif sem lögmaður og þingmaður og hann er síður en svo einn með þessa skoðun. Nú verður það dagskipunin til bankanna að ekki séu allir jafnir heldur sumir ójafnari en aðrir. Bönkunum verður beitt opinberlega í gegn einhverjum einstaklingum sem Vinstri grænir telja að þjóðin eigi óuppgerðar sakir við. Lög og regla skiptir þar engu máli.
Sér fólk ekki hvert stefnir ef svona málflutningu fær hljómgrunn? Hvað svo?
Næst má búast við því að hreinsað verði til í hópi svokallaðra frjálshyggjumanna því þeir bera ábyrgð á bankahruni heimsins. Þá verður sagt að ábyrgð tiltekinna manna sé svo mikil að þeir þurfi að fara á annan válista ríkisstjórnarinnar. Smám saman verðurbúinn til einhvers konar Guantanamó listi yfir óæskilega ... Eignir þeirra verða teknar af þeim meðan málin eru skoðuð, kannski verða þeir geymdir einhvers staðar upp á vatn og brauð ... Þetta á allt svo kunnugulegar samlíkingar í mannkynssögu síðustu eitthundrað ára.
Atli Gíslason er þrátt fyrir lögfræðimenntun sína einn af æsingarmönnunum, öskrurum sem vilja ganga milli bols og höfuðs á öllum óvinum þjóðarinnar. Hann vill verða saksóknari, ákærandi, dómari og böðull.
Vörum okkur á svona fólki. Það á eftir að kljúfa þjóðfélagið í herðar niður, eyðilegga samfélagið í þeirri mynd sem við þekkjum það. Best er að veita því ekki brautargengi í alþingiskosningum.
Útrásarvíkingana á válista | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Er ekki búið að kljúfa þetta þjóðfélag í herðar niður? Eyðileggja samfélagið? Hverjir gerðu það?
Margrét Sigurðardóttir, 22.2.2009 kl. 15:56
Menn eins og þú Sigurður og þínir Salómons dómar eru ómissandi fyrir okkar mölétna samfélag, sem Sjálfgræðisflokkurinn skilur eftir sig, eftir 18 ára samfellda setu við stjórnvölinn. Kveðja
Þorkell Sigurjónsson, 22.2.2009 kl. 16:07
Ne. nei, ekki hrófla við þessum geðþekku ræningjum
Finnur Bárðarson, 22.2.2009 kl. 16:08
Margrét, þau gildi sem íslenskt samfélag byggist á eru sem betur fer enn í fullu gildi. Þó svo að ég fari á hausinn vegna verðtryggingar og annars sem má rekja til bankahrunsins þá held ég fast í þau gildi sem ég ólst upp við, ég verð aldrei æsingamaður eins og Atli.
Þakka þér fyrir athugasemdina, Óskar. Þú bullar bara (bið þig að afsaka orðfærið). Lestu betur bloggið. Þar stendur: „... hafi þessir svokölluðu útrásarvíkingar gert eitthvað glæpsamlegt þá á að sækja mál gegn þeim að lögum.“
Ég er hins vegar að vara við „uppgjöri“ utan laga og réttar sem Atli mælir með.
S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 22.2.2009 kl. 16:09
Atli var að tala um að fara að lögum. Hann var að tala um það að það að kannað verði hvort peningaflutningar íslenskra auðmanna varði við ákvæði stjórnarskrárinnar um landráð. Okkur sem þótti vænt um íslenskt samfélag finnst það eðlilegt.
Gísli Gunnlaugsson (IP-tala skráð) 22.2.2009 kl. 16:12
Góðan dag; Sigurður, líka, sem þið önnur, hér á síðu !
Sigurður ! Í hvaða andskotans sýndarveruleika; hefir þú lifað, að undanförnu ? Hvaða fjandans máli skiptir mig; sem, þjóðernissinna, af gömlum skóla - fremur en þig, eða aðra samlanda, þókt svo, Atli Gíslason hafi álpast, út á hinar vinstri brautir, fyrrum ?
Ískaldur veruleikinn; blasir við okkur öllum, sem ráð höfum, sem rænu nokkra, Sigurður minn.
Sæmd væri þér ein að; slitir þú um tengsl þín, við Valhallar foragtina, og viðurkenndir vonda villu, þinna andstyggðarinnar samherja, aldeilis.
Með; fremur snúðugum kveðjum, úr Hveragerðis og Kotstrandar sóknum /
Óskar Helgi Helgason, frá Gamla Hrauni og Hvítárvöllum
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 22.2.2009 kl. 16:30
Þorkell, þakka þér fyrir. Hins vegar væri betra ef þú nýttir þér þá gáfu sem þú býrð eflaust yfir að lesa, reyna að skila og hugsa áður en þú talar eða skrifar.
Gísli, þakka þér ekki síður fyrir. Það er eðlilegt að rannsaka þessa auðmenn ofan í kjölinn, hins vegar orkar allt annað sem Atli segir mjög tvímælis. Raunar má hiklaust halda því fram að hann sé æsingamaður því hann færir afar slöpp rök fyrir máli sínu.
Hins vegar skil ég ekkert í fólki sem kíkir sem snöggvast inn og telur sig umkomið að vera með sleggjudóma um mig og aðra í rausi sínu. Kunna menn hreinlega ekkert í rökfærslu?
Í það minnst hljóta menn að skilja að verði teknar upp aðfarir utan laga og réttar þá rústa menn þjóðfélaginu? Það er bara svo einfalt.
S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 22.2.2009 kl. 16:33
Sigurður ! Talar þú um froðu -
Hörður B Hjartarson, 22.2.2009 kl. 16:37
Óskar Helgi, vertu ávallt velkominn, en sorrí, maður, ég bara skil þig ekki.
S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 22.2.2009 kl. 16:38
"Talsmáti Atla Gíslasonar er hræsni vegna þess að hafi þessir svokölluðu útrásarvíkingar gert eitthvað glæpsamlegt þá á að sækja mál gegn þeim að lögum"
Kerfið er því miður of maðksmogið og að virðist hannað með undankomuleiðum og gloppum fyrir arðræningja. Það er æ betur að sannast hið fornkveðna að það er ekki sama Jón og séra Jón. Brotin blasa við öllum sem vilja sjá en lítið gert þegar gildir að hafa hraðar hendur, hver vika er dýrmæt við að koma lögum yfir píramýtasvindlarana og afhjúpa almennilega þá pólitíkusa sem voru í vasa þeirra.
Georg P Sveinbjörnsson, 22.2.2009 kl. 17:02
píramídasvindlara vildi ég sagt hafa
Georg P Sveinbjörnsson, 22.2.2009 kl. 17:04
Komið þið sæl; á ný !
Þakka þér fyrir; Sigurður minn. Jú; kanzellí stíll 18. aldarinnar, er mér nokkuð tamur, oftlega. Ólst upp; með fólki, að hluta, hvert fætt var, nokkru fyrir aldamótin 1900. Tungutak má skýra; af því,. meðal annars.
Veit þó; að þú munir skilja mig. til hlítar, við nánari yfirlestur, að nokkru.
Með beztu kveðjum; að þessu sinni /
Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 22.2.2009 kl. 17:04
Góður Óskar Helgi. Hef aldrei verið í vandræðum með að skilja þig og finnst ritstíll þinn að mörgu til fyrirmyndar.
Sigurður þú segir Atla æsingamann. Hann vitnaði í stjórnarskránna og þá möguleika sem það bíður upp á að sækja þá til saka sem þátt áttu í hruninu. Ef ekki eftir ákvæðum stjórnarskrár þá samkvæmt hegningarlögum ef út í það er farið.
Þú ættir líka að hlusta á skýringar Einars Márs, því hann kom inn á nokkra athyglisverða punkta í sínu máli.
Staðreyndin er sú, eins og HHG sagði, að sjálfstæðismenn vilja stunda sína vinnu á daginn og grilla á kvöldin en ekki vera að vasast í pólitík. Ég held svei mér þá, að þú fallir í þennan flokk því þú veist almennt ekkert hvað þú ert að bulla en ert með sleggjudóma vegna þess sem Atli sagði án þess að gera þér nokkra grein fyrir því hvað hann var að fara í málflutningi sínum.
Hann einfaldlega vill fá rannsókn á þessu frá A til Ö svo hægt verði að sækja hina seku til saka samkvæmt lögum. En þú kaust að horfa algerlega fram hjá þeirri staðreynd.
Jack Daniel's, 22.2.2009 kl. 17:26
Já, sæll aftur Óskar. Miklu rólegri og skiljanlegri tónn í þér núna. Sjáðu nú til. Ég er sjálfstæðismaður og fer ekkert í launkofa með þá staðreynd. Ástæðan er sú að mér hugnast sjálfstæðisstefnan. Hún á hins vegar enga sök á efnahagshruninu.
„Jack“. Málið er einfaldlega þannig að hef mínar skoðanir við þær stend ég fyrst og fremst. Gagnrýndu þær málefnalega - ef þú getur.
Hafirðu lesið bloggið þá ætti þér að vera ljóst að ég vil að stjórnvöld aðhafist samkvæmt lögum og reglum. Aðfarir sem byggjast á öðru eru einfaldlega lögbrot. Vonandi ertu sammála mér.
Eða ertu kannski á sömu skoðun og Atli sem sagði skv. óbeinni frásögn mbl.is „...að ef þeir ekki skiluðu aftur til þjóðarbúsins því sem þeir hefðu tekið, væru þeir dæmdir til útlegðar eins og hverjir aðrir þjóðníðingar.“
S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 22.2.2009 kl. 17:42
Loksins þegar einhver færir lögfræðileg rök fyrir því að hægt sé að draga menn til ábyrgðar þá kemur undirlægja úr Sjálfstæðsiflokknum og ver gjörningsmennina. Það væri réttast að menn sem með atkvæði sínu hafa stuðlað að því að hér hafi verið við völd menn í 18 ár sem gerði það að verkum að landið er farið á hausinn borgi fyrir allt ruglið. Ef ég væri einn af þeim sem hefði kosið Sjálfstæðisflokkinn kosningu eftir kosningu alveg sama hvaða óréttlæti þessir menn henntu framan í þjóðina, þá myndi ég skammast mín svo mikið að ég segði ekki nokkrum manni frá því að ég væri eða hefði nokkurn tíman verið Sjálfstæðismaður.
Síðan hafa skósveinar þessa flokks hafa verið iðnir við að verja þetta fyrirbæri og gjörninga þess. T.d. þegar Árni Matt réði son Davíðs í feitt embætti komu þeir í röðum menn sem væntu bitlinga fyrir greiðann og vörðu spillinguna gegn betri vitund. Því málið var, að það vissu allir að þetta væri spilling, en samt komu menn og vörðu ógeðið, sem einu nafni nefnist óheiðarleiki. Ég myndi aldrei verja svona lagað og við almenningur í þessu landi eigum ekki að sættta okkur við að kjörnir fulltrúar okkar komi svona fram, hvar sem við erum í flokki. Það er nefnilega svo undarlegt að ef einhver úr flokknum segir eitthvað þá komið þið í röðum og upphefjið sama sönginn, allt er þetta vegna undirlægjuháttar og foringjahollistu og stundum gæti maður haldið að þið hefðuð ekki sjálfstæða skoðun. Sjálfstæðismenn hafa alla tíð leyft gæðingum sínum að ganga á skítugum skónum yfir almenning og það kemur úr hörðustu átt að eigna Atla það sama.
Ekki kæmi mér á óvart þó þú eins og aðrir hægrmenn hérna á vefnum myndir þurka út þessa athugasemd, því það virðist vera svo að ykkur hægrimönnum hættir til við að vilja beita ritskoðun svo ekki falli kusk á hvítflibba flokkinn.
Valsól (IP-tala skráð) 22.2.2009 kl. 18:21
„Valasól“ Þakka þér fyrir innlitið, þó svo að ég sé nú ekkert sérstaklega þakklátur fyrir þessa gusu sem ég fæ fyrir það eitt að lýsa skoðunum mínum. Truflar það þig að ég er ekki á þinni skoðun, hver sem hún er?
„Ekki kæmi mér á óvart þó þú eins og aðrir hægrmenn ...“.
Í stað þess að gagnrýna skoðanir mínar eða taka undir þær, þá eyðir þú heilmiklu plássi í að gera ráð fyrir einhverju, sem auðvitað er tóm vitleysa að minnsta kosti hvað mig varðar. Og „Valasól“ þú kemst bara ekki upp með að gera mér upp skoðanir, sama hvað þú bullar um „undirlægjuhátt“, „skósveina“ og annað miður geðslegt. Getirðu ekki skipst á skoðunum við mig án þess, þá er athugasemdin gjörsamlega tilgangslaus og ekki síður gagnslaus - sýnir bara miður ógeðfellda mynd af þér, sem ég er sannfærðum um að sé röng.
Ég ber enga ábyrgð á þessari ráðningu Árna Matthíassonar og dettur ekki í hug að verja hana ekki frekar en að ég beri ábyrgð á þeirri ákvörðun Ingibjargar Sólrúnar að skipa vinkonu sína sem sendiherra. Ekki veit ég hvort þú sért í Samfylkingunni en væri svo er þessi ráðning væntanlega ekki á þína ábyrgð og myndi aldrei kenna þér um hana.
Þú ert ekki sannfærandi þó þú getir tvinnað saman einhverju níði eða órökstuddum fullyrðingum og upphrópunum. Hvers konar bull er t.d. þetta: „Sjálfstæðismenn hafa alla tíð leyft gæðingum sínum að ganga á skítugum skónum yfir almenning ...“? Ég segi nú bara eins og forsetinn; þú getur ekki sagt þetta, og þú veist að þetta er innantómt rugl.
Ég hef lengi fylgst með stjórnmálum og trúi ekki öðru en að stjórnmálamenn vinni fyrst og fremst til heilla fyrir land og þjóð. Skiptir engu í hvaða flokki sem þeir standa. Hvað Atla lögmann varðar, þá veit ég að hann vill vel, en hann fer kolrangt að hlutunum enda tilgangur hans rammpólitísk taflmennska. Hann veit þetta sjálfur.
Ég tala bara fyrir sjálfan mig og það sem ég skrifa hér á vefnum ber ég ekki undir nokkurn mann. Hef aldrei þurrkað neitt út sem nokkur maður hefur sagt í athugasemdum við bloggið mitt. Vissi ekki einu sinni að það væri hægt.
Lifðu svo heil.
S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 22.2.2009 kl. 19:52
Æ, æ, Sigurður minn! Þér þýðir ekkert að "froða" svona gegn orðum Atla! Flokkurinn Eini kann einu sinni að ekki að meta svona órökkstuddan æsing, hvað þá aðrir.
Hlédís, 22.2.2009 kl. 20:34
Þessi athugasemd Hlédísar G. vó 1,8 kb í póstforritinu mínu. Fínt innlegt GEGN Atla og Flokknum eina, VG.
S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 22.2.2009 kl. 20:47
Eða ertu kannski á sömu skoðun og Atli sem sagði skv. óbeinni frásögn mbl.is „...að ef þeir ekki skiluðu aftur til þjóðarbúsins því sem þeir hefðu tekið, væru þeir dæmdir til útlegðar eins og hverjir aðrir þjóðníðingar.“
Hlustaðu á það sem Atli segir og vertu ekki með þetta endembis anskotans bull maður. Hann sagði að þjóðin, almenningur í landinu mundi dæma þá sem þjóðarníðinga og að þeim yrði ekki vært í landinu þess vegna.
En það er dæmigert fyrir ykkur varðhundana, aka rakkana, að snúa út úr öllu sem er ekki fellur algerlega að ykkar skoðunum og rakka niður allt sem þeir segja.
Þetta er gjörsamlega óþolandi anskotans aumingjahegðun í ykkur.
Jack Daniel's, 22.2.2009 kl. 21:03
Þetta er andstyggilega sagt, „Jack Daniels“, þú ert frekar vanstilltur. Fyrirgefðu mér, en ég skil bara ekki til hvers þú ert að bæta við athugasemdum hérna ef þær eru bara til að uppnefna mig. Er enginn ærlegur þráður í þér?
S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 22.2.2009 kl. 21:14
Þakka kveðjuna og gömul kynni, Siggi minn!
Hlédís, 22.2.2009 kl. 21:23
Já, það ert þú doktor Hlédís.
Sömuleiðis þakka ég gömul kynni. Vona að þú þolir mig þrátt fyrir skoðanir mínar. Og ég vona að ég hafi ekki móðgað þig. Það hefur aldrei verið ætlun mín inni á þessu bloggi né annars staðar.
S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 22.2.2009 kl. 21:47
Sæll aftur. Sig. Sig! Ég hef nú þolað þig og fleiri í Flokknum Eina fram til þessa. Margir minna bestu vina hafa verið haldnir 'þessu' - þar á meðal þingmenn ;)
VG hef ég aldrei kosið og aldrei tilheyrt stjórnmálaflokki! Gangi þér allt í haginn.
Hlédís, 22.2.2009 kl. 21:57
Fátt hefur leitt fleiri þjóðir í meiri vandræði en foringjadýrkun og fátt ofmetnara en sterkir leiðtogar, þeim er lagnara en flestum öðrum að kalla skelfingu og óáran yfir þjóðir sínar með mikilmennskubrjálæði og drambi, hvergi er foringjadýrkunin grímulausari og blygðunarlausari en í Sjálfstæðisflokknum...og í Framsóknarflokknum raunar líka.
Georg P Sveinbjörnsson, 22.2.2009 kl. 22:08
Það er nefnilega það ...
S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 22.2.2009 kl. 22:20
Ja hérna. Ekki veit ég með hvaða eyra þú hlustaðir á Silfrið í dag, en það hefur allavega verið með "röngu" eyra, hvort sem það var að gömlum vana hjá þér (sjálfstæðismaður að hlusta á vinstri mann), eða hvort það er þér orðið svo tamt að þú heyrir ekki hvað sagt er.
Það sem ég hlustaði á var alveg kristaltært og margendurtekið af hálfu Atla, hann var ekki með neinn æsing, hann var ekki að biðja um að taka einhver af, án dóms og laga, tók skýrt fram að sannanir þyrftu að liggja fyrir og s. fr.....
En sennilega þýðir ekkert að rökræða þetta við þig, þú ert með einhverja fordóma gegn "vinstri" og búinn að ákveða að allt sem frá þeim kemur sé bull og vitleysa.
Til hamingju með þig og þína, síðustu 18 árin.
Dexter Morgan, 22.2.2009 kl. 22:50
Bið bara um rökræður. Þú mátt hafa þína fordóma gagnvart Sjálfstæðisflokknum í friði fyrir mér mister „Dexter Morgan“.
S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 22.2.2009 kl. 22:53
Ég hef lesið fleiri en eina bloggfærslu eftir þig Sigurður.
Þær eru allar á sömu bókina. Að bakka upp sjálfstæðisflokkinn og þá siðspillingu og glæpamennsku sem hann hefur staðið að síðustu 2 áratugi og hefur ekki farið framhjá neinum. Allavegana ekki í seinni tíð.
Og þú segist bara biðja um rökræður!!!!!
Ég skal játa á mig þá sök að ég kaus sjálfstæðisflokkinn síðast og var raunar búinn að asnast til þess að skrá mig í flokkinn því eh veginn í huga mér fannst mér að flokkurinn stæði fyrir "frelsi og ábyrgð".
Nú er ég búinn að gera mér grein fyrir því að ekki einn einasti sjálfstæðismaður vill axla ábyrgð heldur hafa frelsi til að selja ömmu sína ef að svo ber undir.
Ég var heimskur og óábyrgur um stund en að ég sé svo skyni skroppinn að verja þessa menn rétt eins og þú gerir skal aldrei verða.
Hver er annars kjarni sjálfstæðisstefnunnar sem að þú segist aðhyllast?
Mér þætti fróðlegt að vita það.
Eggert Vébjörnsson (IP-tala skráð) 23.2.2009 kl. 00:36
Halló gott fólk, hægri sem vinstri sinnað. Ekki ætla ég mér að dæma um hvaða flokki hvað er að kenna, mér finnst þeir allir hafa staðið sig frekar illa. Ég er voða reið samt, aðallega þeim sem stjórnuðu bönkunum fyrir hrun (og reyndar líka orðin fúl út í skilanefndirnar núna), fjármálaeftirlitið sem brást og síðan bankamálaráðherranum og seðlabankastjórunum, sem stjórnuðu engu þrátt fyrir að geta gert það hefðu þeir viljað. Jú jú ..... örugglega erfitt að sjá þetta allt fyrir en margir telja sig nú núna hafa gert það og láta ljós sitt óspart skína. Ég veit ekki hvort við eigum almennt að vera að rífast um hvort það var Sjálfstæðisflokkurinn, Framsókn eða Vinstri grænir sem komu okkur í þessa klípu. Hjálpar það okkur sem erum búin að missa vinnuna? Hjálpar það okkur sem sjáum lánin okkar hækka og hækka í hverjum mánuði? Hjálpar það þeim sem eiga ekki fyrir mat eða öðrum nauðsynlegum útgjöldum t.d. að koma börnum sínum til mennta og/eða gefa þeim kost á að iðka íþróttir, vera í tónlistarnámi eða fara til tannlæknis reglulega?
Nei!!!! Held við ættum að snúa bökum saman, alveg sama hvaða stjórnmálaflokk við kusum síðast eða kjósum næst. Við VERÐUM að sjá til þess að unga fólkið okkar kjósi og geti búið hér áfram og átt framtíð!
Reyndar verð ég að koma því að svona í restina, að mér finnst spillingin ætla að halda endalaust áfram. Hver ber t.d. ábyrgð núna á launa þeirra sem eru í skilanefndunum? Hver gaf leyfi til þess að selja þessa Kaupþingsbíla? Hvað með bíla Landsbankans sem eru "geymdir" einhvers staðar? Hvað með laun bankastjóra "nýju bankanna" ?
Það er varla að maður þori/nenni/vilji horfa á fréttir og/eða lesa blöðin. Það er alltaf eitthvað nýtt sem fyllir mann reiði og vonleysi ......
Katrín Linda Óskarsdóttir, 23.2.2009 kl. 01:01
Heyrðu mig nú Eggert Vébjörnsson. „Að bakka upp sjálfstæðisflokkinn og þá siðspillingu og glæpamennsku ...“ Þetta er glæpsamleg ásökun en segir meira til um hugarástand þitt en skoðanir mínar sem þú veist greinilega ekkert um. Greinilegt að þú gengur ekki heill til skógar. Hefur ekkert fram að færa annað en fúkyrði og dónaskap. Haltu þig vinsamlegast frá þessu bloggi.
Katrín Linda Óskarsdóttir. Ánægjulegt að sjá skynsama athugasemd innan um fordæmingarnar. Auðvitað er það þetta sem skiptir máli. Hafir þú lesið eitthvað eftir mig á þessu bloggi eða heimasíðunni minni þá skiptir þetta mig öllu máli og er nákvæmlega það sem mín pólitík snýst um, atvinna, verðmætasköpun, samfélag sem aðstoðar þegna sína þegar þörf er á. Bestu þakkir.
S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 23.2.2009 kl. 08:33
er ´etta brella talað talað talað en ekkert hefur verið gert - Atli Gíslason nú síðast og það af Alþingi en ekkert skeður - ferlega fúllt að láta menn komast upp með þetta og líka það að þeir fá að sprikla áfram með full réttindi sem "heiðarlegir" kaupsýslumenn
Jón Snæbjörnsson, 23.2.2009 kl. 09:51
Típýkst hjá öfgamanni eins og þér, Sigurður. Ef einhver er ekki sammála, eða heggur nær sannleikanum, þá er viðkomandi bannfærður, eins og þú ert það gera út af kommentinu hjá honum Eggert Vébj. En um leið og þú bannfærir hann fyrir orð eins og "Að bakka upp sjálfstæðisflokkinn og þá siðspillingu og glæpamennsku", þá sakar þú hann um válegt hugarástand og "Greinilegt að þú gengur ekki heill til skógar".
Og, ekki hef ég fordóma gagnvart Sjálfstæðismönnum, en ég hef hinsvegar fordóma gagnvart ósannindamönnum, spillingu, einkavinavæðingu og græðgi. Ef þið, sjálfstæðismenn fallið undir eitthvað af þessu, þá játa ég á mig sök um að sína fordóma í ykkar garð.
Góðar stundi !
Dexter Morgan, 23.2.2009 kl. 10:05
Sæll Sigurður, takk fyrir að reyna að halda málefnalegum standard hér á blogginu. Það er náttúrulega erfitt þar sem það er mikið af "óvönduðu" fólki hérna. Eins og einn góður maður sagði, allveg "illa vinstri grænt lið" (Valhús t.d.) hehe. Ég dáist að þér að reyna....við verðum að reyna geri ég ráð fyrir.
Það gefa sér allir sem staðreynd að það að Sjálfstæðisflokkurinn sem hefur stjórnað landinu af festu og ábyrgð í 18 ár séu glæpamenn. Það voru gerð mistök já, ansi víða í kerfinu. Það komu fram gallar í lagaumhverfi og kerfinu, bæði hér innanlands og ekki síst í evrópulöggjöfinni. Síðan er náttúrulega gjörningaveður í öllum heiminum og hver bankinn á fætur öðrum að fara á hliðina. Þetta er miklu stærra dæmi en svo að það sé hægt að kenna stjórnmálaflokk á íslandi um ófarirnar.
Löggjafavaldið er í höndum 63 þingmanna sem setja ráðherrum landsins sem fara með framkvæmdavaldið lagarammann. Þannig að það má sakast við ALLA þingmennina ef fólk vill leita að sökudólgi.
Óþolandi heift í "þessu vinstra liði" sem fær hljómgrunn þessa dagana og það er afar mikilvægt að rödd skynseminnar fái að hljóma. Ég held að sjálfstæðisstefnan hafi aldrei átt meiri hljómgrunn hjá mér en akkúrat núna og þegar umræðan fer á þetta plan held ég að sjálfstæðisflokkurinn muni ná vopnum sínum á ný því fólk er að fá ansi ónotalegt "flassbakk" til tíma vinstristjórnanna. Hver vika sem líður í þessari 80 daga stjórn mun bara auka þessa tilfinningu hjá ansi mörgum.
Að kenna Sjálfstæðisflokknum um ófarirnar er náttúrulega fárárnlegur málflutningur. Það þurfa allir að líta í sinn barm og horfa á hvað gerðist með svolítið vitrænum hætti. Margir óheppilegir samverkandi þættir áttu þarna hlut í máli.
kveðja,
Helgi Már
Helgi Már Bjarnason, 23.2.2009 kl. 10:27
Já ég var sammála þér Sigurður að mörgu leiti. Ég vil stjórnmálaafl sem stuðlar að atvinnu-verðmætasköpun-frelsi einstaklinganna en stendur jafnframt fyrir því að menn séu ábyrgir verka/gerða sinna og séu ábyrgir gagnvart öðrum bæði í lagalegu sem siðlegu tilliti.
Þarna fannst mér sjálfstæðisflokkurinn bregðast algjörlega og það þarf ekkert að vera í válegu hugarástandi til að gera sér grein fyrir þeirri siðspillingu og glæpamennsku sem hefur átt sér stað á undanförnum árum sbr. einkavinavæðingu - sérhagsmunagæslu og sofandahátt.
Kannski að þú sért öfgamaður eins og Dexter Moran ætlar.
Vonandi ekki.
En þar sem þú hefur áður komið inná það Sigurður að þú sért hlynntur sjálfstæðisstefnunni þá væri ágætt að fá það upp á borðið hver hún sé því því hefur ítrekað beðið um rök og rökræður hér á þræðinum hjá þér.
Hver er sjálfstæðisstefnan og hefur henni verið fylgt undanfarna 2 áratugi á valdatíma sjálfstæðisflokksins?
Eggert Vébjörnsson (IP-tala skráð) 23.2.2009 kl. 10:28
Ekkert skil ég í manni eins og Dexter Morgan. Hvers vegna er hann að tjá sig hér ef það er bara til að ljúga upp á undirritaðan. Aðferðir hans eru þær að kalla þann „öfgamann“ em er ekki honum sammála. Engan hef ég heldur „bannað“ að tjá sig hér. Leiðist bara sóðakjaftar sem hafa ekkert framað færa hér en bull og dónaskap.
Eggert Vébjörnsson, þú getur skoðað vefsíðu Sjálfstæðisflokksins til að fá upplýsingar um sjálfstæðisstefnuna. Ég myndi gjarna vilja spjalla við þig á rólegum nótum um stjórnmál, en er bara í vinnunni og kann illa við að láta verkefnin sitja á hakanum vegna áhugamála, er bara óbreyttur launamaður. Já, kannski er ég öfgamaður. Það er ekki mitt að dæma, þó ég kunni illa við uppnefnið.
S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 23.2.2009 kl. 11:50
Ég styð Atla fyllilega í baráttu hans fyrir að koma höndum yfir ránsfenginn. Til að gera slíkt verður að beita öllum tiltækum ráðum. Ég vil benda á að fólk er dæmt í fangelsi fyrir að gefa út tjékka fyrir þúsundkall meira en innistæða var fyrir. Sama verður þá að gilda gagnvart þeim sem létu þúsundir milljarða falla á þjóðarbúið. Látum refsinguna standa í réttu hlutfalli við glæpinn.
Héðinn Björnsson, 23.2.2009 kl. 12:28
Ég vona að þú sért sammála mér í því að allt svona þurfi að gerast með lögum. Ljóst verði að vera hvaða lög voru brotin, síðan sækja málið og dæma rétt eins og öll önnur sakamál.
S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 23.2.2009 kl. 13:04
Komið þið sæl; á ný !
Sigurður minn ! Þú getur ekki; siðferðilega né í annan máta, afgreitt málafylgju fólks, hér að ofan, sem eitthvert ofstæki - hvað þá þvætting eða heilaspuna.
Svo ég taki nú ekki; svo djúpt í árinni, sem tilefni er þó ærið til, er stjórnarforysta Sjálfstæðisflokksins mjög óhugnanleg, undanfarin tæp 18 ár, og hefir stórskaðað land okkar - fólk og fénað.
Því getur þú ekki; í móti mælt, Sigurður minn, og hafðu mín ráð - náðu sáttum, við skrifarana, allmarga; hér að ofan, og biddu þá afsökunar, á skelfilegum vinnubrögðum þíns fólks, á stjórnarháttum tæpra 2 síðustu áratuga.
Stundum; verðum við að viðurkenna villur vega okkar, Sigurður minn, og er engum manni minnkun að, að gangast við slíkum mistökum. Þú ert þar ekki; öðrum undanskilinn.
Yrði sæmd þín; sem vegur annar, þér, að miklu happi, þá frá liði, í tímans rás.
Með beztu kveðjum; sem fyrr /
Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 23.2.2009 kl. 13:26
Ertu allundarlegur maður Óskar. Dálítiðöfugsnúið að fara fram á það að biðja þá sem hingað hafa inn ráðist með óbótaskömmum afsökunar. Að ég eigi að ná sáttum við þá sem hér hafa gert mér upp skoðani, uppnefnt mig og fleira miður geðfellt.
Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið í stjórn síðustu tvo áratugi. Forystumenn flokksins hafa yfirleitt sinn starfi sínu af mikilli kostgæfni og staðið sig almennt vel. Auðvitað hafa verið gerð mistök en þvílíkur barnaskapur og heimska að kenna þeim um bankahrunið.
Það er ekki mikilfenglegt ef sæmd mín og farsæld byggist á því að bera ljúgvitni. Ég er bara langt í frá sammála þér og þessu fólki. Sættu þig við það.
Óskar, staðreyndin er sú að ég hef skoðanir. Umburðalyndi þeirra sem hingað hafa skotist inn gegn skoðunum mínum er ótrúlega lítið. Eini tilgangurinn með athugasemdunum hef verið sá að hrauna yfir mann með lygum og staðleysum. Ég skulda þessu fólki ekkert og mun áfram viðra skoðanir mínar hvort sem þér eða öðrum líkar betur eða ver.
Lifðu heill.
S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 23.2.2009 kl. 14:01
"Það voru gerð mistök já, ansi víða í kerfinu."
Það er nú frekar þreytt Helgi Már að tala um mistök þegar spilling og einkavinavæðing er annars vegar...voru þetta kannski allt saman bara "tæknileg mistök"?
Georg P Sveinbjörnsson, 23.2.2009 kl. 14:09
tilvitnun í þig "Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið í stjórn síðustu tvo áratugi. Forystumenn flokksins hafa yfirleitt sinn starfi sínu af mikilli kostgæfni og staðið sig almennt vel. Auðvitað hafa verið gerð mistök en þvílíkur barnaskapur og heimska að kenna þeim um bankahrunið." tilvitnun endar
---------------------------------------------------------------------------------------------
Barnaskapur og heimska segir þú Sigurður að kenna þeim um bankahrunið.
Þar sem þú auglýsir eftir málefnalegri umræðu þá væri kannski að ég týndi
fram hérna nokkrar staðreyndir sem tengjast beint bankahruninu svo og því hversu
stórfellt það var.
1. Kvótakerfið: Með frjálsri sölu og leigu á kvóta og veðsetningu þessutan þá voru búnir
til pappírspeningar eða eins og HHG myndi orða það. Dautt fé virkjað.
Þessir ímynduðu verðmæti hafa verið notuð til að búa til veðheimildir og dæla fé inn í
fjármálastofnanir/hagkerfið.
2. Einkavæðingin eða svokölluð einkavinavæðing eins og ég og fleiri vilja kalla hana.
Valdir gæðingar í sjálfstæðisflokki og framsókn svo við gleymum ekki þeirra hlut fengu
bankana fyrir lítið sem ekkert og þarf trúlega ekkert að útskýra það neitt frekar fyrir þér.
Síðan hafa þeir haft frjálsar hendur til að leika sér á kostnað almennings.
3. Niðurfelling þjóðhagsstofnunar - Hmmm hver sá um þann gerning Sigurður.
4. Lækkun á bindiskyldu bankanna og reglur almennt rýmkaðar svo þessir gaurar gætu sukkað svolítið
meir með peninga. - Eru það mistök?
5. Ríkisstjórn og FME fékk ítrekaðar aðvaranir um stöðu mála og í hvað stefndi.
Þær voru jafnóðum hundsaðar - Eru það mistök Sigurður.
Svona í framhaldi af þessu > er það barnaskapur og heimska að álykta sem svo að þeir beri ábyrgð á því hvernig fór og hversu alvarleg staðan er í dag???? Því þarna var ekki um einhver gáleysisleg einstök mistök að ræða.
Þetta var markviss vinna og ásetningur af hendi sjálfstæðisflokksins að koma málum í þann farveg sem þau fóru í, og endaði með þessu líka skelfilega hruni hér á landi.
Nú þætti mér gott ef þú tækir þessi atriði fyrir hvert og eitt svona málefnalega því þú virðist ítreka hvað eftir annað að þú viljir málefnalega umræðu og myndir finna einhvern veikan flöt á þeim.
Eggert Vébjörnsson (IP-tala skráð) 23.2.2009 kl. 14:48
Eggert Vébjörnsson, þú vildir svör, hér eru þau. Farðu svo að vinna, ég hef ekki tíma til að skattyrðast við þig, enda er ég bara launamaður, þarf að standa skil á vinnutíma mínum, veit ekki hvernig þú ferð að.
1. Kvótakerfið tengist ekki bankahruninu, hvorki hér á landi né erlendis.
2. Ríkisendurskoðun fór nákvæmlega yfir sölu bankanna, gerði minniháttar athugasemdir. í skýrslunni segir meðan annars: „Með sölu á hlutafé í Landsbanka Íslands hf. 1998 og 1999 náðu stjórnvöld fram þeim meginmarkmiðum sínum frá 1998 að dreifa eignaraðild og styrkja hlutabréfamarkaðinn.“ Hvað síðar gerðist og hvernig þetta lið sem eignaðist bankann fór með eign sína er ekki hægt að kenna Sjálfstæðisflokknum né öðrum flokkum um. Sjá nánar skýrslu Ríkisendurskoðunar um einkavæðingu á árinum 1998 til 2003. Þeir sem buðu best fengu bankana, verðið var auk þess gott.
3. Bankahrunið kemur ekkert þeirri staðreynd við að Þjóðhagsstofnun var lögð af. Verkefni hennar voru þá þegar unnin víða innan stjórnkerfisins og því sáralítið gagn af henni.
4. Tilgangurinn með bindiskyldunni var að takmarka útþenslu banka, draga úr útlánum. Gallinn við þetta er hins vegar sá að bankarnir gátu fengið nær ótakmarkað lánsfé erlendis frá og takmarkanir bindiskyldunnar voru litlar sem engar. Hagfræðingar hafa deilt um gildi bindiskyldunnar, en þó sammála þó um að hún hafi ekki haft nein áhrif á bankakreppuna eða aðdraganda hennar.
5. Ég sá ekki hvert stefndi og fjöldi hagfræðinga deildi harkalega um stefnur. Vissulega hefur það sýnt sig að sumir voru nærri sannleikanum. Hins vegar eru flestir á einu máli um að bankakreppan kom mjög á óvart hér á landi.
Allar þessar „staðreyndir“ eru gamalkunnugar tuggur. Þær hafa verið marghraktar en aftur og aftur skýtur þeim upp af því að sumum finnst svo gott að trúa og það er svo erfitt að safna upplýsingum og hugsa sjálfstætt. Þær skipta engu máli
Af hverju kemurðu ekki með „staðreyndir“ sem skipta máli? Af hverju datt þér ekki í hug að spyrja um gjaldeyrisvaraforða Seðlabankans? Held að það hefði hjálpað mikið í bankakreppunni hefði ríkisstjórnin tryggt hann. Af hverju spyrðu ekki um stöðu bandaríkjastjórnar gagnvart láni til Íslands? Staðreyndin er sú að margt hefði verið hægt að gera, sérstaklega þegar horft er til baka.
Lifðu svo heill. Má ekki vera að þessu lengur.
S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 23.2.2009 kl. 15:33
Ég er í vinnu þó svo ég sé í fríi í dag.
Hef aldrei verið án vinnu eða þurft að þiggja atvinnuleysisbætur.
Spurning hvort að það breytist eftir afrek sjálfstæðisflokksins.
1. Kvótakerfið kemur því víst við hversu alvarlegt hrunið er hér á landi.
Þegar eitt ræfils þorsktonn er komið uppí 3-4 miljónir í viðskiptum milli manna og er þessutan veðhæft þá var dælt inn peningum erlendis frá út á þessi "pappírsverðmæti". Þetta vita þeir sem hugsa sjálfstætt en láta ekki mata sig. Legg til að þú kynnir þér málið.
2. Ríkisendurskoðun hefur haft þann stimpil á sér að vera málpípa sjálfstæðisflokksins enda eru þeir búnir að koma sínum mönnum að víðast hvar í stjórnkerfinu á síðastliðnum 2 áratugum. Þetta vita þeir sem hugsa sjálfstætt.
3. DO þótt þjóðhagstofnun vera með óæskilegi og óhentuga gagnrýni á efnahagsstjórnina etc. og var lögð niður í framhaldi af því.
Þetta vita þeir sem að fylgdust með og hugsa sjálfstætt.
4. Bindiskyldan hafði sín áhrif þó svo að hagfræðingar sjálfstæðisflokksins rembist eins og rjúpan við staurinn að sverja fyrir það. Þeir hagfræðingar sem hugsa sjálfstætt komast reyndar að annarri niðurstöðu.
5. Það voru margir sem sáu hvert stefndi og höfðu orð á því fyrir löngu síðan. Meira segja til skýrslur þar um þar sem ítrekað var varað við hvert stefni. Kannksi sást þú það ekki fyrir en ráðherrar og þingmenn eru í fullri vinnu við að hugsa og pæla í þessum hlutum. Það var þeirra að sjá þetta fyrir og það var búið að benda þeim á þetta en þeir kusu að leiða það hjá sér. Það þurfi þessutan enga fræðinga til að sjá hversu glórulaust þetta var. Ég er enginn viðskipta/hagfræðingur en ég gerði mér grein fyrir að eitthvað mikið var að þegar fyrirtæki hækkuðu um miljarða dag frá degi án þess að um einhverja raunverulega verðmætasköpun væri að ræða. Þeir sem að hugsa sjálfstætt geta yfirleitt beitt fyrir sig heilbrigðri skynsemi þó svo að þeir séu engir fræðingar.
6. Þessutan gleymdi ég að minnast á lækkun fjármagnstekjuskattsins svo eitt atriði bætist við. Hvað með það.
Að halda því fram að þetta séu einhverjar tuggur ber vott um röklausan og fjarstæðukenndan málflutning. Þessi atriði ættu ekki að hafa farið framhjá þér ef þú hefur verið hér á landi undanfarin ár eða ertu í svo hrikalegri afneitun gagnvart þeirri siðspillingu og glæpamennsku sem hefur átt sér stað að þú þorir ekki að horfast í augu við sannleikann.
Eggert Vébjörnsson (IP-tala skráð) 23.2.2009 kl. 16:27
Ég ítreka bara fyrra svar mitt. Fjámagnstekjuskatturinn skiptir engu varðandi bankahrunið.
Sendi þér mínar bestu kveðjur. Vona að þú látir ekki skoðanaágreining við vitleysing eins og mig koma þér út jafnvægi.
S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 23.2.2009 kl. 17:01
Úff þvílík vitleysa. Eru virkilega allir í sjálfstæðisflokknum eða Vinstri grænir bara góðir eða vondir? Ekkert þarna á milli og annað hvort er maður bara með eða á móti. Þarf að nafngreina Atla og ná sér niður á honum eða þessa útherjarvíkingum?
Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 23.2.2009 kl. 17:17
Ein spurning til þín Sigurður frá einum sem ekkert er tengdur neinu stjórnmálaafli en telst þó hægri maður vegna skoðana minna.
Hvernig getur þú ætlast til þess að þessir menn séu sóttir til saka samkvæmt lögum þegar að sjálfstæðisflokkurinn sá til þess að enginn refsilög voru til við svona gjörningum sem þessir auðmenn eru sekir af? Auðvitað sáu þeir til þess að allur gjörningur þessara manna væri löglegur þannig að það sé hægt að tala svona eins og þú gerir þegar að þú segir að þetta verði að vera gert samkvæmt lögum
Það sem verður að gera er að setja lög sem virka afturvirkt til þess að hægt sé að ná í ránsfenginn til landsins aftur. Það verður hins vegar ekki hægt nema að til komi samstarf við aðrar þjóðir sem eiga við svipaðan vanda að etja. Ekki þýðir að lyfta bankaleynd í smáríkjum sem geyma auðævin nema með þrýsting margra þjóða.
Pétur Kristinsson, 23.2.2009 kl. 18:21
Hér segir þú á vefsíðu þinni.
"Jafnframt er það skoðun Sjálfstæðisflokksins að hvetja til einkarekstrar, draga eins og mögulegt úr atvinnurekstri hins opinbera. Ástæðan er einfaldlega sú að rekstur einstaklinga er skilvirkari en ríkisins og slíkur atvinnurekstur byggi upp traustara atvinnulíf."
Finnst þér sjálfstæðisflokknum hafa tekist vel upp í sinni valdatíð? Þeir voru við völd í 19 ár og hvernig er atvinnulíf landsins og hagkerfið? Ekki þýðir að kenna flokkunum sem voru með sjálfstæðisflokknum við völd enda voru þeir einungis þriðjungur af atkvæðavægi stjórnarmeirihlutans í hvert skipti. Fannst þér einkareknu bankarnir reknir betur og með minni spillingu en gömlu ríkisreknu bankarnir? Allavega tapaði ég ekki neinu sparifé meðan að ríkið rak gömlu bankana.
Þú mátt hafa þínar skoðanir fyrir mér en framhjá staðreyndum verður ekki litið. Það er samdóma álit allra óháðra sérfræðinga að okkar hagkerfi hefði strandað þótt að alþjóðakreppan hefði ekki komið til. Ástæðan er að menn treystu fjárglæframönnum í blindni og trúðu á þessa stefnu sem nú hefur beðið skipbrot eins og við finnum öll fyrir.
Pétur Kristinsson, 23.2.2009 kl. 18:31
Komið þið sæl; enn, sem fyrr !
Sigurður minn ! Jú; vafalítið, má ég undarlegur teljast, hvar ég er, með annan fótinn, aftur á miðöldum; huglægt, en það breytir ekki þeim ískalda veruleika, sem Íslendingar búa nú við, og vel að merkja - án tillits, til skoðana minna, þinna eða annarra, á því hversu komið er málum, og frjálshyggju öflin hafa af sér leitt, líkt og kommúnisminn niðursló þjóðir Austur- Evrópu, á sínum tíma, sem við öll vitum.
Vel má vera; að skrifarar ýmsir, hér að ofan, misstigi sig, á vegum kurteisinnar, en það hefi ég einnig mátt þola, á minni síðu, enda,.... margt látið flakka, í hita leiks, oftsinnis.
Tökum það; að minnsta kosti ekki, inn á okkur, Sigurður minn.
Gerum okkur grein fyrir því; hversu margir hafa tapað eigum sínum, sem sæmd og sálarheill, þó svo ekki hafi verið, beinir þátttakendur, í Hrunadansi hins miskunnarlausa kapítalisma, undanfarin ár, sem misseri, hérlendis, sem víða ytra, einnig.
Með beztu kveðjum; sem oftar, og fyrri /
Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 23.2.2009 kl. 20:37
Þakka fyrir innlitið, Pétur Kristinsson. Um margt er ég sammála þér en forsendur fyrir öðru hjá þér eru skrýtnar.
Fyrsta spurningin þín og sem þú svarar strax á eftir er aldeilis rakalaust. Hef aldrei heyrt nokkurn mann halda þessu fram. Þetta er álíka og að kenna Sjálfstæðisflokknum um snjókomuna í síðustu viku.
Dettur þér virkilega í hug að það séu einhverjir ljótir kallar á Alþingi sem eru að berjast fyrir glæpum? Þetta er of mikil samsæriskenning til að ég geti samþykkt hana.
Hvað varðar aðra spurningu þína þá tel ég að Sjálfstæðisflokknum hafi tekist vel til. Ég held að umhverfi atvinnurekstrar á Íslandi sé mun betra en það var fyrir tuttugu árum, hverjum sem er um að þakka. Skattar á atvinnurekstur hafa til dæmis lækkað og það hefur verið hvatning til verðmætasköpunar. Hvar heldurðu til dæmis að Marel eða Össur væru annars? Ég fullyrði að bæði þessi fyrirtæki og fjöldinn allur annar væru komin út úr landinu með höfustöðvar sínar og rekstur. Það er nefnilega gríðarleg samkeppni milli landa um fyrirtækin. Stór fyrirtæki hér á landi fá oft á ári tilboð frá írskum stjórnvöldum, skoskum o.sfrv. um að flytjast til þessara landa og þau borga kostnaðinn við flutninginn. Skoðaðu bara vefsíður sem byrja á www.uktradeinvest.gov.uk/.
Hvers vegna hrundu svo bankarnir? Var það vegna Sjálfstæðisflokksins, efnahagsástandsins eða urðu þeir uppiskroppa með erlendar lánalínur til að reka sig?
Sjálfstæðisflokkurinn ber enga ábyrgð á rekstri einkabankanna, kom þar hvergi nærri. Þeir hefðu fyrr eða síðar farið á hausinn vegna þess að þeir lifðu á lánum og framlengdum lánum.
Svo má alltaf spyrja sig hvort menn vilji fá ríkisreknu bankana til baka þar sem allt moraði í pólitískum fyrirgreiðslum og bankastjórarnir og bankaráð voru tilnefnd af þingmönnum. Nei, þú tapaðir ekki sparifé þínu á bönkunum, en bankarnir töpuðu stórfé í vafasömum útlánum og eldri kynslóðir en mín þurfti ekki að greiða upp húsnæðislánin sín, verðbólgan át þau upp.
Nei, einkabankarnir voru einfaldlega illa reknir. Þeir sem að þeim stóðu voru og eru fjárglæframenn. Þeir hrundu vegna alþjóðlegu bankakreppunnar. Ruglaðu bara ekki saman hagkerfi og bankakerfi. Hagkerfið er enn í gangi þótt bankarnir hafi hrunið.
Sammála þér í niðurlagi athugasemda þinna. Eiginlega veit ég ekki hvort ég sé í aðra röndina feginn því að bankarnir hrundu vegna þess að síðan hefur öllum orðið ljóst hvílíkt spillingabæli þeir voru. Hafi þeir ekki hrunið væru þessi menn enn dílandi um allt þjóðfélagið og héldu áfram eyðileggingastarfi sínu á íslensku atvinnulífi.
S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 23.2.2009 kl. 21:05
Ergo!
Ástæðuna er ekki að finna í kvótakerfinu að neinu leiti.
Ástæðuna er ekki að finna í einkavæðingunni.
Ástæðuna er ekki að finna í niðufellingu þjóðhagstofu og handónýtu eftirliti sbr. FME og Seðlabankann.
Ástæðuna er ekki að finna í lækkun bindiskyldu.
Ástæðuna er ekki að finna í lækkun fjármagsntekjuskatts.
Ástæðuna er ekki að finna hjá ríkisstjórn og ríkisstofnunum.
HVAR er ástæðuna að finna spyr ég þig Sigurður!!!
Eitt er að hafa skoðanir og viðra þær. Hitt er að líta framhjá staðreyndum og vera með helbert endemis rugl og kalla það skoðanir.
Er ástæðuna að finna í gangi himintungla kannski????!!
Eggert Vébjörnsson (IP-tala skráð) 23.2.2009 kl. 21:11
Sæll aftur Óskar. Því oftar sem þú lítur hingað inn því meir kann ég að meta þig. Þú ert samt allundarlegur maður og meina ég það í góðu. Ritar fornlensku að nokkru leyti, ert kumpánlegur og ófyrirséður. Það er skemmtilegur eiginleiki.
Nei, ég vil ekki taka inn á mig drullumakerí sem ég á ekki skilið. Sæmt hvers manns býr í hjarta hans. Þeir sem leyfa sér að hrauna yfir ókunnuga myndu örugglega ræða málin á annan hátt við þá sem þeir þekkja eða eru þeim nákunnugir.
Mér tekst ekki alltaf að vera jafnkurteis og ég vildi en drottinn minn. Þvílík leiðindi eru oft að lesa athugasemdir við bloggið.
Kapítalisminn getur vissulega verið miskunarlaus. Ég þekki það vel á eigin skinni. Hins vegar kýs ég hann frekar en stjórnkerfi sem byggir á geðþóttaákvörðunum misviturs stjórnvalds. Því öll erum við misvitur og kunnuglega hljóma þau orð að vald geti spillt og alvald gjörspillt.
Í fullri einlægni þá trúi ég á lýðræðið, og ég vil byggja landið á lögum og reglum þar sem allir menn eru jafnir.
Blessaður ævinlega.
S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 23.2.2009 kl. 21:12
Eggert, þú getur ekki valið þér ástæður eftir því hvernig þær hljóma.
Bankarnir hrundu vegna þess að rekstur þeirra byggði á sandi, tekjur þeirra byggðustu á að framlengja lán sem þeir fengu erlendis frá. Hagnaðinn notuðu bankarnir í vafasöm útlán, eigendur þeirra hygluðu sjálfum sér og fjárfestingar þeirra voru lélegar. Þegar lánalínur þeirra þornuðu upp, var komin efnahagskreppa í Bandaríkjunum og Evrópu og markaðsvirði fjárfestinga íslensku bankanna höfðu lækkað gríðarlega. Niðurstaðan var sú að þeir gátu ekki rekið sig, skuldirnar voru orðnar meiri en eignirnar. Þetta er skýringin í stuttu máli.
Svo er það hitt, hvort þjóðin hefði getað búið sig undir þessa kreppu. Það hefði nú verið miklu betra ef gjaldeyrisvarasjóður þjóðarinna hefði verið miklu stærri. Gott hefði verið ef stjórnvöld hefðu sett Landsbankanum stólinn fyrir dyrnar og sett sem skilyrði að starfsemi hans í Bretlandi og Hollandi væri sett undir þarlendan banka. Sama gildir með Kaupþing. Best hefði verið ef við hefðum haft öflugri gjaldmiðil. Svo getum við gagnrýnt einstaka ráðherra fyrir skort á dugnaði, sumir þeirra hefðu hreinlega ekki átt að halda starfinu.
Ég geri mér grein fyrir því að þetta er ekki einhlít skýring en hún er að minnsta kosti nær lagi. Margt, margt fleira kemur til. Sjálfstæðisflokkurinn á vissulega sök í þessu máli. Bankarnir hrundu á hans vakt, það er mér nóg. Þá hluti ræði ég við Geri H. Haarde á kl. 8:15 á miðvikudagsmorguninn en þá verður hann hér með fund. Þetta mun ég líka ræða á landsfundi Sjálfstæðisflokksins þann 26. mars nk. Ég er ekki sáttur og þannig er ástatt um þúsundir annarra Sjálfstæðismanna. Við viljum svör.
Nú eru að koma kosningar. Ég er þeirrar skoðunar og hef haldið því fram opinberlega að skipta eigi út 75% af núverandi þingmönnum flokksins. Fjöldi fólks getur komið í staðinn, mjög frambærilegt og gott fólk. Staðreyndin er sú að það var ekki Sjálfstæðisstefnan sem brást heldur þeir sem stóðu vaktinu.
Ég vona, Eggert Vébjörnsson, að þú sættir þig við þetta svar sem er lokaorð mín við þig undir þessu bloggi um hann Atla lögmann. Að sjálfsögðu er þér velkomið að hnýta í mig hvar og hvenær sem er. Látum þetta hins vegar duga hér.
S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 23.2.2009 kl. 21:31
Þessar umræður eru nú komnar út og suður og s.s. ekkert við því að segja. Nema, ef þú, Sigurður, finnst eitthvað athugavert við komment sem hér eru skrifuð, og finnst þær höggva nærri þér, þá er það upphaf skrifa minna um innleggið hjá þér. Það gerir þú honum Atla Gíslasyni, þeim mæta manni, það upp að hann sé að stofna til æsinga. Svo það má kannski segja að andskotinn hafi hitt ömmu sína. Ef þú þolir ekki svona "smá" gagnrýni á þín skrif, þá skalt þú ekki skrifa svona um aðra.
Og líka til að vera viss; þá erum við örggulega að tala um viðtalið við Atla í Silfrinu í gær, ekki satt. Ég tók mig nú til að hlustaði á þetta aftur, hérna á vef RUV. Ég bara verð að biðja þig að hluta á það aftur, og enda þetta svo með að biðjast afsökunar á að hafa hlaupið á þig.
Annars verð ég að standa við þau komment sem ég hefi áður lagt inn.... og hvetja þig til að fara til heyrnalæknis, í það minnsta.
Dexter Morgan, 23.2.2009 kl. 21:57
"Dettur þér virkilega í hug að það séu einhverjir ljótir kallar á Alþingi sem eru að berjast fyrir glæpum? Þetta er of mikil samsæriskenning til að ég geti samþykkt hana."
Þú hafnar því semsagt að til séu spilltir alþingismenn á Íslandi og/eða í vasa auðmanna? .....það væri þá fyrsta landið þar sem svo háttaði til.
Georg P Sveinbjörnsson, 24.2.2009 kl. 02:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.