Persónukjör er fráleitt gallalaust
17.2.2009 | 16:59
Eflaust má sjá kosti í því að leyfa kjósendum að ráða eins og það er orðað. Hins vegar er þörf á því að fjalla gaumgæfilega um svona mál áður en hlaupið er til breytinga á kosningalöggjöfinni. Bráðnauðsynlegt er að gaumgæfa allar hliðar málsins. Það hefur hins vegar ekki verið gert.
Persónukjör er flott orð, þrungið merkingu og tilfinningum. Margir ráða sér ekki. Tala um lýðræði, lýðræðishalla og svo framvegis, hreinlega elska þessi orð og frasa en botna ekkert í vandamálunum við framkvæmdina.
Vandamálið við persónukjör eins og rætt er um í fréttinni er að lagðar eru auknar skyldur á kjósendur. Fjölmargir vilja ekki raða á lista, aðrir geta ekki raðað, jafvel þó þeir vilji. Ótaldir eru þeir sem taka ákvörðun í kjörklefanum. Á að gera þeim erfitt fyrir? Þarf fólk að hafa nöfn á takteiknum, jafnvel lista.
Munum að vandinn við svona persónukjör býður hreinlega upp á nokkuð sem má kalla lýðræðisónæði, einfaldlega þá staðreynd að kjósandinn þarf að vera nokkuð vel að sér til að geta kosið, jafnvel þvert gegn vilja sínum. gætum að því að til er fólk sem hefur ekki áhuga á stjórnmálum eða samfélagsmálum en gæti þó hugsað sér að kjósa.
Væri ég í framboði þá er tilgangurinn sá að ná árangri, komast á þing eða í sveitarstjórn. Aðrir vilja hvorugt, en gætu alveg hugsað sér að vera baksveitinni, til taks ef á þarf að halda. Á kjósandinn þessu tilviki að þurf að leggja á minnið persónulegar óskir fjölda fólks?
Minnkar eða eykur svona persónukjör hættuna á auðum og ógildum? dregur svona persónukjör úr áhuga fólks að kjósa?
Málið er bara ekki eins flott og borðliggjandi eins og ætla mætti.
Persónukjör í kosningunum? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
víðast er það þannig, þar sem persónukjör er í boði, að fólk hefur val um hvort það velji einstaklinga eða flokk. kjósi menn flokkinn gildir sú uppstilling sem flokkurinn leggur fram.
Brjánn Guðjónsson, 17.2.2009 kl. 17:08
í Danmörku er það þannig að þú velur milli að kjósa flokk eða persónu og síðan ráða persónuleg atkvæði röðun innan listans.
Héðinn Björnsson, 17.2.2009 kl. 17:15
Sammála þér Sigurður. Það er líka ákveðinn lýðræðishalli í því að auðveldara er fyrir ríka einstaklinga að kynna sig en þá efnaminni.
Gunnar Th. Gunnarsson, 17.2.2009 kl. 17:18
Það er verið að bjóða upp á meira lýðskrum með þessu. Við eigum eftir að sjá ansi marga bjóða sig fram og lofa ansi miklu á kostnað skattgreiðenda.
Það er ætti frekar að fara í það kerfi að þeir sem ekki eiga eignir fá ekki að kjósa. Óþolandi að fólk sem ekkert á sé að kjósa fulltrúa sína í þing sem berjast svo fyrir því að taka af þeim sem skapa verðmæti og eða eiga verðmæti og láta þá sem engu nenna eða geta fá.
Landið (IP-tala skráð) 17.2.2009 kl. 17:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.