Erlend mynttrygging lána að drepa markaðinn
16.2.2009 | 09:46
Hvers vegna er alkul í bílasölu? Ástæðan er einföld. Höfuðstóll bílalána með mynttryggingu af einhverju tagi kominn upp fyrir öll þök og skynsemi, höfuðstóll lánanna hefur jafnvel tvöfaldast.
Auðvitað ekkert vit í þessu, hvorki fyrir lánveitendur né lántaka svo ekki sé talað um tryggingafélög. Það er auðvitað ekkert vit heldur í því t.d. að greiða vexti af láni sem er orðið fjórar milljónir króna sem einu sinni, fyrir nokkrum mánuðum voru tvær milljónir. Eigið fé í bíl er í þokkabót farið til fjandans í mörgum tilfellum .
Í upphafi var þessi leikur" sem svo má nefna, byggður upp á því að lántakendur gætu sparað einhverjar krónur á því að taka áhættu með gengistryggðum lánum. Flestir gerðu sér auðvitað grein fyrir því að það gæti farið á verri veg. Engan grunaði að þessi verri vegur væri lóðbeint niður.
Hins vegar er þetta fyrir löngu hætt að vera leikur" og orðin eiginleg gildra eða ánauð. Hvers vegna? Jú, komi eitthvað fyrir ökutækið þá er eigandinn og ábyrgðarmaðurin komin í óskapleg vandræði vandræði.
Vandi kröfueiganda mun án efa vaxa þar sem tölfræðin segir að ákveðið hlutfall lántakenda munu lenda í tjóni með bíla sína og fjöldi þeirra þeirra mun eiga mjög erfitt með að greiða upp "eftirstöðvar" eftir að trygginafyrirtækið hefur greitt bílinn.
Sá sem lendir í altjóni með bíl sem er með myntláni og það er komið hátt yfir markaðsvirði bílsins situr uppi bíllaus með skuld. Svo einfalt er það.
Eftirstöðvar hafa með þessu fengið nýja merkinu því það sem eftir er" vex í öfugu hlutfalli við raunafskriftir bílsins.
Af öllu þessu leiðir að viðskipti með bíla hafa dregist saman. Útilokað er að selja yfirveðsettan bíl, altjón veldur því að fólk kaupir sér notaðan, ódýran bíl, bílafloti landsmanna eldist.
Allir tapa. Aðstæðurnar eru afar slæmar, ekki bara fyrir skuldara heldur einnig fyrir bílaumboðin, bílasölur og síðast en ekki síst fyrir fyrirtækin sem sérhæfa sig í bílalánum.
Aðvitað á þessi lýsing einnig við fasteignir sem á hvíla myntlán, vandinn þar er miklu meiri. Samanlagt ætti að vera ljóst að þeir sem hafa atvinnu sína af kaup og sölu á ökutækjum og fasteignum sem og viðhaldi þeirra sjá sæng sína útbreidda.
Alkul í bílasölu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.