Kratarnir kunna bakstunguna

Þaðer ekki fallegur leikur sem þeir kratarnir iðka, stinga formann sinn í bakið hvenær sem færi gefst. Nýlundan er hins vegar sú að nú er það fyrrum formaður Alþýðuflokksins sem grípur til kutans og rekur hann svo langt sem hann drífur og snýr.

Jón Baldvin var kallinn í brúnni sem fiskaði ekki. Þrátt fyrir miklar gáfur, enn meiri mælsku og gríðarlega þörf fyrir kastljósið vildi svo einkennilega til að kjósendum hugnaðist hann aldrei, framboðið var einfaldlega óþægilega meira en eftirspurnin. Líklega glaðnaði eitthvað yfir vinsælum hans eftir að hann kom úr áralangri útlegð á vegum skattborgaranna. Þá voru komnar nýjar kynslóðir og margir dáðu hann og elskuðu fyrir það sem haldið var að hann væri.

Og Jón Baldvin kann bakstunguna, hann hefur iðkað hana áður. Skyldi kallinn hafa erindi sem erfiði af þessari yfirlýsingu sinni? Varla ...


mbl.is Jón vill að Ingibjörg víki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Ef leita skal eftir þeim sem bera ábyrgð á bankahruninu, þá verður að teljast að þar beri kannski JBH hvað stærstan hlut. JBH barðist fyrir inngöngu okkar í EES og náði því og kallaði það eins og frægt er að við hefðum "fengið allt fyrir ekkert" . Íslensku einkabankarnir störfuðu eftir reglum sem sami JBH fékk festar í sessi með inngöngu okkar í EES.

Svo kemur hann fram nú eins og hvítþveginn engill sem ekkert illt leiddi yfir þessa þjóð. JBH barðist einnig fyrir stofnun Samfylkingarinnar og þannig ber auðvitað Samfylkingin ábyrgð á regluverkinu sem bankarnir störfuðu eftir. Augljóst er að JBH treystir á það að kjósendur hafi gullfiskaminni, en svo er ekki með öll okkar. Við munum einnig eftir ýmsum subbuskap JBH í meðferð almannafjár og veisluhöldum fyrir flokksholla menn sína sem og eiginkonunnar.

Ég held að ég afþakki frekari þjónustu JBH fyrir almenning. Hann hefur kostað þessa þjóð nóg nú þegar.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 14.2.2009 kl. 18:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband