Samfylking og VG = Alþýðuflokkur og Alþýðubandalag
14.2.2009 | 12:50
Þetta fólk gat ekki búið saman í Alþýðuflokki eða Alþýðubandalagi. Það gat ekki sameinast um einn vinstri flokk og þess vegna varð Samfylkingin og Vinstri grænir til.
Þarna var fyrst og fremst um að ræða nafnabreytingar rétt eins og samviskulaus kapítalisti stofnar nýtt fyrirtæki þegar orðspor annars hefur farið fjandans til.
En hvað hefur breyst? Sárafátt. Jón Baldvin vokir enn yfir krötum og Ólafur Ragnar er allt um kring.
Ekki sér fyrir endan á áratugalangri þrautagöngu vinstri manna. Hamingja þeirra virðist þó fólgin í einhvers konar samstarfi, ef ekki sameiningu á má treysta á einhvers konar samband í stjórn eða stjórnarandstöðu.
Ástæða er til að hvetja vinstri menn til áframhaldandi sameiningartilraunar. Fyrst ekki var hægt að sameina Alþýðuflokkinn og Alþýðubandalagið þá hlýtur að vera hægt að sameina Samfylkinguna og Vinstri græna. Eða hvað?
Fyrir alla muni myndið kosningabandalag, lofið stjórnarsamstarfi fyrir næstu kosningar, búið til stjórnarsáttmála og farið á rauðu ljósi um allt land. Kjósendur eiga að sjálfsögðu rétt á að vita hvað bíður þeirra.
Ekki verið samið um framhald | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.