Bréfið sem breytti skoðun Eiríks Guðnasonar

Mér er sagt að eftirfarandi bréf hafi farið frá forsætisráðuneytinu til Eiríks Guðnasonar og Davíðs Oddssonar laugardaginn 9. febrúar sl.:

Kæri Seðlabankastjóri

Þolinmæði minni eru takmörk sett. Ég er næsti yfirmaður ykkar og sem slíkur hef ég beðið ykkur um að hætta í Seðlabankanum. Um ástæðuna vísa ég í fyrra bréf mitt.

Eiríkur minn. Sorrí, en þú þarft líka að hætta. Ef þú gerir það þá skal ég útvega þér vel launuð sérfræðistörf við eitthvað sennilegt. Þú geldur þess að vinna með Davíð. Svona er þetta bara.

Þetta er síðasta ítrekunin. Ef þið segið ekki af ykkur þá er vel hugsanlegt að ég sendi Hörð Torfason og allt hans hyski í Seðlabankann og þar mun hann búsáhaldabylta eins og hann lifandi getur. Sturla Jónsson mun líka mæta með lúðurinn sinn.

Fái ég ekki afsagnarbréf fyrir miðvikudagskvöld getur vel verið að Hörður, Sturla og anarkistaliðið mæti heim til ykkar. Ég þarf ekki nema að nefna þetta við þá félaga. Þeir gera allt fyrir mig. Hver veit nema þeir verði þá með hafnaboltakylfur í höndunum í stað búsáhalda og þokulúðra.

Ef þið farið ekki að vilja mínum veit ég að Fjármálaeftirlitið, Ríkisskattstjóri, Skattrannsóknarstjóri, Hafrannsóknarstofnun, Íslensk erfðagreining og fleiri stofnanir og fyrirtæki munu taka upp rannsóknir á athöfnum ykkar, eðli og erfðum. Þá skal allt uppi á borðinu og tali ég ekki nógu skýrt þá bíðið bara - ef þið þorið.

Virðingarfyllst, hennar heilagleiki forsætisráðherrann

Undirritaður hefur samþykkt ofangreindan texta, hans hátign, fjármálaráðherra, lanbúnaðar- og sjávarútvegsmálaráðherra, formaður VG:


mbl.is Eiríkur hættir í júní
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ólafur Vilhjálmsson

Sjálfstæðismenn í ráðaneytinu hafa hafa skrifað það í nafni Jóhönnu þeir fá hvort er alla tölvupósta og öll samskipti við ráðaneytið leyna þeim fyrir ráðherranum, þetta er góð stjórnsýsla.

Jón Ólafur Vilhjálmsson, 11.2.2009 kl. 13:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband