Hreinsanir þriggjamánaðaminnihlutatjórnarinnar
10.2.2009 | 16:58
Þeir hafa greinilega fengið að heyra það, formenn bankaráðanna. Þeir njóta ekki trausts nýju minnihlutastjórnarinnar og skulu koma sér burt. Skiptir engu þótt hér sé um afar færa og vandaða menn, þeir skulu fara. Hvað sem það kostar, þá skal hreinsað til.
Allir þeir sem hugsanlega geta tengst Sjálfstæðisflokknum, hversu fjarlægt sem það kunni að vera, allir þeir sem einhvern tímann hafa tekið í hendina á Geir H. Haarde eða Davíð Oddsyni, skulu fjarlægðir, allir þeir sem einhvern tíman hafa verið undir sama þaki og forystumenn Sjáflstæðisflokksins eru sjálfkrafa óhæfir af því einn þeirra heitir Davíð Oddson.
Þetta eru ekki bara Magnús Gunnarsson og Valur Valsson, heldur ráðuneytisstjórinn í fjármálaráðuneytinu, ráðuneytisstjórinn í forsætisráðuneytinu, að sjálfsögðu Seðlabankastjórarnir og eflaust margir fleiri.
Nú ætlar þriggjamánaðaminnihlutatjórnin að koma þeim að sem henni hugnast betur, setja mark sitt á stjórnmálin til langrar framtíðar.
Verði minnihlutastjórninni að góðu. Það eru að koma þingkosningar. Sjáum hvað þá setur.
Formenn bankaráða segja af sér | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:00 | Facebook
Athugasemdir
Mér finnst það hreint með ólíkindum hvernig þú getur komist að þeirri niðurstöðu að formenn bankaráðanna tveggja hafi verið neyddir til að segja af sér. Hvað þá sú firra að það sé einungis vegna þess að þeir hafi tekið í höndina á forustumönnum Sjálfstæðisflokksins. Þeir nefna það sjálfir að vegna óska um mannabreytingar hafi þeir með hagsmuni bankanna að leiðarljósi ákveðið að segja af sér. Það er virðingarvert framtak þeirra beggja að taka hagsmuni bankanna fram yfir eigin hagsmuni. Það væri óskandi að fleiri hugsuðu á þennan hátt, til að mynda tveir skúrkar sem halda dauðahaldi í stóla sína niður á Kalkofnsvegi 1.
Sigurður Eðvaldsson (IP-tala skráð) 10.2.2009 kl. 17:31
„Okkur er ljóst að í báðum stjórnarflokkunum eru uppi óskir um mannabreytingar í stjórnum bankanna og á Alþingi í gær staðfesti forsætisráðherra að það væri til umræðu.“
Úr bréfi Magnúsar Gunnarssonar og Vals Valssonar til fjármálaráðherra.
S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 10.2.2009 kl. 17:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.