Jan. 2025
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Veit Ögmundur nokkuð um efni fyrirspurnarinnar?
5.2.2009 | 13:20
Hvers konar undanfærslur eru þetta hjá nýja heilbrigðisráðherranum? Af hverju getur hann ekki svarrað Ástu Möller hreint út? Það er hreint átakanlegt að hlusta á Ögmund Jónasson reyna að komast undan því að svara.
Spurningin er einföld: Ætlar ráðherran að sjá til þess að greiðsluþátttökukerfið verði tekið í notkun þann 1. apríl næstkomandi eða ekki? Hann getur svarað með jái eða nei.
Þess í stað blaðrar hann um einhverja frjálshyggju sem finnst þó ekki í stefnuskrá minnihlutastjórnarinnar í heilbrigðismálum né annars staðar.
Gæti kannski verið að Ögmundur Jónasson viti bara ekki út á hvað greiðsluþátttökukerfið gengur út á? Kannski þarf hann bara að skreppa afsíðis og fletta laumulega upp í leiðbeiningabók fyrir nýja ráðherra í minnihlutastjórn.
250 þúsund kall á ári er gríðarlegur peningur og ljóst að það er ekki nema fyrir vel stæða að þurfa á mikilli heilbrigðisþjónustu að halda hér á landi.
500 greiða háan lækniskostnað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 24
- Sl. viku: 146
- Frá upphafi: 1647099
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 124
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
15.000.000.-
5.2.2009 | 21:29
Já er það tilfellið - 250.000.- vá -
Hvað með hjón sem eru búin að skuldsetja sig um 15.000.000.- vegna 2 dætra sinna?
Ástæðan - ein aðalástæðan er þvermóðska eins læknis - sem mun vera sá eini á landinu sem kemst nálægt því að geta gert eitthvað fyrir þær - 2 aðrir - annar skólasytir hans styðja hann í ómennskunni..
hann þolir það ekki að í Boston eru læknar sem sérhæfa sig í Goldenhar syndrome sem geta raunverulega tekist á við sjúkdóminn - byggt nýtt eyra úr rifbeini - tekist á við blöðru í höfðinu sem lætur heilann klessast út til hliðar. Geta tekist á við þá ótal fylgikvilla sem þessar tvæ yndislegu systur þurfa að líða - jafnvel að gangast ódeyfðar undir aðgerð og það hvalafulla aðgerð.
Læknirinn ( og 2 aðrir læknar ) segja sig frá meðferð og allri aðstoð - og svo rækilega að Siglinganefnds Tryggingarstofnunar neitar aðstoð nema þessi aðallæknir skrifi uppá. Að sækja um hjá sumum styrktarsjóðum - ónei - hann er umsagnaraðili þar líka. Og segir nei.
Foreldrarnir - hvað með foreldrana? - Heimilið undirlagt alla daga ársins - móðirin orði sérfræðingur í sjúkdómnum og öllu sem að honum lítur og talar eins og útlærður læknir - að horfa á dætur sína þjást vega hroka 3 lækna - lækna með svo heiftarlega minnimáttarkennd að þeir vilja frekar að börnin gangi í gegnum víti á jörð en að greiða götu þeirra. Skella jafnvel á ef læknarnir í USA hringja til þess að biðja börnunum griða. Það er þung raun að upplifa þetta 365 daga á ári. Lyfjaeftirlitið - jú það á eftir að staðfesta niðurstöðu lyfjaeftirlitsins í USA sem er sennilega það strangasta í veröldinni. Lyfjaeftirlitið má að skaðlausu leggja niður og styðjast við niðurstöður Bandarískra og Sænskra rannsókna og leyfa.
Besta heilbrigðiskerfi í heimi ???????????
Ekki fyrir alla -
Það munu birtast myndir af þeim systrum á næstu dögum - og vonandi nöfn læknanna líka.
Ólafur I Hrólfsson
Ólafur Ingi Hrólfsson, 5.2.2009 kl. 21:42
Þetta er átakanlegt, á allt öðru plani en pólitískt pex.
S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 5.2.2009 kl. 22:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.