Hvað ætlar minnihlutastjórnin að gera

Nú bíður maður bara spenntur eftir að heyra hvað minnihlutastjórnin ætlar að vega í atvinnumálum. Kannski hún finni einhvern tíma milli þess sem hún ræðir um mikilsverðari mál eins og að reka Davíð Oddsson.

Í stjórnarsáttmálanum segir um atvinnumál: 

Framkvæmdaáform opinberra aðila verða endurskoðuð og lögð áhersla á þjóðhagslega arðbær verkefni sem krefjast mikillar vinnuaflsþátttöku. Þá verða engin ný áform um álver kynnt fram að kosningum. Heimildir Íbúðalánasjóðs til lánveitinga vegna viðhaldsverkefna á íbúðarhúsnæði verða rýmkaðar og tekin upp full endurgreiðsla á virðisaukaskatti vegna vinnu við slík verkefni. 

Orð eru til alls fyrst en hvenær er von á framkvæmdum. Varla þarf lengi að bíða miðað við að það var fullyrt að síðasta ríkisstjórn væri sein til verka.

 


mbl.is 13.280 á atvinnuleysisskrá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband