Hvað er ósagt?

Nokkur meginatriði hafa mótmælendur í huga. Mikilvægast er að vekja athygli fjölmiðla á mótmælunum, takist það ekki eru mótmælin gangslaus. Nóg er að tíu til tuttugu manns taki þátt, fleiri er betra en alltf þarf að vekja athygli fjölmila. Það má gera með eftirfarandi hætti:

 

  • Það hefur lítið hagnýtt gildi að hylja andlit sitt en gríðarlega mikið áróðurslegt
  • Klassískt leikur er að kveikja bál 
  • Klifra upp á hús, svalir alþingishússing, þakið, þak Seðlabankans
  • Smávægileg skemmdarverk duga alltaf 
  • Ef lögreglan reynir handtöku þá á sá sem handtekinn er að verjast í lengstu lög og hrópa og æpa sem mest hann má
  • Mjög brýnt er að einhver sé handtekinn
  • Nauðsynlegt er að espa lögregluna, henda einhverju í hana, öskra að henni og fá eihverja lögreglumenn til að missa stjórn á sér. Muna að kenna lögreglunni um allt.
  • Alltaf gagnast vel að henda grjóti í fætur lögreglumann, og þá undir óeirðaskildina.

 

Ég er ekki sérfróður um mótmæli en þekki doldið til í markaðsmálum og almannatengslum og gæti haft einhverjar hugmyndir um áróður. Þeir sem hafa stjórnað mótmælunum skilja þann einfalda sannleik að fjölmiðlar ráða mestu um gildi mótmælanna. Heiftarlegt samstuð mótmælenda hefur haft miklu meira að segja en róleg Austurvallamómæli.

Spurningin er núna þessi: Er eitthvað ósagt um mótmælin? 


mbl.is Skemmdarverk við Seðlabankann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband