Misvísandi yfirlýsingar frá Samfylkingunni
23.1.2009 | 09:21
ER eiginlega ekki nóg komið af aragrúa misvisandi yfirlýsingum frá Samfylkingunni - og raunar Ingibjörgu Sólrúnu líka. Hvorugur ríkisstjórnarflokkanna hefur lýst því yfir að stjórnarsamstarfinu sé lokið. Er þá ekki ótímabært fyrir ráðherra að velta fyrir sér mögulegu stjórnarsamstarfi og það fram til vors ...?
Ljóst er að djúpstæður klofningur sé kominn upp innan Samfylkingarinnar. Flokkurinn er greinilega ekki heill. VG hluti hans vill hætta stjórnarsamstarfinu, varaformaðurinn ryðst fram á vígvöllinn og hefnir þess nú að gengið var framhjá honum þegar ráðherraembættum var úthlutað, reykvískir kratar vilja úr ríkisstjórn, ekki þeir í Kópavogi og svo má lengi telja.
Ráðherrar Samfylkingarinnar þegja á meðan svo verkjar í hlustir ... Össur Skarphéðinsson, staðgengill utantíkisráðherra, formannsins, er greinilega jafnmikið út í kuldanum og varaformaðurinn, og hvorki mælir né ritar. Þeir ráðherrar sem áður hvöttu til vorkosninga, viðskiptaráðherra og umhverfisráðherra, halda sér til hlés og horfa yfir brunarústir flokksins. Félagsmálaráðherra biður enn síns tíma.
Niðurstaðan er sú að ráðherrar þora ekki að taka afstöðu, þora ekki að taka skrefið til fulls þ.e. slíta stjórnarsamstarfinu.
Þá er það áleitin spurning hvernig langlundargeði ráðherra Sjálfstæðisflokksins sé háttað. Óbreyttir flokksmenn horfa til þeirra en eins og fyrri daginn gerist ekkert, þar ríkir dauðaþögn eða ætti ég að segja þögn óttans, þeir þora ekki að mæla jafnvel þó þeir viti að ráðherratíma þeirra sé lokið - endanlega.
Ríkisstjórnin er dauð. Ef annar flokkurinn er klofinn, dottinn úr skaftinu, þá á Sjálfstæðisflokkurinn að sýna þann manndóm að slíta þessu samstarfi.
Kosningar eru ekkert vandamál fyrir sjálfstæðisstefnuna, þær verða hins vegar stórt vandamál fyrir sitjandi þingmenn Sjálfstæðisflokksins ætli þeir sér að fara aftur fram.
Allt kemur til greina" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Góður pistill hjá þér Sigurður. Voðalegt bras er hjá þeim í Samfylkingunni þetta er að verða eins og hjá Framsókn hér forðum daga, talar hver í sínu horni.
Snjólaug A. Sigurfinnsdóttir, 23.1.2009 kl. 12:38
Einhver er í afneitun, Gæti það verið þú kannski? Jafnvel ég?
Það er gott fyrir bæði Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn að „pönkast“ í Samfylkingunni og draga athygli manna frá þeim sem ábyrgðina bera á „hruninu“
Sjálf er ég mjög óhress með sundurleiti minna manna, en trúi því og treysti að ISG nái heilsu og haldi áfram þar sem frá var horfið.
Bendi þér á að lesa þessa grein. Hún er holl lesning fyrir okkur öll og varpar kannski ljósi á ástæðuna fyrir ástandinu. Þessi grein er á blogginu hans Óskars Arnórssonar,
í friði og ÁFRAM ÍSLAND!
Ingibjörg Friðriksdóttir, 24.1.2009 kl. 10:27
FYRIRGEFÐU þetta átti að fylgja með.
http://huldumenn.blog.is/blog/thad_sem_eg_vil/
Ingibjörg Friðriksdóttir, 24.1.2009 kl. 10:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.