Gott að fá hægri vænginn aftur

Ástæða er til að fagna því að Framsóknaflokkurinn ætli að flytjast aftur heim á miðju stjórnmálanna. Þar á hann heima ásamt Samfylkingunni, Frjálslyndum, og stórum hluta VG. Okkur Sjálfstæðismönnum þykir bara ágætt að fá hægri vænginn til okkar nota eftir áralanga misnotkun Framsóknarmanna á honum. Kannski að fuglinn geti nú flogið.

 Svo má benda á að skógrækt og landgræðsla geta svo sannarlega verið umhverfisspjöll eða þáttur í þeim. Ræktun barrskóga á Íslandi er t.d. mjög umdeild, framræsing mýra eru umhverfisspjöll en eru í sjálfu sér landgræðsla, útbreiðsla lúpínu þykir mörgum afar mikil landspjöll enda jurt sem upprunnin er úr öðrum vistkerfum og svo má lengi telja. Margir telja uppgræðslu víðáttumikilla sanda vera hin mestu umhverfisspjöll.

Bendi bara á að þessu klifi um náttúruvernd og umhverfismál verða að fylgja einhverjar skynsamlegar meiningar. Það er nefnilega verra að sveifla röngu tré en öngvu.


mbl.is Vill færa flokkinn frá hægri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rúnar Þór Þórarinsson

Haha! Einhver að láta líta út fyrir að hægrimenn hafi "flykkst yfir á vinstri vænginn til Framsóknar" og að þeir hafi "verið misnotaðir".

Bíddu við ég er að ná andanum hér ... sjáum nú til.

Framsókn var komin niður í 4.5% fylgi. Hversu mörg prósent ætlarðu að muni "flykkjast" yfir til ykkar í klapplið útrásar- og bankasiðblindingjanna sem rambaði haugadrukkið út af hægri hlið hengiflugsins? 1% eða 2% kannski?

Það mun litlu breyta, þið náið þá kannski 20% fylgi aftur. Náið að blekkja ca. fimmta hvern íslending til að láta SAMA GAMLA nýfjrálshyggjuspámennina stýra landinu inn í nýja fortíð.

Ég las það einhversstaðar að það væri ekki sérlega erfitt að gera flesta hluti án eins fingurs af fimm á hvorri hönd, ef undan er skilinn þumallinn.

Er sjálfstæðisfingurinn þumall? Eða kannski litlatá?

Rúnar Þór Þórarinsson, 20.1.2009 kl. 00:42

2 Smámynd: Rúnar Þór Þórarinsson

...eða "sömu gömlu"... afsakið, ég grét bara svo mikið úr hlátri að ég sá ekki á skjáinn.

Rúnar Þór Þórarinsson, 20.1.2009 kl. 01:03

3 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Það er nú alveg óþarfi að missa sig og misskilja svona slaka færslu, Rúnar Þór. Það sem ég átti einfaldlega við var að nú er Framsókn farin af hægri vængnum. Þar með er bara einn flokkur eftir. Ekkert annað. Var ekkert að ræða um fylgisaukningu. Hafðu það svo ætíð sem best og þakka þér nú fyrir að líta til með mér.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 20.1.2009 kl. 08:25

4 Smámynd: Rúnar Þór Þórarinsson

Það er auðvelt að missa sig yfir góðu efni!

Rúnar Þór Þórarinsson, 21.1.2009 kl. 01:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband