Hvaða getur réttlætt árásir á lýðræðislega starfsemi?

Þeir sem reyna að hindra störf Alþingis geta ómögulega verið lýðræðissinnar. Þeir munu að öllum líkindum beita öllum ráðum til að koma í veg fyrir að þeir sem þeim eru ekki þóknanlegir geti nýtt sér lýðræðislegan rétt sinn til að taka þátt í starfsemi stjórnmálaflokks.

Hér vakna margar spurningar.

Getur verið að þessir „mótmælendur“ muni reyna með öllum ráðum að koma í veg fyrir að fólk komist inn á landsfund Sjálfstæðisflokksins í Laugardalshöllinni í lok mánaðarins eða trufla starfsemi hans?

Eru ekki mótmælin þá farin að snúast upp í andhverfu sína þegar markmið þeirrra er að hindra lýðræðislega starfsemi í landinu? Er einhver málstaður þess virði? Er eitthvað til sem getur réttlætt árásir á lýðræðislega starfsemi?


mbl.is Tveir mótmælendur handteknir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: corvus corax

Það er ekki verið að hindra lýðræðislega starfsemi í landinu með mótmælum, ÞAÐ ER VERIÐ AÐ HINDRA ÁFRAMHALDANDI NAUÐGUN Á LÝÐRÆÐINU !

corvus corax, 13.1.2009 kl. 11:20

2 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Hvers konar bull er þetta í þér maður?

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 13.1.2009 kl. 11:20

3 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Kreppukallinn hefur ekki kynnst því hvað það er þegar ekki er lýðræði... kjánalegt ..

Jón Ingi Cæsarsson, 13.1.2009 kl. 11:20

4 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Hvað er „áframhaldandi nauðgun á lýðræðinu“?

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 13.1.2009 kl. 11:22

5 Smámynd: Ingvar Þórisson

Góð hugmynd með Laugardagshöllina...

Ingvar Þórisson, 13.1.2009 kl. 11:35

6 identicon

Smá misskilningur hjá þér. Öllum var hleypt inn nema ráðherrum. Svo það var ekki verið að hindra störf Alþingis (sem er hvort eð er ekki hægt fyrr en það kemur saman 20. jan), heldur var verið að stöðva ríkisstjórnarfund. Koma í veg fyrir að ríkisstjórnin gæti haldið áfram að eyðileggja heilbrigðiskerfið, rústa efnahag fjölskyldnanna og svo framvegis.

Rúnar Berg Baugsson (IP-tala skráð) 13.1.2009 kl. 11:44

7 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Sammála þér Sigurður, þetta er út í hött

Gunnar Th. Gunnarsson, 13.1.2009 kl. 11:47

8 Smámynd: Fríða Rakel Kaaber

athyglisverð umræða, hér virðist vera hiti í fólki ;o)

Fríða Rakel Kaaber, 13.1.2009 kl. 11:49

9 Smámynd: Þórbergur Torfason

Hver segir að þarna hafi verið mótmælendur? Varst þú á staðnum Sigurður?

Þórbergur Torfason, 13.1.2009 kl. 12:06

10 Smámynd: Guðmundur Björn

Sonur Baugs:   Eru menn að gleyma sér í fordæmingunum núna? 

Varðandi heilbrigðiskerfið, þá hefur þetta gefið góða raun annarsstaðar á landsbyggðinni og þess vegna raunhæft að prófa þetta á fleiri stöðum.   Það á að gefa þessu tækifæri.  Eldri borgarar kvarta nú ekki, er það?

Guðmundur Björn, 13.1.2009 kl. 12:09

11 identicon

Sigurður Sigurðarson: Árás á lýðræðið? Þú hlýtur að vera að grínast. Hvorki Alþingi né ríkisstjórn starfa í umboði þjóðarinnar og hefur því engin réttmæt völd, nema af lögtæknilegum ástæðum sem þau misnota með því að einfaldlega hunsa allt röfl.

Mótmælin byrjuðu yfirþyrmandi friðsamlega. Yfirvöld einfaldlega hunsa þau! Ef þú vilt útkljá þetta lýðræðislega, heimtaðu ríkisstjórnina burt og nýjar kosningar, því annað er ekki lýðræðislegt.

Þegar yfirvöld neita að þjóna fólkinu í landinu eða svo mikið sem starfa í umboði þess hefur fólkið í landinu fullan rétt á að bregðast við með eignaspjöllum gegn ríkinu. Svo lengi sem það er ekki líkamlegt ofbeldi gegn starfsmönnum hins opinbera, þá er ekki undan neinu að kvarta. Það er sjálfsagt að þjóðin vaxi sér bara oggopoggo hreðjar og skemmi svolítið fyrir ríkinu, kominn tími til, segi ég.

Helgi Hrafn Gunnarsson (IP-tala skráð) 13.1.2009 kl. 12:20

12 Smámynd: Aðalsteinn Baldursson

Helgi Hrafn.
Alþingi og ríkisstjórn starfa í umboði þjóðarinnar því að þessir aðilar voru, hvort sem okkur líkar betur eða verr, kosnir í opinni kosningu. Ef þið viljið knýja fram breytingar þá er um að gera að fara fram í næstu kosningum og ná meirihluta á þingi. Ef þið talið virkilega fyrir hönd meirihluta þjóðarinnar þá ætti það að vera lítið mál fyrir ykkur.

Aðalsteinn Baldursson, 13.1.2009 kl. 12:32

13 identicon

Aðalsteinn: Já, Alþingi var kosið áður en alger upplausn varð í íslensku samfélagi. Það er óumdeilt að hvort tveggja Alþingi og ríkisstjórn hafa misst allt umboð! Er *alveg sama hvað* gerist, á *aldrei* að halda kosningar nema á nákvæmlega fjögurra ára fresti?

Hvað í ósköpunum þyrfti til að þú vildir nýjar kosningar? Hversu miklu þyrfti að klúðra, og hversu lágan stuðning þyrftu Alþingi og ríkisstjórn að hafa frá þjóðinni til að þú myndir styðja nýjar kosningar?

Ég veit að *lagalega* sé Alþingi ennþá lýðræðislega kjörin, ef það er það sem þú átt við, það deili ég ekki um. Það er bara ekki nógu gott.

Helgi Hrafn Gunnarsson (IP-tala skráð) 13.1.2009 kl. 12:35

14 identicon

Guðmundur Björn: Já, í rauninni fordæmi ég vinnubrögð Guðlaugs Þórs og tel það víst að svona vinnubrögð koma þeim bara til góðs sem þau vinna. Frekja og skortur á samráði er til þess eins að sá sem hana stundur vill taka allt til síns sjálfs. Þess vegna tel ég að fólkið í landinu sé betur borgið ef ríkisstjórnin segi af sér ekki seinna en núna og fordæmi flest sem hún hefur athafst hingað til.

Rúnar Berg Baugsson (IP-tala skráð) 13.1.2009 kl. 13:21

15 Smámynd: Haraldur Hansson

Hvað er LÝÐRÆÐI?

Hvað er "lýðræðisleg starfsemi"?

Starfsemi sem er í andstöðu við hagsmuni lýðsins er ólýðræðisleg. Jafnvel þó um sé að ræða stjórmánamenn sem fengu fullt af atvkvæðum í kosningum 2007.

Haraldur Hansson, 13.1.2009 kl. 13:22

16 identicon

Ég sé lítið sameiginlegt við stjórnun þessa lands af núverandi ráðherrum og lýðræði. Lýðurinn vill annað en ráðherrar hitt, og ráðherrar, jú þeir ráða áfram í krafti þess að þeir hafa sitt 4 starfsöryggi, hversu illa sem þeir standa sig í starfi. 

Gísli Friðrik Ágústsson (IP-tala skráð) 13.1.2009 kl. 13:44

17 identicon

4 ára ætlaði ég að hafa þetta.

Gísli Friðrik Ágústsson (IP-tala skráð) 13.1.2009 kl. 13:45

18 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Hvernig stendur á því að sumir froðufella hreinlega af bræði og eru hreinlega ekki viðræðuhæfir vegna æsings og munnsöfnuðar? Á sama tíma býr annað fólk yfir stóískri ró og rökræðir málin af mikilli yfirvegun. Hverjir skyldu nú ná meiri árangri?

Ég skil ekkert í sumum hér, hvernig þeir geta réttlæt alls kyns ofbeldi með undurfögrum ræðum. Fer heim til þeirra á eftir og brýt stofugluggan hjá þeim. Það er fínn máti að tjá lýðræðislega tilfinningar sína vegna borgaralegrar andstöðu við hefbundnar leiðir mótmælenda sem skilja ekki mótmælendur, lýðinn, almenning, alþýðuna, samborgarana ... enda rangt að byrgja inni tilfinning vegna réttlátrar reiði yfir þeim sem eru reiðir og láta undan þrúgandi þörf fyrir einhverju helvítis fokking fokki á fokk ofan ... Þvílík fokking réttlæting á dómgreindarleysi.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 13.1.2009 kl. 13:55

19 Smámynd: Hjörtur Herbertsson

Jú jú allt í lagi að mótmæla.En þegar farið er að skemma og eða eiðileggja hluti,samanber hjá stöð 2 um daginn,og þessi myndavél núna,ásamt fleiru og fleiru,ja þá tel ég að mótmælin séu komin langt yfir mörkin,og þjóni engum tilgangi.Ég held að mótmælendur á höfuðborgarsvæðinu ættu að taka Akureyringa sér til fyrirmyndar,þar fara mótmælin friðsamlega fram,að minsta kosti hingað til.Svo finnst mér að það ætti að láta skemmdarvargana bera tjón af því sem þeir skemma,svo framarlega að þeir náist.

Hjörtur Herbertsson, 13.1.2009 kl. 13:57

20 Smámynd: Þórarinn Sigurðsson

Úr aths. nr. 20:

„Starfsemi sem er í andstöðu við hagsmuni lýðsins er ólýðræðisleg.”

Og hver skilgreinir hverjir hagsmunir lýðsins eru? Hvað ef ég er ósammála þér, fæ ég ekkert að segja um það? Er það lýðræði ef reiði minnihlutinn getur afnumið stjórn kjörna af rólega meirihlutanum? Það hljómar í mínum eyrum eins og skrílræði, eða ochlokratía upp á grískuna (sjá wikipediu).

Réttlát reiði er heilbrigð og göfug tilfinning. Því miður er það bara þannig í þessum heimi að þegar maður er of reiður talar maður tóma steypu og enginn ber virðingu fyrir manni.

P.S.

Þegar menn skemma opinberar eignir þurfa skattgreiðendur að borga skemmdirnar, ekki Geir Haarde.

Þórarinn Sigurðsson, 13.1.2009 kl. 16:46

21 Smámynd: Haraldur Hansson

Þórarinn: Í lýðræðisríki er það meirihlutinn sem ræður. Einfalt mál. Þarna er ég að sjálfsögðu að tala um hagsmuni meirahlutans, eins og lýðræðisreglur krefjast. Ég notaði bara orðið "lýður" með vísan í orðið "lýðræði".

Minnihlutinn á aldrei að geta "afnumið stjórn" hvort sem hann er reiður eða pollrólegur.

Haraldur Hansson, 13.1.2009 kl. 17:24

22 identicon

Þeir sem reyna að hindra störf Alþingis álíta (með fullum rétti) að Alþingi þjóni ekki lýðræðinu og því sé nauðsynlegt að leysa það upp.

Getur verið að þessir „mótmælendur“ muni reyna með öllum ráðum að koma í veg fyrir að fólk komist inn á landsfund Sjálfstæðisflokksins í Laugardalshöllinni í lok mánaðarins eða trufla starfsemi hans?

-Óhhhjá!

Broddflugan (IP-tala skráð) 13.1.2009 kl. 17:51

23 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Þarna höfum við það svart á hvítu. Jafnræði „Broddflugunnar“ er meira en mitt. Minn réttur skiptir hann engu. Mat hans er að Alþingi þjóni ekki lýðræðinu og þess vegna ber að leysa það upp. Einhver kunnuglegur samhljómur með öfgasinnum allra tíma, man einhver eftir kommúnistum, nasistum, fasistum, einræðisherrum hér og þar. Nei, lýðræðið þjónar ekki Mugabe og því er nauðsynlegt að leysa það upp.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 13.1.2009 kl. 18:08

24 Smámynd: Héðinn Björnsson

Ég vil byrja á að hrósa mótmælendum fyrir að hafa sýnt ótrúlega stillingu og hrekja öllu tali um að eignarspjöll hafi orðið enda myndavélin umrædda ekkert skemmd frekar en þessi á Borginni um daginn.

Spurt er hvað réttlæti að tefja inngöngu ríkisstjórnarinnar á ríkisstjórnarfund í morgun. Mitt svar er að vegna þessarra aðgerða hafi þessu fólki gefst tækifæri á að hafa áhrif á valdhafana sem nú höndla framtíð þeirra án þess að skaða neitt. Þeir sem brutu lögin við að verða ekki við fyrirmælum lögreglu tóku ábyrgð á þeim brotum og ef lögreglan hefði haft áhuga á því hefði hún getað valið að láta þá sæta refsingum. Það veður aldrei löglegt að stöðva framgöngu laganna varða en það getur verið siðlegt. Ekki blanda því saman. Með lögum skal land byggja en ólögum eyða!

Héðinn Björnsson, 13.1.2009 kl. 19:27

25 Smámynd: Ástþór Magnússon Wium

Ég eiginlega skil ekki hversvegna mótmælendur biðja þá ekki Steingrím J og hina samstarsmenn sína í Vinstri Grænum að hætta að róa með á galeiðu sem stefnir í brot á næstu vikum ef marka má frummmælandann á fundi þeirra í gær.

Hversvegna krefjast þeir ekki að Steingrímur J segi af sér þingmennsku í mótmælaskyni, og í raun að öll stjórnarandstaðan gangi úr Alþingishúsinu í mótmælaskyni.

Stjórnarandstaðan ræður hvort sem er engu á þinginu, og því munu engin verðmæti tapast, hinsvegar sparast milljónir í launakostnað gagnlausra vindhana á þinginu.

En svona í fullri alvöru, ef stjórnarandstaðan skilur ríkisstjórnarflokkana eina eftir á þinginu þá verður erfitt að réttlæta það fyrir þjóðinni og heimsbyggðinni að stjórna áfram með slíkt þing, því það er þá í raun búið að afhjúpa ráðherraræðið hér sem aðra mynd á einræði.

Ef Steingrímur J streitist á móti, því bera kommarnir hann þá ekki út eins og þeir gerðu við jólasveininn af leiksýningu sinni í Iðnó?

Ástþór Magnússon Wium, 13.1.2009 kl. 21:50

26 identicon

Ég vorkenni fólki sem ver Sjálfstæðisflokkinn, það áttar sig ekki á því að með því að verja þetta spillingarbatterí er það að skaða landið sitt og þjóð sína. Það er ekki nóg með að þessi Íslandsmeistari í spillingu hafi komið efnahagskerfi landsmanna á hausinn, heldur eyðilögðu þeir sjávarútveginn í leiðinni. Heil atvinnugrein er gjaldþrota. Atvinnugreinin sem allir voru svo ánægðir með að myndi nú redda okkur út úr þessari kreppu, en nei það gengur ekki vegna þess að Sjálfstæðisflokkurinn er búinn að halda hlífiskyldi yfir mönnum sem hafa rakað fé út úr greininni þannig að nú er ekkert eftir nema hundruðir miljarða í skuldir. Já það er ekki hægt annað en að segja: ,,takk Sjálfstæðisflokkur"

Valsól (IP-tala skráð) 14.1.2009 kl. 00:58

27 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Sleggjudómar, engin rök, hjá „Valsól“. Enn einn sem þorir ekki að koma fram undir nafni.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 14.1.2009 kl. 08:05

28 Smámynd: Offari

Ég veit ekki með alla hina en ég hef misst trú´á þessa ríkisstjórn. Ég efast um að aðrar þjóðir hafi trú á þessari ríkisstjórn og þessi þjóð þarf hjálp frá öðrum þjóðum. Hvernig er mögulegt að fá þá hjálp þegar traustið vantar?

Offari, 14.1.2009 kl. 21:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband