Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki brugðist

Mér finnst nú alveg sjálfsagt að gera greinarmun á Sjálfstæðisstefnunni og því fólki sem hefur valist til að koma henni í framkvæmd. Einhvern veginn held ég að Guðmundur sé að fjalla um fólk en ekki stefnu. Okkur gefst vonandi tækifæri til að skipta um hluta af þingmönnum í næsta prófkjöri.

Sjálfstæðisflokkurinn er einn og hinn sami í landsmálum og sveitarstjórnum. Í honum eru um fjörtíu þúsund manns og þar er mikið mannval og okkur ætti varla að verða skotaskuld úr því að endurnýja forystusveitina enda á einginn einn fortakslaust rétt á sæti á framboðslistum.

Þetta lýðræði er kannski ferlega þungt í vöfum og erfitt, en það er það besta sem er í boði. Sjálfstæðisflokkurinn er lýðræðislegur flokkur og við veljum okkur forystumenn á lýðræðislegan hátt. Sitjum svo uppi með ef þeir standa sig ekki.

Annað hvort berjumst við fyrir hugsjónum okkar innan flokksins eða hættum í honum. Millivegurinn er enginn. Hafi einhver brugðist þá er það ekki Sjálfstæðisflokkurinn, miklu frekar hafa þingmenn hans og ráðherrar brugðist væntingum okkar.


mbl.is Hagsmunaárekstur félags og flokks
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Kristófer Arnarson

Sú stefna sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur praktíserað hefur nú ekki gefist okkur sérstaklega vel satt að segja.  Komið okkur lóðrétt á hausinn á undraskömmum tíma.  Þeim fækkar óhjákvæmilega sem eiga samleið með slíkum flokki.

Jón Kristófer Arnarson, 12.1.2009 kl. 18:09

2 Smámynd: Guðmundur Björn

Jón:  Þú hljómar eins og þú kennir Sjálfstæðisflokknum um ísinguna í Gilinu í morgun á Akureyri og Suðurlandsskjálftann í sumar.   Þröngsýni þín er alger og hlægileg.  



Guðmundur Björn, 12.1.2009 kl. 21:11

3 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Í kvöld gerðist það í fyrsta sinn að ég muni eftir að ráðherra Sjálfstæðisflokksins viðurkenni að mistök hafi verið gerð í efnahagsmálum eftir bankahrunið.

Það eru tíðindi því svo lítur út sem þetta hafi allt komið forystunni jafn mikið á óvart og okkur hinum.

Til annars voru forystumenn Sjálfstæðisflokksins á þingi kjörnir en að sigla sofandi að feigðarósi.

Þeir áttu að gæta okkar, passa fjöreggið, samninginn um þjóð.

Tvær ástæður eru til þess að forystan veriði að breytast fyrir næstu kosningar. Mistök hennar þýða einfaldlega það að fjölmargir þurfa að víkja til hliðar, sjálfviljugir, og hleypa öðrum að. Geri þeir það ekki þá taka þeir væntanlega falli sínu eins og menn.

Hin ástæðan er sú að Sjálfstæðisflokkurinn mun ekki ná árangri sem heitið getur í næstu alþingiskosningum nema ásýnd hans breytist.

Mér þykir leitt að þurfa að segja það að aðgerðarleysi undanfarinna misseri mun að óbreyttu valda flokknum stórkostlegu fylgishruni.

Ég mun ekki sætta mig við það vegna þess að ég tel að sjálfstæðisstefnan sé það skársta sem þjóðinni býðst.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 12.1.2009 kl. 23:26

4 Smámynd: Jón Kristófer Arnarson

Guðmundur, ég skil þig vel.  Ef allt það sem ég hefði trúað á hefði reynst hið mesta feigðarflan, þá væri ég líka í afneitun.

Jón Kristófer Arnarson, 13.1.2009 kl. 11:45

5 Smámynd: Héðinn Björnsson

Ég vona að ykkur sem viljið endurreisa siðrænan Sjálfstæðisflokk sem fólk getur treyst til að vera heiðarlegir fulltrúar hægristefnu á Íslandi gangi vel. Þó að ég sé vinstrimaður sjálfur að þá sé ég alveg nauðsyn þess að sá hluti landsins sem er hægrisinnaður eigi möguleika á því að velja sér skoðanabræður sem sína fulltrúa. Ég hlakka til þeirra tíðar þegar við höfum komið spillingarlýðnum burt á báðum vængjum og getum farið að takast á um stefnumál á ný.

Héðinn Björnsson, 14.1.2009 kl. 11:44

6 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Skynsamlega mælt, Héðinn. Eins og einhver sagði, „ég er ekki sammála þér en ég skal berjast fyrir málfrelsi þínu“. Svo er það spurningin um heiðarleikann. Stendur ekki í vinsælli bók: Sá yðar sem syndlaus er kasti fyrsta steininum.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 14.1.2009 kl. 11:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband