Friðsamur maður fer með friði - ekki ofbeldi

Auðvitað er það lýðræðislegur réttur fólks að mótmæla. Nægar eru ástæðurnar í dag. Hins vegar verða mótmælin ákaflega máttlaus þegar reynt er að koma í veg fyrir starfsemi lýðræðislegra kjörinna fulltrúa þjóðarinnar, Alþingismanna og ríkisstjórnar.

Kona í hópi mótmælenda „segir ótrúlegt að enginn hafi tekið stein upp úr götunni“.

Hvað á hún við?

Svo virðist sem hún haldi að markmiðin með mótmælunum verði ekki náð nema með því að valda eignaspjöllum eða jafnvel líkamsmeiðingum.

Er ekki hægt að koma skoðun sinni áleiðis með friðsamari hætti?

Ég sé eiginlega engan mun á því ofbeldi og tjóni sem svokallaðir bankamenn og útrásarvíkingar hafa valdið þjóðinni og ofbeldi þeirra sem hugsanlega vilja valda öðrum tjóni og líkamsmeiðingum í nafni lýðræðis. Sá sem sannur er og heiðarlegur í mótmælum sínum þarf ekki að beita mótmæli að neinu tagi. Þúsundir dæma um slíkt má taka, nefna má bara sem dæmi Gandhi og Marten Luther King.

Hér heima náði Jón Kristjánsson því að gjörbreyta verkefni ákæruvalds og leiddi til aðskilnaðar dómsvalds og umboðsvalds og þar af leiðandi til endanlegrar þrískiptingar ríkisvaldsins á Íslandi. Jón stóð ekki með mótmælaspjöld, hann kastaði ekki grjóti, réðst ekki inn á Alþingispalla, an reif ekki kjaft við einn né neinn.

Hann kærði úrskurð íslenskra dómstóla um umferðalagabrot sitt til Mannréttindadómstólsins sem úrskurðai honum í vil.

Þegar öllu er á botninn hvolft er það þá ekki bara spurning um lunderni þess sem telur að réttur sé á sér brotinn hvernig hann bregst við. Friðsamur maður fer með friði en ekki ofbeldi.

Nú hefur verið reistur minnisvarði um málarekstur Jóns. Eru mótmæli sem byggjast á ofbeldi minnisvarða virði?


mbl.is Ríkisstjórnin inn um bakdyrnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marilyn

Ég skildi þetta nú bara þannig að hún væri hissa á að fólk missti ekki hreinlega stjórn á skapi sínu því það væri líkt og ekkert væri að gerast nema enn ömurlegri hlutir og niðurskurður á þeim sviðum sem síst mega við því, reiðin og pirringurinn kraumar því í fólki og kveikjuþráðurinn styttist dag frá degi.

Auðvitað er það engin lausn að missa stjórn á skapi sínu en ráðvillt og raunamætt fólk sem fær engin svör og engar lausnir gerir það stundum á endanum þrátt fyrir það. 

Marilyn, 16.12.2008 kl. 14:18

2 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Ég skildi orð Möggu Stínu og Sólveigar á nákvæmlega sama hátt og Marilyn. Og ég er sammála því að það líður að því að fyrsti steinninn muni verða tekinn upp, ef svo fer sem horfir. Að minnsta kosti höfum við dæmin fyrir okkur frá Grikklandi, til dæmis. Það sem gerist hér þessa dagana er aðdáunarvert og lýsir mikilli stillingu og greind landa okkar, að geta staðið í þessu án þess að upp úr sjóði.

Sigurður, slepptu því vinsamlegast að taka þér nöfn King og Gandhi í munn í þessu úrtölurausi þínu. Nöfn þessara manna passa alls ekki inn í samhengið í því sem þú skrifar. Slepptu því að vanvirða þessar löngu liðnu frelsishetjur með því að líkja þeim saman við þinn eiginn hérahátt.

Eða hvað með borgarlegu óhlýðnina sem Gandhi hvatti til? Hvað með mótmælagöngurnar sem King fór í broddi fyrir, allar ræður hans og hvatningarorð? Af hverju heldur þú að King hafi verið skotinn? Fyrir það að koma aldrei við kauninn á neinum?

Hvaða ofbeldi var beitt í þessum mótmælum unga fólksins?

Hvergi, það er málið.

Ég vorkenni alls ekki ráðherrunum að "þurfa" að fara inn bakdyramegin, fyrst þeir þorðu ekki að horfast óhikað í augu við fjöldann.

Greta Björg Úlfsdóttir, 16.12.2008 kl. 14:49

3 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Hvergi = átti að vera "engu"

Greta Björg Úlfsdóttir, 16.12.2008 kl. 14:51

4 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Af hverju í ósköpunum verður kona eins Gréta Björg Úlfarsdóttir svona hvumpin vegna skirfa minna? Mér leiðist það meira en allt annað þegar fólk uppnefnir annað og er með bölvaða fýlu. Afskaplega leiðinlegt og ruddalegt komment hjá henni.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 16.12.2008 kl. 15:23

5 identicon

Ég hefði nú bara talið það jákvætt að koma í veg fyrir störf ráðherra nú þegar þeir eru að reyna að taka af okkur heilbrigðiskerfið. Nógu slæmt er fyrir fólk sem hefur misst vinnuna og jafnvel heimili þótt það verði síðan ekki rukkað líka ef það veikist eða lendir í slysi. Hverju hafa annars friðsömu mótmælin skilað hingað til? Hverjir hafa hlustað? Hvað hefur breyst? Er ekki DO enn í seðlabankanum þrátt fyrir að 90 prósent hafi sagt að hann ætti að fara?

Davíð Arnar (IP-tala skráð) 16.12.2008 kl. 15:37

6 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Nei, Davíð Arnar. Það er ekki jákvætt að reyna að koma í veg fyrir störf ráðherra né annarra, það skilar engu. Hitt er líka rangt hjá þér, enginn að taka af okkur heilbrigðiskerfið, hvorki þér, mér eða þjóðinni.

Ég er ósköp venjulegur launamaður, en ég hef alveg efni á að borga fyrir mat á sjúkrahúsi þurfi ég að leggjast þar inn vegna veikinda eða slyss. Þannig held ég að sé með fjölmarga aðra. Ég hafna því að talað sé niður til mín í veikindum. Hitt er svo annað mál að sumir þurfa á aðstoð að halda og þá þarf að taka sérstaklega á því fólki.

Hvers vegna segir þú að friðsöm mótmæli skili engu? Allir gera sér grein fyrir aðstæðum og verið er að vinna að endurbótum og mótmælin gera það að verkum að unnið er undir pressu um árangur. Hverju eiga svo mótmæli að skila? Ef alltaf á að taka mark á mótmælum þá er illa komið. Þjóðin er ekki á eitt sátt um leiðir þó svo að menn vilji taka til eftir hrunið. Á DO að segja af sér af því að fólk mótmælir? Á Ingibjörg að segja af sér, Geir eða einhver annar? Nei, vegna þess að mótmælin eru ekki skoðun þjóðarinnar.

Mótmæli eru lýðræðislegar leiðir til að sýna fram á skoðanir þeirra sem mótmæla, ekkert annað. Kosningar til þings eða sveitarstjórna eru leiðir til að kjósa fulltrúa fólks. Um annað er ekki að ræða. Sorrí. Við sitjum uppi með þá sem þjóðin kýs hvort sem okkur líkar betur eða verr. Þannig er lýðræðið - sem betur fer.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 16.12.2008 kl. 15:58

7 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Sigurður, hvað átt þú eiginlega við með "kona eins og G.B.Ú." - hvers konar konu telur þú mig vera? Það væri gaman að fá svar við því.

Ég varð alls ekkert ekki hvumpin, heldur varð ég reið við að sjá þig gera lítið úr réttindabaráttu Gandhis og Kings með því að líkja henni við baráttu eins karls á Akureyri fyrir réttlátu dómskerfi, þó hún hafi verið allra góðra gjalda verð á þeim tíma og valdið þörfum straumkerfum í réttarkerfinu. Því hins ég álít nefnilega að mótmæli unga fólksins eigi  fyllilega jafn mikinn rétt á sér og mótmæli þeldökkra Bandaríkjamanna og Indverja sem bjuggu við nýlenduveldi, á sínum tíma. Eða sér fólk ekki hvers lags fasismi ríkir á Íslandi? Hér er ekki lengur lýðræði, þegar það tekur þá hæst launuðu, þingmenn og ráðherra, marga mánuði að lækka sín eigin laun, á meðan það tekur þá aðeins einn dag að hækka skattaálögur á alla landsmenn.

Er það að uppnefna þig að saka þig um hérahátt? Eða hvar hef ég uppnefnt þig? Héraháttur er einfaldlega annað orð fyrir hugleysi. Mér finnst það lýsa hugleysi að horfast ekki í augu við ástandið í landinu eins og það er, ef þér finnst það ruddaháttur að benda á það, þá verður það að vera þitt mál, ég ætla ekki að biðjast afsökunar á að tjá mína skoðun á því sem þú skrifar. Ef þér sárnar sú skoðun mín getur þú farið sömu leið og sumir aðrir og bannað mér að skrifa athugasemdir við færslur þínar. 

Greta Björg Úlfsdóttir, 16.12.2008 kl. 16:05

8 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Hef ekki bannað neinum að skrifa á síðuna mína og hef ekki hugsað mér það. Í alvöru talað finnst mér þú ættir að hafa áhyggjur af framkomu þinni fyrst að þér hafi verið bannað að skrifa athugasemdir á bloggsíður. Eitthvað ertu að gera sem særir aðra óverðskuldað.

Hins vegar hlýtur mannlegt innsæi þitt að vera mikið fyrst þú getur verið þess umkomin að uppnefna mig án þess þó að þekkja mig neitt.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 16.12.2008 kl. 16:14

9 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Mér finnst líka afskaplega leiðinlegt að mínar skoðanir séu kallaðar ruddaháttur og leiðindi, vegna þess/þegar þær falla ekki að skoðunum annarra. Mér þykir það satt að segja alltaf frekar ódýr launs að reyna að kveða andmælanda sinn í kútinn með svofelldum lýsingarorðum.

Gott og vel, ef ég er leiðinlegur ruddi, þá ert þú huglaus héri. Þá höfum við uppnefnt hvort annað rækilega og geturm verið kvitt.

Ítreka samt sem áður forvitni mína á því að fá að vita hvernig konu þú álítur mig vera skv. orðunum "kona eins og Greta Björg Úlfsdóttir".

Greta Björg Úlfsdóttir, 16.12.2008 kl. 16:15

10 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Sagði ég eitthvað um að einhver hefði bannað mér að skrifa athugasemdir? Ég benti þér aðeins á þann möguleika.

Þú svarar ekki spurningunni um hvers konar konu þú álítur mig vera.?

Annars ætti ég að vita betur en að skrifa athugasemdir við færslu heittrúaðs Sjálfstæðismanns, svo ég segi þetta hér með gott.

Greta Björg Úlfsdóttir, 16.12.2008 kl. 16:22

11 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Ég hef ekki kallað þig leiðinlegan rudda enda legg ég ekki í vana minn að uppnefna fólk eða gera því upp skoðanir.

Endurtek það sem ég hef áður skrifað og bæti nú fleirtölunni við: Þetta eru afskaplega leiðinleg og ruddaleg komment hjá konunni. Fráleitt málefnaleg.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 16.12.2008 kl. 16:31

12 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Í fyrsta kommentinu uppnefndi ég þig ekki, ég vændi þig um hérahátt, eins og þú vænir mig um leiðindi og ruddahátt.

Þú segist ekki hafa kallað mig leiðinlegan rudda með því að segja kommentið mitt leiðinlegt og ruddalegt. Ég tek því til baka orðin "huglausan héri", þó ég hviki ekki frá því að mér þykir það bera vott um hérahátt að vilja kalla mótmælin við ráðhúsið í morgun ofbeldi -

- Þar sem enginn slasaðist eða meiddist í mótmælunum, - ráðherrarnir komust leiðar sinnar, þó þeir notuðu bakdyrnar, dyggilega studdir af lögreglunni,  sem hafði mikinn viðbúnað á staðnum og var greinilega tilbúin að takast á við ofbeldisfullar aðgerðir, - en til þess kom ekki, þar sem þarna var ekkert ofbeldi framið!

Ekki einn einasti maður var handtekinn - fyrir hvað hefði líka átt að handtaka fólk þarna - fyrir að vera á staðnum, halda sig utan þeirrar línu sem lögreglan hafi afmarkað - og hrópa og syngja? Telst það nú orðið ofbeldi á Íslandi að hrópa og syngja? Öðruvísi mér áður brá, - þó menn hafi löngum álitið að til þess að hafa slíkt við á almannafæri hér á landi þyrfti fólk að vera annaðhvort fullt eða galið, nema hvorttveggja væri, - þetta fólk var hvorugt, - það var allsgáð og með fullu viti, meira viti en margur annar sem þetta land byggir, þykir mér.

Greta Björg Úlfsdóttir, 16.12.2008 kl. 17:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband