Líður Samfylkingunni betur í stjórnarandstöðu?
15.12.2008 | 11:29
Það getur vel verið að rétt sé að efna til kosninga í vor. Það er hins vegar ekki aðalmálið núna. Það er meira áhyggjuefni hversu ótraust Samfylkingin virðist vera í ríkisstjórnarsamstarfinu. Formaður flokksins er farinn að setja Sjálfstæðisflokknum skilyrði, ráðherrar flokksins eru farnir að tala út og suður og jafnvel farnir að tala þvert á stefnu ríkisstjórnarinnar, þingmenn og varaþingmenn hafa ítrekað lagt stein í götu ríkisstjórnarinnar og opinberlega tekið afstöðu gegn henni.
Niðurstaðan virðist vera sú að Samfylkingunni sé hugsanlega ekki treystandi í samstarfi. Hún kunni betur að vinna í stjórnarandstöðu heldur en vera í því hlutverki að taka ábyrgð og byggja upp þjóðfélagið eftir hamfarir síðustu vikna.
Þetta er verulega sorglegt en ljósi punkturinn er þó alltaf sá að nauðsynlegt er að stjórnarandstaðan sé öflug en það hefur núverandi stjórnarandstaða ekki verið. Kannski þyrfti að efla hana með Samfylkingunni og það verði gert í kosningum næsta vor ...
UJ vilja jafnaðarstjórn sem sækir um aðild að ESB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.