Ósamstæð ríkisstjórn og einleikur ráðherra

Ráðherrar þurfa að læra það að ríkisstjórnin er ein heild. Viðskiptaráðherra er ekki í stjórnarandstöðu, hann er í meirihluta. Það er engin ástæða að fara á taugum og fara eftir knýjandi hvöt að réttlæta sjálfan sig. Það er hins vegar ekki í þágu heildarinnar. Hafi ráðherrann einhverjar athugasemdir við framgang mála þá á hann að taka þær upp innan ríkisstjórnarinnar eða við formann flokksins og ræða þær þar. Þetta er sú aðferðafræði sem menn brúka í samvinnu.

Nú, svo getur það verið knýjandi nauðsyn að létta af hjarta sínu af því að ríkisstjórnin er ekki traust í sessi þrátt fyrir tuttugu manna þingmeirihluta. Auðvitað á Björgvin þá að rasa áfram og gera fyrirvara við allt og alla. Kannski það hafiverið seðlabankastjóra að kenna að hann og bankamálaráðherra funduðu ekki, kannski var það seðlabankastjóra að kenna að bankamálaráðherra leitaði ekki til seðlabankastjóra til að afla upplýsinga, kannski hafi bankamálaráðherra viljandi verið haldið utan við atburðarásina í upphafi atburðarásar sem leiddi til falls Glitnis og svo hinna bankanna, kannski að bankamálastjóri bíði alltaf eftir frumkvæði annarra í stjórnsýslu sinni. Þá er lýsir þetta miklu frekar eiginleikum ráðherrans en öllum öðrum.

Menn geta haft hvaða álit sem þeir vilja á almannatengslum eða PR. Þessi fræði ganga þó út á sameiginlega strategíu sem hefur það að leiðarljósi að koma upplýsingum á framfæri. Ríkisstjórnin virðist enn ekki hafa náð tökum á þessu þrátt fyrir að ráðherrar hafi fjölmarga aðstoðarmenn og ímyndarsérfræðinga í vinnu. Þar er meðal annars komin ástæðan fyrir því að þúsundir landsmanna mótmæla vikulega eða oftar og fylgi stjórnarinnar fellur með hverri viku.


mbl.is Björgvin: Spurningarmerki við Glitnisatburðarás
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband