Hægt að kolfella lánadrottna með því að neita að borga af lánum
24.11.2008 | 22:52
Ég er Sjálfstæðismaður vegna þess að ég aðhyllist stefnu þess flokks. Ég get ekki séð að stefnan hafi brugðist en hins vegar tel ég að forystumenn flokksins hafi ekki staðið sig og látið bankana hrynja yfir þjóðina án þess nokkrar varnir hafi verið reistar sem vit er í.
Í sjónvarpinu fylgdist ég með þessum stóra fundi. Mér fannst hann málefnalegur og góður. Ég er sammála mörgu sem þarna kom fram og ósammála öðru. Ég er til dæmis á þeirri skoðun að ríkisstjórnin sé að vinna að heilindum og helst vil ég gefa henni vinnufrið, er þar með ekki hlyntur kosningum. Komi hins vegar til þeirra í vor mun ég örugglega beita mér gegn flestum sitjandi þingmönnum flokksins, þar með töldum ráðherrum. Ég mun einnig hvetja góða og heiðarlega menn sem styðja sjálfstæðisstefnun til að gefa kost á sér í prófkjörum. Við þurfum að skipta út fjölda fólks. Það veldur engum vanda. Nóg er mannvalið í Sjálstæðisflokknum. Grundvallaratriði er hins vegar það að án verulegrar endurnýjunar fær flokkurinn 10 til 20% fylgi og það er ekki ásættanlegt.
Þau vandamál sem brenna á almenningi vegna alheimskreppu og heimatilbúna bankakreppu eru gríðarleg.
Mikilvægast er að tryggja öllum atvinnu.
Næst er að taka á skuldamálum fólks og fyrirtækja. Það gengur ekki að höfuðstóll lána fái að vaxa stjórnlaust í skjóli verðtryggingar eða myntkörfulána. Það er hreinn glæpur er höfuðstóll lána er kominn langt framyfir markaðsverð íbúða eða lausafjár eins og bifreiða. Ef ekki verður tekið á því þá er sá fjöldi sem ber skaða af þessu fyrirkomulagi svo mikill að hann getur auðveldlega kolfellt lánadrottna sína með því að neita einfaldlega að greiða afborganir sínar. Þannig verður til hljóðlát og sanngjörn bylting.
Þetta er þjóðin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Það var Sjálfstæðisflokkurinn sem kom á þessari frjálshyggjustefnu sem nú hefur hrunið. Það var Sjálfstæðisflokkuinn sem einkavinavæddi bankana til manna sem ekkert kunnu fyrir sér í rekstri bankastofnanna. Það var fjármálaráðherra Sjálfstæðisflokksinns og Seðlabankastjóri fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins Davíð Oddsson sem stungu skýrslu undir stólinn þess efnis að aðeins væri um tvo hluti að gera í stöðunni, 1) að taka stórt lán svo hægt væri að verja bankana falli eða 2) fara í ESB og taka upp evru. En nei Sjálfstæðismenn stungu skýrslunni undir stól af því hún var of viðkvæm fyrir hagsmuni flokksins, vegna þess að menn voru hræddir við að flokkurinn myndi klofna. Nú spyr ég þig, elskar þú flokkinn meira en Ísland? og svo langar mig að vita hvort þú getir ekki hugsanlega fundið hugmyndum þínum farveg innan annarra stjórnmálahreyfinga, því alla vega tveir flokkar á þingi fyrir utan Sjálfstæðisflokkinn vilja frelsi einstakingsins alveg jafn mikið og Sjálfstæðisflokkur?
Valsól (IP-tala skráð) 24.11.2008 kl. 23:25
Nei.
S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 24.11.2008 kl. 23:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.