Mjúk lending, hörð lending, fárviðri ...

Í fyrra vetur var mikið talað um lendingar. Den Danske Bank sagði að hér yrði hörð lending efnahagslífsins. Stjórnvöld og fjölmiðlar stöguðust á mjúkri lendingu.

Það sannast nú sem mætir menn hafa löngum sagt að engum stafar hætta af því að hlaupa fram af bjargbrún, það er lendingin sem getur verið banvæn.

Menn þurfa nú að hætta þessum eilífum myndlíkingum. Allir gera sér grein fyrir því að kreppan er skollin á með öllum sínum þunga. Ég hef þó mestar áhyggjur af meintum sparnaði ríkis og sveitarfélaga. Held að hann verði til þess að viðhalda hringrás atvinnuleysis og verðbólgu.


mbl.is Hið fullkomna fárviðri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lúðvík Júlíusson

Nú þarf að sýna framsýni og nota peninga ríkisins í framkvæmdir sem skila okkur tekjur og halda útlánum áfram til fyrirtækja í góðum rekstri og með góðar viðskiptaáætlanir.

Með meiri veltu þá ættu tekjur ríkisins einnig að aukast.

Menn eru að einbeita sér allt of mikið á niðurskurð.

Lúðvík Júlíusson, 26.11.2008 kl. 11:35

2 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Sammála þér, Lúðvík. Leggja áherslu á vermætasköpun og útflutning.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 26.11.2008 kl. 11:38

3 Smámynd: Gunnar Þór Gunnarsson

Ég hef aðeins setið einn hagfræðiáfanga. Hagfræði 101.

Þar var sagt að í góðæri ættu stjórnvöld, þ.e. ríki og borg að halda að sér höndum í framkvæmdum en þegar illa árar á að setja allar framkvæmdir á fullt.

Hvað sjáum við nú?

Þegar allt var á fullu blússi þá var ríkið einnig á fullu og um leið og kreppir að þá fara þessir aðilar og stöðva allar framkvæmdir!!!

Hagfræði 101 er málið. Sendið liðið í skólann aftur.

Hver einasti þúsundkall sem notaður er til framkvæmda nú skilar sér strax að hluta til í kassann aftur, þá tekur næsti við honum og eyðir, hluti fer aftur í kassann, svona gengur þetta koll af kolli þar til allir peningarnir hafa skilað sér aftur í kassann.

Allir verða að spila með. Það má enginn sitja á sínu gulli núna því að þá stöðvast hjólin. Alls ekki safna peningum eða leggja inn í bankann. Eyddu! eyddu! eyddu! þá eyðir kannski einhver líka í þig.

Gunnar Þór Gunnarsson, 26.11.2008 kl. 12:31

4 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Gunnar, þetta er alveg hárrétt hjá þér. Um leið og stjórnvöld draga úr kostnaði, eykst atvinnuleysi, minna verður að gera hjá fyrirtækjum sem eiga viðskipti við ríkissjóð og svo framvegis. Niðurstaðan verður bara sú að atvinnulausum fjölgar og verðbólgan eykst. Þannig bítur hver krepprefurinn í skottið á hinum þar til kominn er vítahringur. Þessi hagfræðiáfangi sem þú nefnir er eitthvað kunnuglegur, kannski ég hafi tekið hann í viðskiptafræðinni einhvern tímann.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 26.11.2008 kl. 13:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband