Hvað er að þessum framsóknarmönnum?

„Viðskiptalegt siðrof ...“?

Hvað í ósköpunum er að miðstjórn Framsóknarflokksins? Í fyrsta lagi að gera ráð fyrir að einhverjir vilji einfaldlega koma illu til leiðar við uppbyggingu á efnahagsmálum þjóðarinnar. Í öðru lagi að reyna að slá um sig með því að ljúga upp á andstæðinga sína.

Það gera ekki stjórnmálaflokkar. Það er ekki sterkur leikur í upphafi nýrrar vegeferðar að vera með dylgjur eða ljúga. Nú verður Framsóknarflokkurinn að hætta að tala í hálfkveðnum vísum og útskýra hvert það siðrof er sem hann heldur því fram að ríkisstjórnin hafi stuðlað að í uppbyggingastarfi sínu.

Að öðrum kosti er Framsóknarflokkurinn ómerkingur. Það má þó segja flokknum til hróss að hann leggur nafn sitt við þessi ómerkilegheit en sendir hann ekki í nafnlausum pósti til fjölmiðla ...


mbl.is Framsókn: Ríkisstjórnin hvetur til viðskiptalegs siðrofs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband