Lánshæfið getur líka verið slæmt með evru ...

Kostirnir við aðildina eru margir en ókostirnir eru líka stórir. Svo gríðar stórt er þetta Evrópusambandsbákn að innan þess rekst hvað á annars horn. Til dæmis hafa reikningar þess ekki fengist áritaðir í áratug vegna fjölmargra athugasemda endurskoðenda.

Hins vegar kann það rétt að vera að ríkissjóður „lúkki betur“ sækjum við um aðild.

Ástæðan fyrir að lánshæfiseinkunn ríkissjóðs hefur lækkað er tvískipt, annars vegar er það sú lausafjárkreppa sem skekur nú heimsbyggðina og hins vegar bankakreppan hérna heima. Annað hvort hefði eflaust dugað til að lækka lánshæfið, hvað þó hvort tveggja.

Á móti kemur að í „venjulegu“ árferði hefur ríkissjóður fengið ágæta einkunn hjá matsfyrirtækjum. Ekkert bendir til annars en að það gæti gerst aftur og jafnvel með krónu sem gjaldmiðil. Þá er nauðsynlegt að átta sig á því að lánshæfið er ekki bundið við gjaldmiðilinn heldur stöðu ríkissjóðs. Staðan getur verið slæm þó svo að evran sé gjaldmiðill landsins.


mbl.is Skref í átt að ESB væru jákvæð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband