Skapand hugsun og skilyrðin

Ef þjóðin á að geta komið sér út úr þessum efnahagsvanda þá þarf ríkisstjórnin án efa skapandi hugsun. Um það er enginn vafi. Grundvöllurinn er sá að koma í veg fyrir atvinnuleysi, hvetja til að ekki verði gengið harkalega gagnvart, skuldurm og ekki síður tryggja að þeir sem standa höllum fæti þurfi ekki að missa íbúðir sínar.

Því miður er kreppa sjaldnast móðir tækifæra fyrir þann sem er atvinnulaus. Fyrir þann sem missir vinnu sína er framtíðin aldrei möguleikar. Ástæðan er fyrst og síðast þær fjárhagslegu skuldbindingar sem hann og fjölskylda hans hefur tekið á sig. Svokallaðar atvinnuleysisbætur duga sjaldnast til afborgana af húsnæðislánum. Svo gripið sé til orðalags sem oft er notað í fréttum, þá er „rekstrarhæfi“ einstaklings á atvinnuleysisbótum afar lítið. Til viðbótar kemur hinn dimmi skuggi vonleysis og óöryggis.Við þessu þarf ríkisstjórnin að bregðast.

Hagfræðingarnir Gylfi Zoëga og Jón Daníelsson rituðu fyrir skömmu saman grein í Morgunblaðið sem nefnist „Yfir skuldasúpu“. Þeir taka þar á málum á svipaðan hátt og Þór Sigfússon formaður SA gerir. Leggja áherslu á skapandi hugsun við að koma þjóðinni upp úr vandanum.Hugmyndir þeirra eru ma. þessar:

  1. Sett verði lög sem tímabundið verndi einstaklinga og fyrirtæki í greiðsluerfiðleikum fyrir ágangi kröfuhafa.
  2. Skuldurum verði í ríkisbönkunum gefinn kostur á greiðsluaðlögun svo sem í formi greiðslufrests, lengingar lána og gjaldmiðilsbreytingar lána.
  3. Heimilin geti farið fram á færslu húsnæðislána í Íbúðalánasjóð með viðeigandi lagfæringu á greiðslukjörum.
  4. Ríkið bjóði fyrirtækjum upp á ódýrt lánsfé í krónum og/eða bjóðist til að leggja fram nýjan eignarhlut í fyrirtækin. Þeir Gylfi og Jón leggja til að ríkiðsvaldið prenti krónur „til þess að lána skuldsettum fyrirtækjum á lágum vöxtum. Þessi lán verði til nokkurra ára og ekki krafist afborgana fyrstu sex mánuðina.“
  5. Heimilunum verði gefinn kostur að Íbúðalánasjóður kaupi hlut í fasteignum þeirra sem þau gætu síðan keypt aftur á markaðsverði eða þegar fjárhagsstaðan hefur batnað.
Allt eru þetta mjög góðar hugmyndir sem vert er að hrinda í framkvæmd.
 
Hitt er ónefnt og á það minnist Þór ekki og það er að ríkisvaldið, sveitarfélög og aðilar vinnumarkaðinn sinni kyningarmálum sínum á þann hátt að almenningur viti nákvæmlega hvað verið er að gera og hvaða lausnir standa til boða. Þetta er eiginlega grundvallaratriði.

 

 


mbl.is Mikilvægt að hugsa hlutina upp á nýtt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband