Plís góði guð, gefðu að glæpur hafi verið framinn.

Fjöldi fólks les ekki, skilur ekki og vill ekki nota hausinn á sér. Þetta sama fólk á sér enga ósk heitasta en að nú finnist ærlegt undanskot í bönkunum, sannanir finnist fyrir því að fullt af peningum hafi verið millifærðir á einhverja peningaparadísir í Karabíahafinu. Engar sannanir hafa enn komið í ljós en fjöldi bloggara sem hafa tjáð sig um þessa frétt lætur sig ekki. Það skal vera maðkur í mysunni.

Plís góði guð, gefðu að glæpur sé framinn svo ég, hinn saklausi, hreinlyndi, heiðarlegi, geti nú tjáð mig um vondu kallanna

Ástæða er þó til þess að fólk fari sér hægt i skrifum. Nú þegar eru fjöldi dæma um að ein fjöður hafi orðið að fimm hænum eða álíka. Fólk verður að halda ró sinni þó svo að ástandið sé erfitt.

Það hlýtur að vera slæm líðan að vonast svo ákaflega heitt eftir glæp og þegar hann finnst ekki þá gengur maður bara hreinlega af göflunum.

Hver skyldi nú vera verri, sá sem krefst glæpsins eða sá sem fremur hann?


mbl.is Skoða meintar milljarðafærslur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Púkinn

Það sem er athygliverðast við þetta er að það kæmi flestum ekkert á óvart þótt þetta væri satt.....

Púkinn, 5.11.2008 kl. 13:54

2 Smámynd: Jón Ragnar Björnsson

Engin/n er sekur fyrr en sekt er sönnuð.

EN ertu hissa á viðbrögðum fólks, miðað við það sem á undan er gengið?

Ég vil fá að vita hver er að rannsaka þessar millifærslur. Þarf það nú líka að vera leyndarmál?

Jón Ragnar Björnsson, 5.11.2008 kl. 14:22

3 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Fjölmargt ótrúlegt hefur nú reynst vera blákaldur sannleikur í þessum bankamálum. Það er nú það skrýtilegasta í þessu.

Nei ég er ekki hissa á viðbrögðum fólks, sérstaklega hefitinni, yfirlýsingagleðinni og orðbragðinu. Finnst þetta jaðra við öfgar, en eins og þú segir, Jón, þá er enginn sekur fyrr en sekt er sönnuð.

Það skiptir auðvitað miklu hver rannsakar. Hitt er heiðskírt að slóðirnar er ekki hægt að fela, það fennir aldrei yfir þær. Auðvelt ætti að vera að rekja allar færslur beint á nafn og númer.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 5.11.2008 kl. 14:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband