Gamaldags og úrelt stofnun

Sem betur fer vita fæstir hversu niðurlægjandi það er að vera á atvinnuleysisbótum. Rétt eins það sé ekki nóg að hafa ekki fundið sér vinnu við hæfi heldur þurfa stjórnvöld að snýta atvinnulausum, lítillækka þá og innprenta í þá tilfinningu að þeir séu annars flokks borgarar.

Nú ætlar Vinnumálastofnun að hliðra aðeins til, auðvelda skráningu atvinnulausra. Það gerir stofnuni ekki af tillitssemi við þann atvinnulausa heldur til að auðvelda rekstur stofnunarinnar.

Í áratugi hefurkerfið verið eins, fólk á að þurfa að koma og sækja einhvern stimpil á tilteknum degi, á tilteknum tíma. Bregðist það af einhverjum ástæðum, þá er sá vikuskammtur fyrir bí, nema því aðeins að viðkomandi komi með afsökun sem stofnunin tekur gilda. Fólk þarf svo að bíða í biðröð til að fá þennan algildandi stimpil. Þetta er einfaldlega gamaldags og úrelt stofnun.

Fólk er líka sent á námskeið sem sum hver eru illa skipulögð, gera lítið annað en að nudda þeim atvinnulausa uppúr þessu óþolandi ástandi rétt eins og það hafi ekki þegar áttað sig á því. fæstir þurfa á því að halda að einhverjir messi yfir því hluti sem flestir vita og praktísera.

Auðvitað er viðkvæðið hjá stofnuninni það að fyrirkomulagið sé til að hjálpa fólki, koma í veg fyrir svindl og svo framvegis.

Það hlýtur hins vegar að vera hægt að byggja betra fyrirkomulag sem skilar sé betur til þeirra sem lenda í þessari ógæfu. Langflestir vilja vinna, eiga möguleika á meiri tekjum heldur en þetta smáræði sem dugar ekki ekki fyrir nauðsynlegustu útgjöldum. Niðurstaðan er einfaldlega sú að atvinnulaus maður á kost á því að svelta ekki, en húsnæðið er farið, lánin komin í gjalddaga og allt í hönk. Hið eina sem Vinnumálstofnun dettur svo í hug er að auðvelda rekstur stofnunarinnar með því að opna fyrir rafræna UMSÓKN. Þvílík della.


mbl.is Rafræn umsókn um atvinnuleysisbætur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðborg Eyjólfsdóttir

Ég verð að setja aðeins út á þetta hjá þér, í fyrsta lagi er fólk sem fer á  Vinnumálastofnun og skráir sig atvinnulausa ekki ekki stimplað sem annars flokks fólk, ég vann hjá þessari stofnun í rúm 3 ár og hef sjaldan unnið á eins manneskjulegri vinnustað. Og eins er búið að breyta þessu stimplunarkerfi og fólk er farið að geta stimplað sig í gegn um netið. Og ég segi nú bara ef þú ert með betri lausn á þessu batterí afhverju útlisitir þú hana ekki hérna hvað er hægt að gera betur.

Og hvað væri að því þótt fólk þyrfti að mæta einu sinni í viku til að stimpla sig ef það væri enn þannig, fólk fór þá aðeins út fyrir dyrnar og hitti annað fólk á skráningarstöðunum. Og námskeiðin eru með það eitt að leiðarljósi að fólki fá sjálfstraust og höndli það að getað farið á vinnumarkað aftur ef það hefur lent í þeirri ógæfu að verða atvinnulaust.

Guðborg Eyjólfsdóttir, 30.10.2008 kl. 21:23

2 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Ugglaust er fínt að vinna hjá þessari stofnun en það er afar slæmt að vera „viðskiptavinur“ hennar, hreinn dauði og djöfull.

Guðborg, hvernig dettur þér í hug að fullyrða á þennan hátt?: „Og hvað væri að því þótt fólk þyrfti að mæta einu sinni í viku til að stimpla sig ef það væri enn þannig, fólk fór þá aðeins út fyrir dyrnar og hitti annað fólk á skráningarstöðunum.“ Stofnun á ekki að ákveða hverja atvinnulaus maður vill hitta, oftast þvert ofan í vilja þess.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 30.10.2008 kl. 22:28

3 Smámynd: Guðborg Eyjólfsdóttir

Nei ég er ekki að meina það þannig að fólk eigi að neyðast til að hitta annað fólk sem er atvinnulaust, en oft er fólk sem er atvinnulaust langt niðri og kemur sér ekki af stað og þá er gott að hafa eitthvað fyrir stafni eins og t,d, að fara á skráningarstað. Ég var nú skjólstæðingur ekki viðskiptavinur :) á þessari stofnun áður en ég fékk vinnu þar, og það var ekkert auðvelt að fara þarna inn og skrá sig en eftir að ég fór þar inn í fyrsta skipti þá leið mér vel, því að það var vel tekið á móti mér og ekki litið niður á mig þótt ég hefði verið atvinnulaus í flestum tilfellum velur fólk það ekki að verða atvinnulaust og þá á ekki að stimpla alla sem aumingja sem verða atvinnulausir

Guðborg Eyjólfsdóttir, 31.10.2008 kl. 23:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband