Gætum að mannréttindum
23.10.2008 | 14:57
Svona vinnur alþingi götunnar. Lýðurinn heimtar blóð. Ótrúlegt að menn gleymi að hver og einn einstaklingur á margvíslegan rétt sem tryggður í lögum. Það er einfaldlega ekki nóg að orga og stappa niður fótunum eins og fjölmargir bloggarar gera í athugasemdum sínum við þessa frétt. Almennum mannréttindum verður ekki breytt vegna þess eins að sumir eigi meiri pening en aðrir eða þeir hafi auðgast í bönkum
Menn þurfa ekki að vera löglærðir til að gera sér grein fyrir því að eignir manna má ekki taka af þeim nema að gengnum dómi, og sá dómur verður eðlilega að eiga sér stoð í lögum.
Hvernig á svo alþingismaður að bregaðst við spurningum fréttamanns um kyrrsetningu á eignum auðmanna. Lýðskrumarinn myndi umsvifalaust heimta neyðarlög um málið og helst að viðkomandi verði hengdur upp í næsta ljósastaur. Birgir gerir rétt í því að taka ekki djúpt í arinni í svari sínu.
Birgir Ármannsson ber eins og aðrir alþingismenn ábyrgð á stöðu mál í íslenskum efnahag, hann á auk þess hlut að ríkisstjórnarsamstarfinu. Ábyrgð ríkisstjórnarinnar er mikil. Það breytir samt á engan máta aðstæðum. Við verðum að fara eftir lögum og lögin verða að vera sanngjörn og þau eiga að taka eins á öllum. Allt annað er óréttlæti.
Vill ekki frysta eignir auðmanna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:17 | Facebook
Athugasemdir
Sæll, Þú verður að afsaka en mér finnst skítalykt af þessu.
Hvað með eignir okkar?
Hvað með eignir ófædda barna?
Hvað með okkar mannréttindi?
Hvað með okkar réttlæti?
Þetta fólk er búin að setja þjóðina á hausinn og nú er algjör neyð.
Lýðurinn heimtar ekki blóð heldur ábyrgð og sanngirni!
Ef talað er um blóð, eru þessir menn að baða sig í okkar blóði.
Við gefumst ekki upp!
Útifundur verður haldinn á Austurvelli næst komandi laugardag 25. október klukkan 15.00. Yfirskrift fundarins verður: Breiðfylking gegn ástandinu.
Heidi Strand, 23.10.2008 kl. 15:34
Jú, þannig ætti það að vera í fullkomnum heim. Allir jafnir. En það virðist því miður vera þannig að sumir séu jafnari en aðrir. Það er hausverkurinn og það svekkir okkur lýðinn.
Erlendur Árni Garðarsson, 23.10.2008 kl. 15:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.