Nú hefðum við þurft fjölmiðlalögin

Mogginn hefur alla tíð verið yfirburðarblað. Stundað áreiðanlega og góða fréttamennsku undir stjórn afar góðra ritstjóra og blaðamennirnir hafa margir hverjir verið hinir bestu á landinu.

Hins vegar hvarflar hugurinn aftur til þeirra daga er ætlunin var að setja lög um eignarhald á fjölmiðlum. Finnst fólki það réttlætanlegt að ein útgáfa hafi með höndum langstærsta hluta dagblaða og tvö fyrirtæki skipti næstum til helminga á milli síni markaði fyrir útvarp og sjónvarp? Það var röng ákvörðun af forseta Íslands að leggjast gegn fjölmiðlalögunum, það sannast núna.

Það getur varla verið hollt fyrir þjóðfélagið aðilar skipti markaðnum á milli sín. Það er ekki gert með vilja neytenda enda stendur þetta áreiðanlega þvert í hausnum á fleirum en mér. Skyldi ekki vera kominn grundvöllur fyrir nýju dagblaði?


mbl.is Fréttablaðið og Árvakur saman
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gísli Sigurðsson

Örugglega er grundvöllur fyrir nýju dagblaði, en ég er hræddur um að rekstrargrundvöllurinn sé ekki til staðar.

Gísli Sigurðsson, 10.10.2008 kl. 10:09

2 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Held að það sé rétt hjá þér Gísili.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 10.10.2008 kl. 10:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband