Allir búnir að fá hundleið á þessari þjóð
10.10.2008 | 08:34
Fjölmiðlar hafa talið okkur trú um að Íslendingar væru eiginlega guðs útvalda þjóð, flottir, gáfaðir, allt sem þeir gera erlendis væri alveg hreint stórkostlegt.
Fyrir mörgum árum átti ég ákaflega skemmtilegt samtal við þingmann eins af frændþjóðum vorum á Norðurlöndunum. Hann sagði mér aðra sögu. Íslensk stjornvöld og íslenskir þingmenn væru sívælandi og sífrandi um smæl landsins og hversu aðrir væru vondir við þá. Þess vegna, sagði þessi þingmaður, þyrfti sífellt að taka tillit til sérstöðu Íslands og landið fengi alls kyns undanþágur sem öðrum stæðu ekki til boða. Ekki kann ég að meta sannleiksgildi þessara orða. Hitt vita allir núna að heimurinn er harður og þar verða menn og þjóðir að standa sig.
Gæti ekki verið að þessi mistök sem sagt er að Bandaríkjamenn og Evrópuríki hafi gert í fjármálakreppunni eigi rót sína að rekja í hreinum leiða, hundleiða á þessari litlu og freku þjóð. Þjóð sem hagar sér þannig að halda mætti að í 50 milljónir manna tilheyrðu henni en ekki 300 þúsund.
Nú, þegar búið er að gera okkur að vanskilamönnum í hinum stóra heimi er ástæða til að fara með veggjum, einbeina sér að innri málefnum þjóðarinnar, byggja upp frá grunni því svo virðist sem allt fjármálakerfi þjóðarinnar er hrunið. Geyma utanríkismálin til betri tíma þegar sjálfstraustið verði svo mikið að við getum hagað okkur eins og milljónaþjóðirnar.
Og eflaust er það rétt mat hjá Bandaríkjamönnum og Evrópuríkjum að raunveruleg hætta sé á því að Ísland verði um of háð rússneska birninum. Kannski hafa Rússar einhver not fyrir okkur. Vildi ekki Sírínovsky, sællar minningar, gera landið að fanganýlendu og brúka Síberíu undir einhverja gagnlega starfsemi?
Mestu mistökin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Þakka þér fyrir Júlíus.
S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 10.10.2008 kl. 10:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.