Er kreppan virkilega alþjóðleg?

Nei, hvur fjandinn. Kreppan er þegar öllu er á botninn hvolft alþjóðleg. Af fjölda bloggsíðna mætti halda að hún sé Davíð Oddssyni að kenna.

Menn þurfa hér á landi að halda stillingu sinni og gleyma sér ekki í nornaveiðum. Ýmislegt bendir til þess að fjölmargir ætli nú aldeilis að slá sér upp og finna blórabögglanna og helst taka þá af lífi án dóms og laga.

Nornaveiðar og múgæsing hefur aldrei leitt neitt gott af sér, mannkynssagan sannar það. Mestu er um vert að halda stillingu sinni og beita gagnrýnni hugsun á allt sem valdið getur upphlaupi og óeirðum.


mbl.is Bandarískir bankar hugsanlega þjóðnýttir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Útför kapítalismans þarf að fara fram strax, nályktin af útblásnu flykkinu er að verða óbærileg.

Georg P Sveinbjörnsson, 9.10.2008 kl. 13:57

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

- Úrdr. úr X. kafla almennra hegningarlaga -

91. gr. Hver, sem kunngerir, skýrir frá eða lætur á annan hátt uppi við óviðkomandi menn leynilega samninga, ráðagerðir eða ályktanir ríkisins um málefni, sem heill þess eða réttindi gagnvart öðrum ríkjum eru undir komin, eða hafa mikilvæga fjárhagsþýðingu eða viðskipta fyrir íslensku þjóðina gagnvart útlöndum, skal sæta fangelsi allt að 16 árum.
Sömu refsingu skal hver sá sæta, sem falsar, ónýtir eða kemur undan skjali eða öðrum munum, sem heill ríkisins eða réttindi gagnvart öðrum ríkjum eru undir komin.
Sömu refsingu skal enn fremur hver sá sæta, sem falið hefur verið á hendur af íslenska ríkinu að semja eða gera út um eitthvað við annað ríki, ef hann ber fyrir borð hag íslenska ríkisins í þeim erindrekstri.
Hafi verknaður sá, sem í 1. og 2. mgr. hér á undan getur, verið framinn af gáleysi, skal refsað með …1) fangelsi allt að 3 árum, eða sektum, ef sérstakar málsbætur eru fyrir hendi.

- Svo er hér annar gullmoli úr XV. Kafla. -

148. gr. Hver, sem með rangri kæru, röngum framburði, rangfærslu eða undanskoti gagna, öflun falsgagna eða á annan hátt leitast við að koma því til leiðar, að saklaus maður verði sakaður um eða dæmdur fyrir refsiverðan verknað, skal sæta …1) fangelsi allt að 10 árum. Við ákvörðun refsingar skal hafa hliðsjón af því, hversu þung hegning er lögð við broti því, sem sagt er eða gefið til kynna, að viðkomandi hafi drýgt. …2) Hafi brot haft eða verið ætlað að hafa í för með sér velferðarmissi fyrir nokkurn mann, þá skal refsað með fangelsi ekki skemur en 2 ár og allt að 16 árum.
Ákveða má í dómi, eftir beiðni þess, sem fyrir óréttinum hefur orðið, að niðurstaða dóms og það af forsendum hans, sem dómur telur hæfilegt, skuli birt að opinberri tilhlutan í einu eða fleirum opinberum blöðum eða ritum.

Ef þetta er ekki stjórnleysi og pólitísk upplausn sem er hér á ferðinni, þá veit ég ekki hvað!?

P.S. Vek enn og aftur athygli á undirskriftasöfnuninni til áskorunar um afsögn stjórnarformanns Seðlabankans.

P.P.S. Tel það gagnlegt að vista þetta hér, því vefur Alþingis virðist vera að kikna undan álagi þessa stundina. Og afhverju lendir forsetinn á sjúkrahúsi í sömu viku og einhverjir afdrifaríkustu atburðir í sögu fullveldisins eiga sér stað, og utanríkisráðherra nýkomin af skurðarborði á hátæknisjúkrahúsi í Bandaríkjunum. Í nauðvörn þegar allar brækur eru komnar niður að hnjám virðist svo Flokksforystan  ætla að færa Árna Mathiesen að mannfórnum til að sefa reiði almennings. Það er skítalykt af þessu öllu saman! Var ekki einhversstaðar skrifað: "Bræður munu berjast á banaspjótum."?

Guðmundur Ásgeirsson, 9.10.2008 kl. 14:25

3 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Þakka þér fyrir þetta Guðmundur. Skil hvað þú átt við. Hins vegar veit ekki hvort er alvarlegra, hin meinta sök eða rangar sakagiftir.

Það er nauðsynlegt að það komi skýr fram að ekki er til nein staða stjórnarformanns Seðlabankans, Davíð Oddson er formaður bankastjórnar og Halldór Blöndal formaður bankaráðs Seðlabankans.

Þó ég hafi ekki fyrir sið að fullyrða of mikið þá er ég eiginlega fullviss um að veikindi forseta íslands og utanríkisráðherra tengjast ekkert Davíð Oddsyni.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 9.10.2008 kl. 15:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband