Rakalaus gagnrýni á Davíð!

Herferðin gegn Davíð Oddsyni virðist engan endi ætla að taka. Fjöldi fólks telur sig þess umkominn að gagnrýna hann, ekki með rökum heldur með alls kyns upphrópunum. Enginn virðist geta rökstutt þessar ávirðingar.

Meðan Davíð var formaður Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra mátti mómælendakórinn jarma eins og hann vildi því Davíð naut stuðnings flokksins og stórs hluta kjósenda. Eftir að Davíð varð seðlabankastjóri þá verður skynsamt fólk að gera greinarmun á honum og Seðlabankanum. Hann er einfaldlega einn af mörgum stjórnendum þar á bæ og varla mögulegt að hann fái þar öllu ráðið. Hins vegar er allt í lagi að gagnrýna bankann svo fremi sem það er gert með rökum.

Þeir sem ekki geta rætt um Davíð án þess að missa stjórn á skapi sínu eiga einfaldlega ekki að taka til máls. Þeir sem ekki fært rök fyrir sínu máli eiga að þegja ... eða ganga í flokk með ungum jafnaðarmönnum.


mbl.is Krefjast þess að Davíð víki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er ótrúlegt hvað ungir jafnaðarmenn og raunar flest ungt fólk á vinstri kanti stjórnmálanna þolir ekki Davíð Oddsson. Það er auðvitað þannig að börnin í þessum flokkum hafa verið alin upp við það að Davíð sé pestin og allt sem maðurinn komi nálægt sé af illsku eða einhverskonar vanhæfni. Það sem þessir krakkar skilja hinsvegar illa er að Davíð Oddsson er eini maðurinn eða einn af fáum mönnum sem hefur þorað og þorir að taka erfiðar ákvarðanir og láta sínar skoðanir í ljós. Hann er með hag þjóðarinnar allrar í öngvegi og hefur alltaf verið. Ég efast samt um að rassblautar bleyjustelpur eins og Anna Pála formaður ungra Jafnaðarmanna eigi eftir að ná því í nánustu framtíð hversu mikill leiðtogi Davíð er og hefur verið fyrir þessa þjóð.
 
Öfgarnar í ummælum vinstrimanna í garð Davíð eru oftast þannig að fólk hristir hausinn og tekur ekkert mark á þeim. Allavega þeir sem hafa örlítið vit á pólitík og láta ekki öfgaríkt uppeldi ráða sínum pólitísku skoðunum fram á fullorðins ár. Það sjá allir hatrið sem birtist í þessum orðum í garð Davíðs og það geta allir lagt saman tvo og tvo í tengslum við ummæli þessara barnalegu samtaka og annarra á vinstri kantinum undanfarin ár. Til skammar og sýna mikla þröngsýni þessara krakka.

Frelsisson (IP-tala skráð) 4.10.2008 kl. 17:22

2 identicon

öndvegi átti þetta að vera ekki öngvegi... hehe

Frelsisson (IP-tala skráð) 4.10.2008 kl. 17:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband