Styð ekki stjórnina nema ...

Sá stjórnmálamaður er ekki merkilegur sem hefur í hótunum við þann stjórnmálaflokk sem hann hefur valið sér. Auðvitað geta menn haft þá skoðun sem þeir vilja á einstökum málum enda vonlítið að stefnuskrá stjórnmálaflokks taki yfir allt mögulegt og kannski ómögulegt.

Þegar þannig er komið sögu að stjórnmálamaðurinn er stundum í bandalagi við félaga sína og stundum ekki er honum hreinlega ekki treystandi og þá á hann sér varla endkjörs auðið. Farið hefur fé betra, segja félagar hans.

Ekki ætla ég að skipta mér að innanbúðarvandræðum Samfylkingarinnar þær eru nægar. Ég held þó að það sé ekki nokkur sjéns að dómsmálaráðherra úrskurði gegn kæru lögmanns Ramsesar. Dómsmálaráðherra tekur mark á mótmælunum jafnvel þó stjórnmálamenn Vinstri grænna leggist þar á árar. Hins vegar er það heitasta ósk Vinstri grænna sé að dómsmálaráðherra synji manninum landvistarleyfis. Þá geta þeir lamið á ríkisstjórninni og ekki síst haldið áfram að ata ráðherrann auri.

Að lokum vil ég taka það fram að ég styð ekki ríkisstjórnina nema því aðeins að rjúpnastofninn nái sér ...


mbl.is Í stjórnarandstöðu nema Ramses komi aftur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband