Bandaríska hrifningarvísitalan hrapar
13.12.2007 | 21:45
Vandræði bandarískra stjórnvalda virðast engan enda taka hér á landi, að minnst kosti ekki að áliti almennings
Margt smátt getur valdið breyttum viðhorfum. Ef til vill byrjaði þetta með því að hið stóra ríki tugtaði til barn af íslenskum ættum, svifti það æsku sinni fyrir tiltölululega saklaus brek. Þá fannst íslenskri þjóð hið bandaríska ríki leggjast frekar lágt.
Svo lagði hið bandaríska land undir fót og fór að stríða í Írak, vildi stilla þar til friðar. Árangurinn hefur lítið verið í samræmi við hinn upphaflega tilgang. Það finnst íslenskri þjóð slæm stjórnmál.
Einn góðan veðurdag hvarf bandaríska varnarliðið af landi brott. Þá varð íslensk þjóð doldið hissa.
Þá gerðist það að íslenskur maður gerist brotlegur við bandarísk lög og til betrunar er hann sviftur allri allri mannlegri reisn og reynt með skipulögðum hætti að eyðileggja sálarlíf hans. Íslenskri þjóð finnst þetta ill meðferð.
Ung íslensk kona kom um daginn í heimsókn til New York og fékk svipaðar viðtökur og hinn illræmdi aðalritari alkaída myndi fá, dytti honum í hug að skreppa í helgarreisu til borgarinnar sem aldrei sefur. Íslensk þjóð þakkar bara fyrir að konan fékk að snúa heim aftur.
Nú lítur út fyrir að bandaríska hrifningarvísitalan sé í botnlausu hrapi hjá íslenskri þjóð og viðsnúningurinn verði þungt og erfitt verkefni í almannatengslum. Spurningin er bara sú hvort Bandaríkjamönnum sé bara ekki nokk sama um álit þessara Íslendinga.
Mál Erlu til rannsóknar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:24 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.