Okurbúllan Orkuveitan Reykjavíkur

Orkuveita Reykjaðvíkur hefur okrað á viðskiptavinum sínum. Að öðrum kosti hefði fyrirtækið ekki getað fjármagnað bull eins og risarækjueldi, Línunet og byggingu á lúxushöll í Árbænum.

Líklega kemur það engum á óvart að borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins kvarti hástöfum undan forstjóra Orkuveitunnar þegar hann ætlaði að hirða samþykki þeirra við sameiningu dótturfyrirtækisins Reykjavik Energy Invest við Geysir Green Energy svona rétt eins og álit þeirra skipti engu máli. Jafnvel Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra, getur um það á heimasíðu sinni að honum hafi alltaf gengið erfiðlega að sækja upplýsingar í hendur stjórnenda Orkuveitunnar. Björn undrast að ekkert skuli hafa breyst með nýjum borgarstjórnarmeirihluta.

Nú væri lag að eigendur Orkuveitunnar reyndu að ná sér í nokkur prik með því að endurgreiða  ofgreidd afnotagjöld með því að senda almenningi hlutabréf í Reykjavik Energy Ingvest.

Kæmi þá í hlut hvers Reykvíkings kr. 79.502 eða 107.128 sé miðað við 20 ára og eldri.

Akurnesingurinn myndi fá 88.226 krónur (127.079 kr) og íbúinn í Borgarbyggð 26.853 krónur (38.805 kr). Að sjálfsgöðu er hér reiknað út frá hlutfallslegri eign hvers sveitarfélags í Orkuveitunni og hún yfirfærð á REI. 

Auðvitað verður þetta ekki gert. Til þess skortir pólitískan kjark. Alltaf erfitt að skila ofteknu fé.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband