Skætingur í Viðskiptablaðinu í dag

Viðskiptablaðið er skemmtilegt blað en mér finnst það lélegt þegar fjölmiðill er með einhvern skæting. Þetta þurfti blaðið endilega að gera föstudaginn 14. september að Börkur Gunnarsson blaðamaður skrifaði grein sem nefnist „Úreltur hugsunarháttur“ og virðist vera einhvers konar forystugrein eða ígildi slíkrar.

Þannig var að skýr íbúi á landsbyggðinni sagði kvartaði undan því að í þvingunarsjónvarpi ríkisins skyggðu veðurfræðingar oftast á austurhluta af landinu. Þetta sjá allir og vita en varð blaðamanni Viðskiptablaðsins tilefni til að tuða um byggðamál. Niðurstaða hans var sú að veðurfréttir væru nátengdar íbúafjölda og veðurfræðingar ættu að sýna fjölmennari svæðum meiri áhuga en þeim fámennari.

Nú er það þannig að veðurkerfin fara ekki eftir mörkum sveitarfélaga og veðurlag á einum stað á landinu á það til að flytjast á annan aukinheldur er tengjast veðurkerfi landsins. Þar af leiðandi er það ekki endilega spurning um það hvort Höfn í Hornafirði sé „nafli alheimsins“ eins og blaðamaðurinn orðar það í hroka sínum, heldur þurfa og vilja margir fleiri en Hornfirðingar að fá veðurfréttir og spár af þeim slóðum. Blaðamaður á til dæmis ekki að fara eftir mannfjölda þegar hann skrifar fréttir sínar, frétt er bara frétt hvaðan svo sem hún varð til. Sé brugðið út af þessu er voðinn vís.

Þetta kemur mannfjölda ekkert við og algjör óþarfi fyrir blaðamann Viðskiptablaðsins að vera með einhvern skæting um byggðasjónarmið. Veðurfréttir er miðlun upplýsing, svo einfalt er málið. Austanáttin á Höfn í Hornafirði gæti fyrr eða síðar færst yfir á suðvesturhornið.

Blaðamenn ættu að temja sér víðsýni og umburðarlyndi, og miðla fréttum og upplýsingum án þess að blanda eigin skoðunum inn í þær. Svo er algjör óþarfi fyrir Börk Gunnarsson blaðamann að hrökkva í einhvern varnargír fyrir þann hluta þjóðarinnar sem býr á suðvesturhorninu þó svo að einhver aumingjans maður úti á landi tjáir sig. Það er nú einu sinni þannig að málfrelsið er ekki bundinn við einhver hreppamörk.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband